Leita í fréttum mbl.is

Gamalkunnug vinnubrögð - en jafn skammarleg fyrir það!

Í þessu máli hefur lengst af verið beitt þaulæfðri taktík sem byggist á því að vinna hratt, halda upplýsingum frá hagsmunaaðilum og keyra síðan niðurstöðuna í gegn á miklum hraða. Þessi taktík svínvirkar oftar en ekki - sérstaklega þegar verið er að beita henni á hinn svokallaða almenning.

Ástæðan er sú að almenninngurinn hefur alla jafna nóg að gera við sitt hefðbundna líf (vakna, koma krökkunum í skólann, koma sér í vinnuna, koma sér úr vinnunni, kaupa inn, sækja og sendast með krakkana eftir skóla, fóðra liðið og koma því í háttinn... þið vitið) og gefur sér því ekki tíma til að þaullesa tilkynningar um breytt skipulag, eða grafa upp upplýsingar sem ekki er endilega ætlast til að séu grafnar upp.

það er því oftar en ekki þannig að þegar almenningurinn áttar sig á hvað er í gangi, stendur hann frammi fyrir orðnum hlut. Hins vegar er almenningurinn farinn að átta sig á þessari taktík og því virkar hún ekki eins vel og áður.

Nú er þessari tatík beitt þar sem allra síst skildi eða sambandi við skólastarf. Ekki er hægt annað en að kalla það ósvífni af grófustu sort og gerendum til háborinnar skammar.

Málið er keyrt áfram þrátt fyrir að ljóst sé að mjög harkaleg andstaða er við það hjá lang flestum sem það snertir. Loforð um samráð virðast ætla að verða orðin tóm.

Meint ástæða fyrir öllum flumbruganginum eru svo meint blankheit borgarinnar. Á sama tíma er hins vegar verið að eyða gríðarlegum upphæðum í ólögbundin verkefni innan sveitarfélagsins.  Vissulega eru aspir ljótar og hjólastígar ekki fullkomnir, gömul hús í slöku standi og fólk menningarþyrst. En að hækka framlög til þessara þátta og ætla á sama tíma að troða illa ígrunduðum sameiningum skólastofnana niður um kokið á skólakerfinu og öllum sem því tengjast er algerlega óásættanlegt.

 Vek svo í lokin athugli á ályktun fundar í Korpuskóla sem er einn þeirra sem meiningin er að sameina.

 

 


mbl.is Hraðferð meirihluta vegna uppsagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband