Færsluflokkur: Bloggar
28.2.2012 | 19:46
Hvað vantar í þessa refaveiðitillögu...?
Fram er komin þingsályktunartillaga um framtíðarskipan refaveiða - sem er ágætt í sjálfu sér. Því miður virðist hún hins vegar ekki sérlega vel undirbyggð. Sérstaklega verður að telja fylgiskjölum ábótavant.
Eina fylgiskjalið er frétt þess efnis að tófa hafi verið skotin með kjaftinn fullan af þúfutittlingsungum...! Ekki er eitt einasta skjal sem styður fullyrðinguna um skaðann á fuglalífi á vestfjörðum. Ekkert skjal sem styður fullyrðinguna um að refir hafi við landnám haft verulega takmarkandi áhrif á fuglastofna. Og svo er klikkt út með því að handleiðsla mannsins sé nauðsynleg til að halda öllu í góðu horfi.
Er þetta ekki alveg dæmigert fyrir refaumræðuna???!
Í framangreindu ljósi, hvernig stendur eiginlega á fjölgun heiðagæsa á síðustu árum. Eða jaðrakans??? Étur refurinn kannski ekki heiðagæsir og jaðrakana? Og er eitthvað sem bendir til að þúfutittlingum fari fækkandi?
Fram kemur í plagginu að rannsóknir eigi að vera á hendi vísindamanna en veiðistjórnun á að vera á hendi reyndra veiðimanna. Er þá vísindamönnunum ekki treystandi til að ákvarða veiðiþol stofnsins???
Það er hið besta mál að koma með þingsályktunartillögur um refaveiðar. En má ég þá biðja um að vandað sé til þeirra!
...og já, ég hef séð dýrbitið lamb!
Vilja leyfa refaveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.1.2012 | 17:46
Spurningar um friðun sem þarf að svara
Allur þunginn í þessari svartfuglaumræðu hvílir á því atriði að ekki skuli veiða úr stofnum sem fari minnkandi - það er að ekki skuli veitt úr stofnum ef veiðarnar eru ekki sjálfbærar.
Því spyr ég:
1. Á engu máli að skipta hver stærð stofnsins er, eða staða hans að öðru leyti s.s. af hverju stofninn minnkar?
2. Á í framhaldinu aðeins að leyfa veiðar úr stofnum sem eru í vexti eða einhverju skilgreindu jafnvægi?
3. Er þá ekki með þessum sömu rökum sjálfgefið að opna fyrir veiðar á stofnum í vexti - en hafa einhverra hluta vegna verið friðaðir?
Koma svo...!
Hér er skýrslan sem þetta snýst allt um
Veiðibann eina siðlega viðbragðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2012 | 18:37
Vangaveltur um svartfugl...
Nýlega kom út skýrsla þar sem farið er yfir ástand svartfuglastofna við landið og stungið upp á viðbrögðum vegna þess. Í stuttu máli virðast svartfuglastofnar við landið vera á beinustu leið til helvítis og ástæðan er skortur á fæðu sem hentar ungunum - aðallega sandsíli. Þetta er náttúrlega hið versta mál og allir sammmála um það.
Nú virðist málið vera þannig vaxið að ekkert sé hægt að gera til að bregðast við orsökum fækkunarinnar. Jafnframt virðist ljóst að veiðiálag á flesta þessa stofnana sé í raun lítið miðað við stærð þeirra - hafi raunar farið minnkandi - og ekki líklegt til að hafa afgerandi áhrif á þróunina.
Meginniðurstaða meirihluta skýrsluhöfunda er að leggja til friðun allra svartfuglastofna næstu fimm árin. Þar vegur þyngst sú skoðun að ekki sé rétt að stunda veiðar úr stofni sem fari minnkandi þar sem slíkar veiðar séu ósjálfbærar. Þar með var friðurinn úti, nefndin þríklofnaði í afstöðu sinni og fyrirséð skotgrafaumræða er komin í fullan gang.
Nú eru ofangreindar línur langt í frá nákvæmur útdráttur en meginlínurnar ekki fjarri lagi að ég held. Ég spyr mig hvort niðurstaða nefndarinnar hafi ekki verið mjög ótaktísk? Hefði ekki verið miklu vænlegra að leggja til að takmarka veiðar í tíma og rúmi og ná um það betri samstöðu. Það hefði ekki útilokað möguleika á friðun síðar.
Og svo ég haldi áfram að velta vöngum, ætla menn þá í framhaldinu, sjálfkrafa að banna veiðar út minnkanndi stofnum, hver sem stofnstærð þeirra er, á þeirri forsendu að þær séu ósjálfbærar ??? Varpstofn lunda er talin vera um 2,5 milljónir para, en viðkoman er vissulega hæg - jafnvel í góðæri. Þá þurfa menn líka í framhaldinu að svara spurningunni hvort ekki beri hreinlega að leifa veiðar á stofnum sem eru sterkir eða í vexti ???
Hvaða rök eru fyrir því að banna landeiganda að selja eitt fálkaegg úr hreiðri þegar fálkastofninn er í uppsveiflu - svo dæmi sé tekið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.9.2011 | 23:13
Hugleiðingar um ráðuneyti...
Nú er allt í rugli niðri í hringleikahúsi vegna þess að suma langar til að breyta reglum um ráðuneyti. Rjómatertukastið er á fullu,prumpublöðrur þeittar til hins ítrasta, augnapot og eyrnaklip sem aldrei fyrr.
Gaman gaman...
En til hvers eru öll þessi ráðuneyti eiginlega???
Jú, þau eru til þess að hafa í þeim ráðherra. Hver trúðagrúppa þarf nefnilega að eiga svoleiðis - og því fleiri, því betra. Undir hverju ráðuneyti eru svo ákveðnir málaflokkar og stofnanir, sem passa verður uppá - annars gætu einhverjir aðrir ráðherrar stolið þeim...!
En, það skrítna er að stundum er sami málaflokkur í allskonar ráðuneytum. Þannig eru umhverfismál í a.m.k. fjórum ráðuneytum. Svo finnast mönnum umhverfismál ómerkileg svona dags daglega...!
Ég er með hugmynd!
Fækkum ráðuneytum niður í fjögur til fimm. Þau yrðu efitrfarandi:
Forsætis- og fjármálaráðuneyti (kannski í sitt hvoru lagi)
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti
Innanríkisráðuneyti
Utanríkisráðuneyti
Til að skilja síðan betur milli löggjafar- og framkvæmdavalds mundu ráðherrar að sjálfsögðu ekki gegna þingmennsku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2011 | 17:10
Fínt, - en til hvers er þá ríkisábyrgðin???
Ef þetta er nú allt svona gott og blessað, hellings aur að hellast inn í búið og allt að verða í svona svakalegu gúddí þarna úti í Bretlandi, af hverju er þá þessi ofuráhersla á að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave???
Og af hverju mun þá allt fara til helvítis eina ferðina enn (not) ef ekki verður samþykkt ríkisábyrgð á Icesave???
Og hvernig í þremlinum stendur á því að fyrirgreiðslumöguleikar íslendinga í útlöndum fara til fjandans á sama tíma og allur þessi aur liggur þarna og bíður þess að vera nýttur til að klára málið ef ekki verður samþykkt ríkisábyrgð á Icesave???
???
Icesave gæti horfið með sölu á Iceland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.3.2011 | 23:38
Gleymum flokksskýrteinum þegar kemur að skólamálum...
...þau snúast nefnilega um alvöru verðmæti, þ.e. menntunarumhverfi barnanna okkar.
Það er ekkert nýtt að borgaryfirvöld fái einhverjar flugur í höfuðuð og keyri þær í gegn eins og þetta mál. Það er gamalkunnug taktík að vinna mál inni á kontór, handa upplýsingum frá hagsmunaaðilum og keyra þau svo í gegn á kynningarfundum þar sem kynnendur hafa tögl og hagldir.
Íbúar Grafarvogs eru orðnir allvanir þessari aðferð (og farnir að læra á hana) enda hefur henni verið beitt hér óspart frá því fyrir síðustu aldamót. Hve oft hafa borist fregnir af mótmælum, undirskriftarlistum og öðru andófi úr þeim borgarhluta á undanförnum árum? Ég veit það ekki en það er býsna oft.
Fyrir réttu ári stóðum við aftur og enn í baráttu við þáverandi borgaryfirvöld - einmitt út af hugmyndum um sameiningar skóla. Málið var unnið í nefnd og lögð fram arfaslök skýrsla sem fylgt var eftir með kynningarfundum úti í hverfunum, en flestir höfðu það á tilfinningunni að í raun væri búið að taka ákvörðun.
Skemmst er frá því að segja að málið var skotið í kaf, borgaryfirvöld send heim með skottið milli lappanna og málið tekið af dagskrá - enda ljóst að ekki væri hægt að fara í slíkar skipulagsbreytingar í fullkomnu ósætti við flesta sem málið varðaði.
Nú ári síðar er hið sama aftur uppi á teningnum. Ný borgarstjórn en sömu vinnubrögð.
Flestir hér í norðanverðum Grafarvogi hafa lært að þegar kemur að því að eiga við borgaryfirvöld eru flokksskýrteini eitthvað sem best er komið á skúffubotni. Það skiptir nefnilega engu máli hvort sá sem ætlar að beita þig ofríki telst vera til vinstri, hægri eða eitthvað þar á milli.
Það bara skiptir engu máli!!!
Munu hlusta á athugasemdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.3.2011 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.3.2011 | 18:44
Yfirtakið fundinn eins og gert var í Grafarvogi!
Það er rétt hjá foreldrunum vestur í bæ, það er út í hött að bjóða upp á einn kynningarfund fyrir svo marga og sundurleita skóla. Þetta er hins vegar í takt við vinnubrögðn í þessu máli fram til þessa. Væntanlega er fyrirhuguð dagskrá fundarins á þann veg að flutt verða sömu framsöguerindi og á fyrri fundum og svo "boðið uppá spurningar".
Þetta átti að gera á samskonar fundi í Grafarvogi á síðasta laugardag. Þar mætti fólk hins vegar lesið og undirbúið og tók yfir fundinn til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og jafnframt til að reyna að koma borgarfulltrúum í skilning um að ekki væri stemming fyrir hugmyndum þeirra og vinnubrögðum.
Eftir þann fund hafa áðurnefndir borgarfulltrúar reynt að krafsa í bakkann og tönglast á því að það þurfi að hagræða og spara. Þegar bent er á alla þá fjármuni sem nota á í ólögbundin verkefni (sem ekki fengust rædd lengi vel) koma loðin svör um erfiða samninga, eða bara engin (vitræn) svör.
Það er því um að gera að fundarmenn vestur í bæ mæti sameinaðir og vel lesnir í skýrslu starfshóps um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Jafnframt ættu þeir að afla sér og kynna sér gögnin sem dreift var á fundinum í Grafarvogi þar sem dregnar eru fram upplýsingar um ólögbundin verkefni úr fjárhagsáætlum Reykjavíkur fyrir 2011. Það er fróðlega lesning!
Hins vegar er ekki við því að búast að foreldrar muni koma sínum sjónarmiðum á framfæri nema með því að yfirtaka fundinn eins og gert var í Grafarvogi.
„Dæmigerð Excel-æfing“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2011 | 14:06
920 millj. fjárfestingar í ólögbundin verkefni!
"Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta flokksins í Menntaráði, benti á að í þessu árferði væri nauðsynlegt að skera niður og hagræða. Eftir vangaveltur hefði verið valin sú leið að ráðast í breytingar á yfirstjórnun leik- og grunnskóla, frekar en að líta til hagræðingar hjá almennu starfsfólki skólanna, sem mætti síst við kjaraskerðingu á þessum tímum."
Hvað með að sleppa því að eyða 150 millj. í framkvæmdir við götur og lóð Háskólans í Reykjavík?
Hvað með að sleppa því að eyða 500 millj. í Lækjargötu 2 og Austurstræti 22?
Hvað með að sleppa því að eyða 100 millj. í Lækjargötu - Lækjatorg - Austurstræti - Ingólfstorg?
Hvað með að sleppa því að hækka framlag til Leikfélags Reykjavíkur um 73 millj. (ER NÚ 698 MILLJÓNIR)
Og svo er það Harpa með um 550 millj. í rekstur og fjárfestingar!
Er ekki allt í lagi???
Tillögurnar ekki dregnar til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2011 | 10:48
Gamalkunnug vinnubrögð - en jafn skammarleg fyrir það!
Í þessu máli hefur lengst af verið beitt þaulæfðri taktík sem byggist á því að vinna hratt, halda upplýsingum frá hagsmunaaðilum og keyra síðan niðurstöðuna í gegn á miklum hraða. Þessi taktík svínvirkar oftar en ekki - sérstaklega þegar verið er að beita henni á hinn svokallaða almenning.
Ástæðan er sú að almenninngurinn hefur alla jafna nóg að gera við sitt hefðbundna líf (vakna, koma krökkunum í skólann, koma sér í vinnuna, koma sér úr vinnunni, kaupa inn, sækja og sendast með krakkana eftir skóla, fóðra liðið og koma því í háttinn... þið vitið) og gefur sér því ekki tíma til að þaullesa tilkynningar um breytt skipulag, eða grafa upp upplýsingar sem ekki er endilega ætlast til að séu grafnar upp.
það er því oftar en ekki þannig að þegar almenningurinn áttar sig á hvað er í gangi, stendur hann frammi fyrir orðnum hlut. Hins vegar er almenningurinn farinn að átta sig á þessari taktík og því virkar hún ekki eins vel og áður.
Nú er þessari tatík beitt þar sem allra síst skildi eða sambandi við skólastarf. Ekki er hægt annað en að kalla það ósvífni af grófustu sort og gerendum til háborinnar skammar.
Málið er keyrt áfram þrátt fyrir að ljóst sé að mjög harkaleg andstaða er við það hjá lang flestum sem það snertir. Loforð um samráð virðast ætla að verða orðin tóm.
Meint ástæða fyrir öllum flumbruganginum eru svo meint blankheit borgarinnar. Á sama tíma er hins vegar verið að eyða gríðarlegum upphæðum í ólögbundin verkefni innan sveitarfélagsins. Vissulega eru aspir ljótar og hjólastígar ekki fullkomnir, gömul hús í slöku standi og fólk menningarþyrst. En að hækka framlög til þessara þátta og ætla á sama tíma að troða illa ígrunduðum sameiningum skólastofnana niður um kokið á skólakerfinu og öllum sem því tengjast er algerlega óásættanlegt.
Vek svo í lokin athugli á ályktun fundar í Korpuskóla sem er einn þeirra sem meiningin er að sameina.
Hraðferð meirihluta vegna uppsagna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2011 | 00:38
Nokkur orð um sameiningu skóla í norðanverðum Grafarvogi
Nú er loks búið að létta trúnaði af skýrslu starfshóps um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Það gefur okkur foreldrum loks kost á að yfirfara málið og kanna rökstuðninginn fyrir tillögum um sameiningu þeirra skóla sem þar um ræðir.
Ein af sparnaðarhugmyndunum er sameining Korpuskóla og Víkurskóla í norðanverðum Grafarvogi. Sameiningin á að skila fjárhagslegum og helst líka faglegum ávinningi.
Á bls. 32 má finna eftirfarandi rökstuðning fyrir sameiningu þessara skóla:
. Undanfarin ár hafa unglingar úr skólahverfi Korpuskóla sótt nám í Víkurskóla. Aðlögun þeirra hefur tekist vel og góð samvinna er á milli skólanna.
Því er hér til að svara að vera Korpuskólakrakka i Víkurskóla er neyðarúrræði sem gripið var til eftir að í ljós kom að lausar kennslustofur sem komið hafði verið upp við Korpuskóla, voru ókennsluhæfar vegna raka sem leiddi til fúa og myglu. Því var brugðið á það ráð að úthýsa krökkunum meðan borgaryfirvöld stæðu við loforð um viðbyggingu við skólann, sem nú liggur fullhönnuð á borði þeirra. Varðandi aðlögunina, þá hefur þar gengið á ýmsu. Mér er ekki kunnugt um að aðlögunin hafi verið könnuð sérstaklega. Loks er ekkert nýtt að samvinna milli skólanna hafi gengið vel.
. Sameinaður skóli yrði með um 500 nemendum sem er hagstæð eining hvað varðar faglegan og rekstrarlegan ávinning.
Engin haldbær rök er að finna í tilvitnaðri skýrslu sem styðja það að 500 sé töfratalan þegar kemur að gæðum faglegs starfs. Hvað varðar rekstrarlegan ávinning þá hefur komið í ljós að fullbyggður og fullskipaður Korpuskóli er afar hagkvæm eining samanborið við aðra skóla á höfuðborgarsvæðinu. Þessum gögnum hefur verið komið til yfirvalda en þau verið hundsuð!
. Báðir skólarnir byggja á svipaðri kennslufræðilegri sýn þar sem teymisvinna kennara og samkennsla árganga er í öndvegi.
Só wott? Þetta er samt sitthvor einingin með mismunsndi áherslur, hefðir og verklag.
. Með því að byggja upp sterka unglingadeild í Víkurskóla fyrir nemendur úr báðum skólahverfum má ætla að unglingamenning styrkist.
Má ætla það, hver segir það? Er ekki allt eins víst að hún veikist? Eru meiri líkur á óæskilegri hópamyndun? Rök takk fyrir!
Svo mörg voru þau orð!
Ein af hugmyndunum sem komið hafa fram er að færa til skólahverfamörk. Bara sisvona! En nei, þess þarf ekki ef skólar verða sameinaðir yfir þau!!!
Málið er hins vegar að við búum ekki í Kópavogi. Hér hefur hverfaskipulag eitthvert gildi - eða er það ekki??? Það er nefnilega þannig að það fólk sem kaus sér bústað í norðanverðum Grafarvogi horfði m.a. til þess hvernig hverfin voru skipulögð - þ.e. litlar einingar með litla skóla og leikskóla, EKKI STÓR HVERFI MEÐ STÓRUM SKÓLUM.
Það er ekki ásættanlegt að ætla síðan að koma aftan að fólki þegar hverfin eru loks að verða rótgróin og breyta þeim forsendum sem miðað var við í upphafi. Þetta er hreinræktað skipulagsmál og ótækt að fara að vasast í því þó að tímabundið kreppi að - sérstaklega þar sem ljóst er að slíkar hugmyndir eru í algerri andstöðu við þorra íbúa.
Rétt er að taka fram að ég á krakka bæði í Korpu- og Víkurskóla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...