Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðingar um svik...

Þróun þessa vandræðamáls sem ESB umsóknn er, hefur verið athyglisverð síðustu daga, svo ekki sé meira sagt og síðustu útspil hafa verið farsakend. Í mínum huga snýst málið þó fyrst og fremst um tvennt. Annarsvegar um það að menn standi við orð sín og hinsvegar um beint lýðræði.

Tökum fyrra atriðið fyrst: Það þarf ekkert að deila um að fyrir liggur loforð um leggja framhald viðræðna um aðild að ESB í dóm almennings. Um er að ræða stórmál sem snertir flesta þætti íslensks samfélags til lengri tíma. Ásamt flestum samtökum á vinnumarkaði, er meirihluti landsmanna á þeirri skoðun að halda eigi viðræðum áfram þrátt fyrir að minnihluti sé fyrir inngöngu. Þetta má túlka á ýmsan hátt en e.t.v. er skýringin sú að fólk vilji taka upplýsta afstöðu til málsins þegar niðurstaða liggur fyrir.

Nú er verið að svíkja þetta loforð með einhverjum grímulausasta þvættingi sem sést hefur. Því verður sú spurning áleitin að ef pólitíkusar skirrast ekki við að svíkja jafn skýr loforð gefin í jafn viðamiklu máli, er þá hægt að taka mark á nokkrum sköpuðum hlut sem þeir segja? Hvernig á það að vera hægt??? Pólitíkin hafði nú ekki úr háum söðli að detta, en hefur með þessu tekist að gera sig að algerri markleysu.

Þá er það seinna atriðið: Allt frá hruni hefur verið sterk undiralda í þjóðfélaginu fyrir beinna lýðræði en fæst með þingkosningum á fjögurra ára fresti. Svona kosningar hafa þó farið fram s.s um stjórnarskrá og ícesave. Pólitíkinni er meinilla við þetta fyrirbæri enda geta slíkar kosningar haft mikil áhrif á rammpólitísk mál. Þó láta pólitíkusar stundum sem svo að þetta sé góð hugmynd, en að því er virðist aðeins þegar lítur út fyrir að niðurstaðan verði þeim hagfelld.

Nú sér maður marga einstaklinga sem hart hafa áður beitt sér fyrir slíkum atkvæðagreiðslum, beita sér af mikilli hörku gegn því að kosið verði um áframhald þessa máls. Þar með falla þeir í sama pitt og pólitíkusarnir, þeim líkar ekki sú stefna sem málið er að taka og því sjá þeir enga ástæðu til að skorði sé úr um það á lýðræðislegan hátt. Hér ætti náttúrlega frekar við að yfirfæra hugmyndafræði sem (sennilega ranglega) hefur verið eignuð Voltaire , “I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.”

Pólitíkinni hefur nú sem sagt tekist með dyggri aðstoð þessa fólks að drepa tvö hvimleið mál í einu höggi. Annað voru áframhaldandi aðildarviðræður og hitt var hugmyndin um beint lýðræði. En það skiptir kannski litlu máli þar sem augljóst er orðið að fæstir kæra sig neitt um beint lýðræði nema það henti þeirra þröngu, ímynduðu eða raunverulegu hagsmunum.

Til hamingju með árangurinn.

 Ps... smá gullkorn í lokin

"Utanríkisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að gengið sé gegn vilja almennings með því að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji klára viðræður við sambandið."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Því verður sú spurning áleitin að ef pólitíkusar skirrast ekki við að svíkja jafn skýr loforð gefin í jafn viðamiklu máli, er þá hægt að taka mark á nokkrum sköpuðum hlut sem þeir segja? Hvernig á það að vera hægt??? Pólitíkin hafði nú ekki úr háum söðli að detta, en hefur með þessu tekist að gera sig að algerri markleysu."

Ert þú nokkuð að gleyma því hvernig þessi hringavitleysa byrjaði? Snérist VG ekki eftir kosningarnar 2009?

Menn eru að biðja um eitthvað sem leiðir til ennþá fáránlegri farsa en við horfðum á í tíð Jóhönnustjórnarinnar. Stjórn sem er ekki einhuga í stuðningi við aðild getur ekki farið í gegn um þetta ferli. Það er algjörlega út í hött að stjórn sem vill ekki inn fari til Brussel í leit að undanþágum sem eru ekki í boði.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 03:47

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þú talar hér um svik. Var Ísland ekki í virku aðlögunar ferli að EB, þegar umsóknarferlið var loks stöðvað.

Fór annars einhvertíma fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það ferli?

Voru þá svokallaðar aðildarviðræður drottinsvik?

Jónatan Karlsson, 23.2.2014 kl. 08:00

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Auðvitað átti að kjósa um umsóknina á sínum tíma. Það er hins vegar undarleg röksemdafærsla að þar sem sú krafa var hundsuð, sé í góðu lagi að svíkja skuli skýrt loforð um kosningu nú.

Haraldur Rafn Ingvason, 23.2.2014 kl. 12:27

4 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gáfu EKKERT LOFORÐ um þjóðaratkvæðagreiðslu af því tagi sem þú talar hér um, Haraldur.

Þið evrókratar talið um "svik" fyrrnefnda flokksins, en farið með fleipur.

Hver skrifaði orðin á vefsíðu flokksins s. vor?

Komu þau frá landsfundinum, æðstu valdastofnun flokksins? NEI !

Böndin berast að Bjarna, að hann hafi sett þetta á xD-síðuna eða vitað af því og verið því hlynntur.

En þetta var ÞVERT GEGN STEFNU LANDSFUNDAR.

Og ekkert umboð hafði verið veitt til þessarar villu.

Jafnvel formaðurinn hefur ekki umboð til að falsa stefnuna, ekki frekar en hann hafði leyfi flokksmanna til að svíkja í Icesave-málinu.

En við skulum bara vona, að batnandi manni sé bezt að lifa.

Þarna voru reyndar TVÆR setningar á xd.is um ESB-málið:

Þessi var laukrétt og í samræmi við samþykkt landsfundar: „Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan."

Þessi var hins vegar VIÐBÓT og alls ekki að vilja landsfundar: "Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.”

Um raunverulega stefnu landsfundarina (hreina ESB-aðildarandstöðu og samþykkt þess að HÆTTA viðræðunum) getið þið lesið HÉR!

Kristin stjórnmálasamtök, 23.2.2014 kl. 13:56

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið, var ekki búinn að útskrá mig þara eftir blogg áðan. Innleggið kl. 13:56 er alfarið mitt.

Jón Valur Jensson, 23.2.2014 kl. 13:57

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

... þarna ... !

Jón Valur Jensson, 23.2.2014 kl. 13:58

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hvað er evró-krati?

Það fór fram hjá mér að það væri verið að kjósa um stefnu einhvers landsfundar í síðustu kosningum, hélt að það væri verið kjósa um þau málefni og loforð sem flokkarnir héldu opnberlega fram, sem var m.a. "Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.”

Haraldur Rafn Ingvason, 23.2.2014 kl. 14:31

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Evrókratar vilja, í reynd a.m.k., að Evrópusambandið fái að hafa æðstu völd í löggjafarmálum, dóms- og framkvæmdamálum.

Þessa feitletruðu setningu þína lásu fáir á xd.is. Miklu fleiri heyrðu fréttir af einarðri ákvörðun landsfundar flokksins. Þingflokkur hans sveik EKKI þá stefnu í fyrradag, nema síður væri. Jafnaugljóst er, að BB sveik hana með gáleysi og glæfrahætti í vor.

Já, það er rétt, það var kosið um stefnu FLOKKANNA (ekki óábyrgs einstaklings eins og Bjarna) í vor, og þá hrundi Samfylkingin úr 29,8% kjörfylgi niður í 12,9%

Segir þér það ekki neitt, Haraldur?!

Jón Valur Jensson, 23.2.2014 kl. 16:21

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta er allt hárrétt hjá Jóni Vali sem og ávallt það sem frá honum kemur.

Samkvæmt Skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins þá fer landsfundur með æðsta vald í málefnum flokksins og markar stefnu hans - skýrara getur það varla orðið og liggur stefnan fyrir á veraldarvefnum þar sem allir geta nálgast hana.

Finnist kosningaloforð einstakra frambjóðenda eða þingmanna sem gengur á svig við stefnu flokksins þá ræður stefnan á landsfundinum því hann hefur æðsta vald í stefnumálum og markar hana hhverju sinni. Þar er stefnan, ekki hvað einhver einstaklingur/ar kunna að hafa sagt ykkur.

Þessi stefna um að standa utan við Efnahagsbandalag Evrópu/Evrópusambandið er búin að vera í stefnu Sjálfstæðisflokksins í sennilega að minnsta kosti 37 undanfarin ár og líklega mun lengur.

Þetta með þjóðaratkvæðið er í stefnunni og verður staðið við. Það verður ekki farið í aðildarviðræður nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu - við það verður staðið á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.2.2014 kl. 16:36

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Halló allir - engin ákvörðun um innlimun í Evrópusambandið með tilheyrandi fullveldisframdali verður nema þjóðin sé spurð fyrst í þjóðaratkvæði- sem er meira en flugfreyjan og jarðfræðineminn gerðu áður en þau sóttu um aðild að sambandinu, og höfnuðu þjóðinni að minnsta kosti í tvígang um slíkt þjóðaratkvæði

Það er ekki um neinn samning að ræða heldur að við aðlögum okkar að reglum og lögum bandalagsins, Eina sem við getum haft áhrif á er hvænær lögin og reglurnar taki gildi.

Það stendur á vef Evrópusambandsins alveg skýrt hvað er í boði ! Þið eruð læs er það ekki ? - jafnvel þó það sé á ensku ?

Þar getur þjóðin lesið um allan pakkann og farið fram og aftur um síðurnar með dreymnum augum og lesið suma kaflana aftur og aftur og aftur og aftur eins oft og hver vill.

Takið eftir því að Evrópusambandið tekur það fram að lög þeirra og reglur eru „non negotiable” og ekki nóg með það, þeir hafa „non negotiable” feitletrað ! Samt viljið þið ekki skilja þetta - enn á ný - skiljið þið ekki ensku frekar en dr.Össur ? !

Ekki er langt síðan dr. Össur var snupraður af forystumönnum Evrópusambandsins úti í Brüssel á fjölmennum fjölþjóðlegum blaðamannafundi þar sem hann hélt þessum bábiljum ykkar aðildasinna fram að við værum að semja um og myndum fá undanþágur ! Honum var sagt blákalt að það væri í gangi aðlögunarferli en ekki samningar um undanþágur.

Gerið þið ykkur stóran greiða og LESIÐ það sem stendur um þetta í leiðbeiningum Evrópusambandsins sjálfs á heimasíðu þeirra áður en þið gerið ykkur að meiri fíflum :

http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.2.2014 kl. 16:39

11 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þessi feitletraða setning sjálfstæðisflokksins var kom næst á eftir annarri um stefnu flokksins varðandi þetta málefni. Síðan var þráspurt um þetta í aðdraganda kosninga og svo eftir kosningar.

Það er verið að svíkja þetta með þjóðaratkvæðið þar sem endanlega er verið er að hætta núverandi aðildarviðræðum. þetta er ekki flókið.

Haraldur Rafn Ingvason, 23.2.2014 kl. 17:33

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Haraldur Rafn.

Þetta er tær útúrsnúningur hjá þér og það veistu. Þú fengir há einkunn hjá helstu prófessorum þrætubókarlistarinnar sem við nefnum svo.

En það er val þitt að hafa það svo og þar sem þú hlustar ekki á rök þá verður svo að vera.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.2.2014 kl. 17:37

13 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hér er svo smá frá varðandi ofangreint frá núverandi forsætisráðherra og þáverandi lýðræðissinna...

Haraldur Rafn Ingvason, 23.2.2014 kl. 21:48

15 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann hafa lofað að fara eeki með umsókn um aðild né aðlögun að laga- og regluverki Evrópusambandsins nema að þjóðin fái að greiða um það atkvæði.

Flugfreyjan og jarðfræðineminn neituðu þjóðinni um það tvívegis.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.2.2014 kl. 00:30

16 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

...og tækifærið er núna, eins og lofað var. Annars velti ég fyrir mér hvað varð um þennan lýðræðissinnaða Sigmund Davíð sem þarna fór á kostum?

Haraldur Rafn Ingvason, 24.2.2014 kl. 13:49

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður predikari, með frábær rök og upplýsingar á takteinum.

Jón Valur Jensson, 25.2.2014 kl. 00:18

18 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þökk fyrir góð orð í minn garð kæri Jón Valur.

Sjáið á myndbandinu frá fjölþjóðlegum blaðamannafundi þar sem Evrópusambandið snuprar dr. Össur fyrir að tala um að undanþágur fáist ;)

Þetta vildu sjónvarsstöðvarnar ekki sýna á sínum tíma !

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1358739/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 00:28

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið, vegna þess að það er pólitískur ómöguleiki til staðar. (Frá mínútu 18:52)

http://ruv.is/sarpurinn/kastljos/24022014

Þetta sagði Bjarni í Kastljósi í gær. Ergo: loforð var svikið. Ekki er hægt að ætla að "standa fyllilega við eitthvað" nema því hafi áður verið lofað. Jafnvel sjálfstæðismenn ættu að geta skilið svo einföld sannindi, þó efast ég um að þeir hafi allir greind til þess. Case closed.

Theódór Norðkvist, 25.2.2014 kl. 11:58

20 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þú hlýtur að sjá að ríkisstjórn og þing sem alls ekki vill inn í ESB - hernig á þá að halda um aðlögunina í sambandið sem dr. Össur var með í gangi ? Ríkisstjórn og þing að stjórna aðlögunarferli inn í samband sem það vill alls ekki inn í ? Það er risastór þversögn í því. Nánast eins og að kona sem ekki vill láta nauðga sér - leyfi nauðgun á sér, svo tekin sé ósmekkleg en kröftug samlíking.

Það sem Bjarni á við í raun er að hann mun láta fara fram þjóðaratkvæði óski þjóðin eftir inngöngu í Evrópusambandið, nokkuð sem flugfreyjan og jarðfræðineminn neituðu þjóðinni ítrekað um. Þetta stendur þar að auki skýrum stöfum í þingsályktuninni sem hefur verið lögð fram.

Hvers vegna heldur þú að dr. Össur hafi aldrei látið opna fiskveiði- og landbúnaðarhlutana í upphafi í aðlögunarferlinu sem við vorum að borga milljarða fyrir ? Það er vegna þess að þá hefði komist upp um það sem hann vissi allan tímann að Evrópusambandið gefur ekki undanþágur og jarðfræðineminn var búinn að segja að VG myndi falla frá umsókninni ef undanþágur fengjust ekki.

Dr. Össur taldi sjálfum sér og hluta þjóðarinnar trú um að viðræðurnar snerust um að fá undanþágur á meðan það er kristaltært að sambandið veitir ekki umsóknarríkjum undanþágur, heldur er verið að semja um dagsetningar sem á að taka allt laga- og regluverk Evrópusambandsins inn hjá okkur.

Líttu nú á hvernig toppar Evrópusambandsins ráku ofan í kokið á dr. Össuri þegar hann talaði um að hann teldi að við værum að kíkja í pakkann og myndum fá eftirgjöf af aðlögun okkar að laga- og regluverki Evrópusambandsins.

Skrítið - eða not- að engin fjölmiðill sagði frá þessum fjölþóðlega og fjölmenna blaðamannafundi dr. Össurar úti í Brüssel - kíktu á dr. Össur tekinn í bakaríið með klisjuna sína um að semja um undanþágur á þessari slóð :

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1358739/

Þetta er allt mjög skýrt á hemasíðu sambandsins hérna :

http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm

Þarna er talað um að umsóknarþjóð skuli taka allt laga- og regluverk ESB inn í sitt eigið og samið verði um tímapunktana. Þeir segja : „They are not negotiable” og ekki nóg með það þeir feitletra inni í setningunni „not negotiable” alveg eins og þeir leiðrétta dr. Össur með í myndbandinu hér að ofan.

Helgi Seljan, og aðrir fjölmiðlamenn, hefði átt meiri þakkir skildar hefði hann komið dr. Össuri og þeim sem trúðu honum um aðlögunarferlið að það væri umsemjanlegt. Pakkinn lá fyrir frá upphafi í heilu lagi á heimasíðu sambandsins, sem og kröfurnar í aðlöguninni eins og hér var bent á.

Þá væri ekki þessi hávaði í mörgum, enda mun þriðjungur þjóðarinnar ekki skilja skrifaða né talaða ensku virðist vera.

Dr. Össur skildi þetta ekki einu sinni eftir að toppar í Evrópusambandinu leiðréttu hann á blaðamannafundinumn, nema hamnn hafi verið með leikrit í gangi því hann setti dreyrrauðan þegar Füle setti ofan í við hann eins og sést upptökunni á blaðamannafundinum. En allt bendir þó til að dr. Össur hafi vitað allan tímann en haldið leikritinu gangandi í bjölluati sínu úti í Brüssel.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 13:54

21 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það er ekkert til sem heitir pólitískur ómöguleiki, það eru eingöngu til pólitísk úrlausnarefni. Ef stjórnvöld ráða ekki við úrlausnaefnið verða þau að fara frá.

Annars fer þetta mál nú að verða verulega  vandræðalegt. Fleiri og fleiri ummæli eru rifuð upp sem og póstar frá skrifstofu framsóknar. Og hvað kemur þarna fram? Jú, kjósa skal um framhaldið, fólkið á að ráða - því er treystandi.

Seinustu fréttir eru svo þær að formaður fulltrúaráðs sjalla á Ísafirði hefur gefist upp á vitleysunni og ef marka má orðið á götunni þá er hann hreint ekki einn um það. "Ég ber ekki traust til ríkisstjórnarinnar né meirihluta þingmanna flokksins sem hafa tekið jafn afdrifaríka ákvörðun og raunin er í Evrópumálum, með því að hætta við aðildarferlið við ESB.“ segir þessi ágæti maður.

Og síðan er það, sem mig grunar að fari nú hvað mest í taugar svikasinna. Undirskriftir gegn þessari vitleysu eru farnar að halla í 35.000 þegar þetta er skrifað, en það eru t.d. 4000 fleiri en þurfti á sínum tíma til að virkja málskotsrétt forseta.

Haraldur Rafn Ingvason, 27.2.2014 kl. 00:35

22 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Mér sýnist allt benda til að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um það fyrir lok kjörtímabilsins á því hvort þjóðin vilji að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Það væri hið fínasta mál.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.2.2014 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband