Leita í fréttum mbl.is

Gleymum flokksskýrteinum þegar kemur að skólamálum...

...þau snúast nefnilega um alvöru verðmæti, þ.e. menntunarumhverfi barnanna okkar.

Það er ekkert nýtt að borgaryfirvöld fái einhverjar flugur í höfuðuð og keyri þær í gegn eins og þetta mál. Það er gamalkunnug taktík að vinna mál inni á kontór, handa upplýsingum frá hagsmunaaðilum og keyra þau svo í gegn á kynningarfundum þar sem kynnendur hafa tögl og hagldir.

Íbúar Grafarvogs eru orðnir allvanir þessari aðferð (og farnir að læra á hana) enda hefur henni verið beitt hér óspart frá því fyrir síðustu aldamót. Hve oft hafa borist fregnir af mótmælum, undirskriftarlistum og öðru andófi úr þeim borgarhluta á undanförnum árum? Ég veit það ekki en það er býsna oft.

Fyrir réttu ári stóðum við aftur og enn í baráttu við þáverandi borgaryfirvöld - einmitt út af hugmyndum um sameiningar skóla. Málið var unnið í nefnd og lögð fram arfaslök skýrsla sem fylgt var eftir með kynningarfundum úti í hverfunum, en flestir höfðu það á tilfinningunni að í raun væri búið að taka ákvörðun.

Skemmst er frá því að segja að málið var skotið í kaf, borgaryfirvöld send heim með skottið milli lappanna og málið tekið af dagskrá - enda ljóst að ekki væri hægt að fara í slíkar skipulagsbreytingar í fullkomnu ósætti við flesta sem málið varðaði.

Nú ári síðar er hið sama aftur uppi á teningnum. Ný borgarstjórn en sömu vinnubrögð.

Flestir hér í norðanverðum Grafarvogi hafa lært að þegar kemur að því að eiga við borgaryfirvöld eru flokksskýrteini eitthvað sem best er komið á skúffubotni. Það skiptir nefnilega engu máli hvort sá sem ætlar að beita þig ofríki telst vera til vinstri, hægri eða eitthvað þar á milli.

Það bara skiptir engu máli!!!


mbl.is Munu hlusta á athugasemdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Skírteini skipta engu. Það sem skiptir máli er vönduð og ígrunduð umræða um málið, með eða án skírteinis.

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.3.2011 kl. 10:30

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það mætti líka gjarnan leita leiða til að gera nemendum námið léttara og skemmtilegra. Það ætti ekki að koma í veg fyrir námsárangur, en eins og allir vita byggist hann mikið á að umhverfið sé í jafnvægi.  Hatrammar deilur og óánægja koma alltaf niður á nemendunum, svona álíka og svæsin hjónarifrildi geta rústað öryggiskennd þeirra, en friður á heimilinu híft þau í hæstu hæðir andlega.

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.3.2011 kl. 10:41

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Sammála.

Það hefur nefniega borið aðeins á því að menn hafa verið að stimpla þetta mð pólitík. Þannig blésu sjálfstæðisfélög til mótmælafunda og samfylkingarféalg vestur í bæ sendi frá sér stuðningsyfirlýsingu við fyrirhugaðar aðgerðir.

Það þarf hins vegar að halda flokkspólitík utan við þetta mál og vinna það af skynemi og fagmennsku.

Haraldur Rafn Ingvason, 20.3.2011 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband