Leita í fréttum mbl.is

Nokkur orð um sameiningu skóla í norðanverðum Grafarvogi

Nú er loks búið að létta trúnaði af skýrslu starfshóps um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Það gefur okkur foreldrum loks kost á að yfirfara málið og kanna rökstuðninginn fyrir tillögum um sameiningu þeirra skóla sem þar um ræðir.

Ein af sparnaðarhugmyndunum er sameining Korpuskóla og Víkurskóla í norðanverðum Grafarvogi. Sameiningin á að skila fjárhagslegum og helst líka faglegum ávinningi.

Á bls. 32 má finna eftirfarandi rökstuðning fyrir sameiningu þessara skóla:

. Undanfarin ár hafa unglingar úr skólahverfi Korpuskóla sótt nám í Víkurskóla. Aðlögun þeirra hefur tekist vel og góð samvinna er á milli skólanna. 

Því er hér til að svara að vera Korpuskólakrakka i Víkurskóla er neyðarúrræði sem gripið var til eftir að í ljós kom að lausar kennslustofur sem komið hafði verið upp við Korpuskóla, voru ókennsluhæfar vegna raka sem leiddi til fúa og myglu. Því var brugðið á það ráð að úthýsa krökkunum meðan borgaryfirvöld stæðu við loforð um viðbyggingu við skólann, sem nú liggur fullhönnuð á borði þeirra. Varðandi aðlögunina, þá hefur þar gengið á ýmsu. Mér er ekki kunnugt um að aðlögunin hafi verið könnuð sérstaklega. Loks er ekkert nýtt að samvinna milli skólanna hafi gengið vel.


. Sameinaður skóli yrði með um 500 nemendum sem er hagstæð eining hvað varðar faglegan og rekstrarlegan ávinning.
 

Engin haldbær rök er að finna í  tilvitnaðri skýrslu sem styðja það að 500 sé töfratalan þegar kemur að gæðum faglegs starfs. Hvað varðar rekstrarlegan ávinning þá hefur komið í ljós að fullbyggður og fullskipaður Korpuskóli er afar hagkvæm eining samanborið við aðra skóla á höfuðborgarsvæðinu. Þessum gögnum hefur verið komið til yfirvalda en þau verið hundsuð!

. Báðir skólarnir byggja á svipaðri kennslufræðilegri sýn þar sem teymisvinna kennara og samkennsla árganga er í öndvegi. 


Só wott? Þetta er samt sitthvor einingin með mismunsndi áherslur, hefðir og verklag.

 
. Með því að byggja upp sterka unglingadeild í Víkurskóla fyrir nemendur úr báðum skólahverfum má ætla að unglingamenning styrkist. 


Má ætla það, hver segir það? Er ekki allt eins víst að hún veikist? Eru meiri líkur á óæskilegri hópamyndun? Rök takk fyrir!

Svo mörg voru þau orð!

Ein af hugmyndunum sem komið hafa fram er að færa til skólahverfamörk. Bara sisvona! En nei, þess þarf ekki ef skólar verða sameinaðir yfir þau!!!

Málið er hins vegar að við búum ekki í Kópavogi. Hér hefur hverfaskipulag eitthvert gildi - eða er það ekki??? Það er nefnilega þannig að það fólk sem kaus sér bústað í norðanverðum Grafarvogi horfði m.a. til þess hvernig hverfin voru skipulögð - þ.e. litlar einingar með litla skóla og leikskóla, EKKI STÓR HVERFI MEÐ STÓRUM SKÓLUM. 

Það er ekki ásættanlegt að ætla síðan að koma aftan að fólki þegar hverfin eru loks að verða rótgróin og breyta þeim forsendum sem miðað var við í upphafi. Þetta er hreinræktað skipulagsmál og ótækt að fara að vasast í því þó að tímabundið kreppi að - sérstaklega þar sem ljóst er að slíkar hugmyndir eru í algerri andstöðu við þorra íbúa.

Rétt er að taka fram að ég á krakka bæði í Korpu- og Víkurskóla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband