Leita í fréttum mbl.is

Yfirtakið fundinn eins og gert var í Grafarvogi!

Það er rétt hjá foreldrunum vestur í bæ, það er út í hött að bjóða upp á einn kynningarfund fyrir svo marga og sundurleita skóla. Þetta er hins vegar í takt við vinnubrögðn í þessu máli fram til þessa. Væntanlega er fyrirhuguð dagskrá fundarins á þann veg að flutt verða sömu framsöguerindi og á fyrri fundum og svo "boðið uppá spurningar".

Þetta átti að gera á samskonar fundi í Grafarvogi á síðasta laugardag. Þar mætti fólk hins vegar lesið og undirbúið og tók yfir fundinn til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og jafnframt til að reyna að koma borgarfulltrúum í skilning um að ekki væri stemming fyrir hugmyndum þeirra og vinnubrögðum.

Eftir þann fund hafa áðurnefndir borgarfulltrúar reynt að krafsa í bakkann og tönglast á því að það þurfi að hagræða og spara. Þegar bent er á alla þá fjármuni sem nota á í ólögbundin verkefni (sem ekki fengust rædd lengi vel) koma loðin svör um erfiða samninga, eða bara engin (vitræn) svör.

Það er því um að gera að fundarmenn vestur í bæ mæti sameinaðir og vel lesnir í skýrslu starfshóps um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Jafnframt ættu þeir að afla sér og kynna sér gögnin sem dreift var á fundinum í Grafarvogi þar sem dregnar eru fram upplýsingar um ólögbundin verkefni úr fjárhagsáætlum Reykjavíkur fyrir 2011. Það er fróðlega lesning! 

Hins vegar er ekki við því að búast að foreldrar muni koma sínum sjónarmiðum á framfæri nema með því að yfirtaka fundinn eins og gert var í Grafarvogi.


mbl.is „Dæmigerð Excel-æfing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það væri réttast að taka þetta allt yfir og borgarbúar geri uppreisn gegn þessum vanhugsuðu, illa ígrunduðu og órökstuddu aðgerðum. Við þurfum að reka þetta fólk með samahætti út úr ráðhúsinu eins og gert var á alþingi. Ég hef alla vegana ekki þann húmor sem þarf til í tvö ár í viðbót. Hvernig eiga ofvirkir aðilar með athyglisbretst, sem varla hafa lokið grunnskólaprófi að hafa skilning á menntun og gildi hennar. Það er svo dapurlegt fyrir borgarbúa að sitja uppi með svona lélega borgarfulltrúa að það er þyngra en tárum taki að tala um þá. Því miður virðumst við þurfa að sitja uppi með þessa starfsmenn okkar, sem sum okkar eigum enga sök á að komust til valda, í tvö ár í viðbót. Það verður mikið gaman að kjósa í næstu borgastjórnarkosningum. Einhvern veginn trúi ég ekki að íbúar borgarinnar velji þessa tvo flokka aftur til starfa. Gs.

Guðlaugur (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 15:26

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Menn þurfa í fyrsta lagi að gæta þess að þetta mál lendi ekki í flokkspólitískum skotgröfum eins og reynt hefur verið að koma því á síðustu dögum.

Síðan þarf að búa svo um hnúta að ekki verði gengið á lögbundna þjónustu og farið í vanhugsaðar aðgerðir meðan miklum fjármunum er eytt í gæluverkefni.

Haraldur Rafn Ingvason, 18.3.2011 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband