Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Why are they protesting?

...spurði mig ungt erlent par, þar sem ég hallaði mér upp að strætóskilti og horfði á mótmælin fyrir utan löggustöðina. Ég gat svarað því til að í gær hefði mótmælandi verið handtekinn fyrir að skipta um fána á þingishúsinu nokkru áður - án þess að valda nokkrum spjöllum eða öðrum skaða - og fólkið vildi hann út.

And do you have law against that?

Mér varð nokkurt orðfall...! Já, fyrir hvað var guttinn eiginlega hirtur og af hverju sat hann enn inni??? Loks svaraði ég því til að svo virtist sem einhverjir væru á þeirri skoðun, hann væri a.m.k. enn í grjótinu.

Unga parið virtist nokkuð hugsi yfir þessu en þakkaði svo fyrir upplýsingarnar og hélt sína leið. Á sama tíma var skipt um slagorð og í stað þess að hrópa einungis "út með Hauk", gargaði "skríllinn" nú sem mest hann mátti " út með Hauk, inn með Geir".   

Núna eftir á er mér farið eins og þessu unga erlenda pari, ég er líka töluvert hugsi...  


mbl.is Mótmæli við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar um traust

Traust er eitt það mikilvægasta sem til er í mannlegu samfélagi. Það að vita að manni verði komið til hjálpar ef illa fer, verði leiðbeint þegar maður villist af leið og geti gengið að samstöðu vísri þegar erfiðleikar steðja að.

Traust er ómetanlegt.

Það er því afskaplega sárt þegar traustið bregst og breytist í vantraust. Og vantrausti er því gríðarlega erfitt að breyta aftur í traust.

Í dag ríkir gríðarlegt almennt vantraust til íslenskra stjórnmálamanna. Sýnu verst er vantraustið þó í garð þeirra sem farið hafa með stjórn landsins undanfarin ár - þeirra sem hönnuðu, smíðuðu, framkvæmdu og keyrðu allt til enda þessa íslensku hagfræðitilraun.  Skólabókardæmi framtíðarinnar - því miður ekki í jákvæðum skilningi þó!  

Neðst í fréttinni sem þessi færsla er tengd, er einn aðal hönnuður og framkvæmdarstjóri tilraunarinnar spurður hvort hann hafi hugleitt að segja sig frá málinu - svona í ljósi útkomunnar...?

Nei, svarar hann, þetta er mitt klúður og ég redda því! Treystið mér...!

 Því miður verð ég fyrir mitt leyti að segja að traustið er farið og ég sé eiginlega ekki nema eina leið til að ég fái mögulega, nokkurt traust á íslensku stjórnkerfi framar.

Þessi leið er að í vetrarlok verði kosningar. Að þeim loknum verði mynduð nokkurskonar þjóðstjórn, annarsvegar með fulltrúum flokkanna (þá sem líklegt er að þokkaleg sátt (traust) sé um) í því hlutfalli sem kosningaúrslit segja til um. Þeir mundu mynda u.þ.b. helming stjórnarinnar. Hinn helmingurinn væri skipaður sérfræðingum utan þings s.s. frá háskólum og ýmsum stofnunum samfélagsins. 

Þessi stjórn yrði skipuð til tveggja ára (með möguleika á framhaldi ef á þyrfti að halda) og hefði það verkefni að endurskipuleggja stjórn- og fjármálakerfi landsins og koma þjóðinni á skynsamlegan hátt í gegn um fyrsta hluta afleiðinga áðurnefndrar tilraunar, jafnframt því að reyna að endurheimta traust mitt og margra fleiri á stjórnkerfi landsins.

Mér finnst nefnilega að staðan núna sé með þeim hætti að það sé forgangsatriði að byggja upp traust! 


mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir :-)

"Henni Fríðu líður vel" sagði David Attenborough í  kastljósinu á mánudag.  Fyrir okkur sem  tengjumst kúluskít sterkari böndum en þau meðaljón og gunna, og höfðum að auki hönd í bagga með að kynna þau David og Fríðu, voru þetta hjartnæmar fréttir. Það er jú ekki á hverjum degi sem fréttir berast af því að kúluskít líði vel, hvað þá íslenskum kúluskít í útlöndum.

"Færeyingar ætla að hjálpa okkur". Ja, hvað getur maður sagt annað en TAKK og rifjað upp hve góðir grannar þeir eru. Ævinlega þegar við sem þjóð lendum í hremmingum koma þeir og gefa okkur knús. 

"Björk og sprotfyrirtækjahugmyndasmiðja".  Aftur er það kastljós sem skorar. Björk er sem sagt andlit hugmyndasmiðju um nýsköpun og sprotafyrirtæki. Þetta er það sem þarf í dag! Frábært framtak sem fróðlegt verður að fylgjast með.

Og síðast en ekki síst, STRÁKARNIR OKKAR UNNU LoL


46.000 skráningar...

...rétt fyrir miðnætti, föstudagskvöldið 24. október á www.indefence.is

Það er óhætt að segja að þetta samtal - eða öllu heldur það sem fylgdi í kjölfarið - hafi heldur betur leyst íslendinginn úr læðingi. Og nú hefur hann ákveðið að fara í áróðursstríð við breta þar sem beitt einhverjum hvössustu vopnum sem finnast, þ.e. háði eins og Baggalút er einum lagið http://newiceland.net/ og ljósmyndum af "ekki hryðjuverkamönnum" - ásamt undirskriftum.

Og nú er "Gæskurinn" farinn að draga í land með fyrri yfirlýsingar í kjölfar þess að breskir fjölmiðlar komust yfir upptöku af samtalinu... afar heppilegur "leki" og örugglega eitthvað sem hann sá ekki fyrir frekar en annað í þessu "Brúna" máli (s.s. að ég hef nú sett algert bjórviðskiptabann á breta Devil)!

Nú er IMF í höfn og þá er bara að hjóla í helvítis bretana með massífa málssókn. Að mínu mati mætti hún kosta a.m.k. jafn mikið og framboðið til Öryggisráðsins, með pönnukökum og öllu saman, enda um prinsippmál að ræða - svona bara gera menn ekki - og komast upp með það!

 


mbl.is Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta friðarsúlan...?

...þarna hægra megin við norðurljósin, spurði unga konan frá S-Evrópu. Franska stúlkan leit upp og tók undir undir spurninguna. Gat þetta verið? Jú, nú komum við hin auga á geislann. Það fer ekki á milli mála, friðarsúlan sést af Þingvallavatni!

Ég eyddi sem sagt laugardagskvöldinu í óvænta vinnuferð út á Þingvallavatn. Eyddi er nú kannski ekki rétta orðið, "var svo heppinn" lýsir því kannski betur. Það er nefnilega alveg magnað að vera úti á vatni í myrkri undir stjörnubjörtum himni, þar sem tunglið skín og norðurljós blika. 

Þetta var eiginlega alveg það sem ég þurfti á að halda - hreinsaði algerlega út þennan undirliggjandi pirring sem hefur setið í manni undanfarna daga.

Og það besta er að ég er enn laus við hann Cool


Verstu hnútarnir að leysast

Samkvæmt þessu þá gengur nú bara all vel (eftir atvikum) að leysa úr vandræðum íslenskra banka erlendis. Holland í höfn og Norðurlönd að því er virðist líka. Þetta er hið besta mál. Þetta sýnir líka fram á hve gjörsamlega fáránlegar aðgerðir Englendinga voru (best að hlífa Skotum og Walesverjum). Þeir Gæskur og Brúnn munu væntanlega þurfa að grafa djúpt í vörn sinni þegar Íslendingar draga framferði þeirra fram í sviðsljós heimsins frammi fyrir dómstólum.

Nú er bara að vanda vel til heimavinnunar...! 

Í millitíðinni er hægt að leggja sitt af mörkum í áróðursstríðinu með því að fylgjast með og kommenta á enska fréttavefi - nýtt vopn sem enginn sá fyrir. Reyndar spurning hvort það flokkist þá ekki sem "óhefðbundið vopn" á Englandi og notendur þess þar með hryðjuverkamenn Devil


mbl.is Samkomulag náðist við Holland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LESIÐ GREININA...

...og athugasemdiranr við hana. Þetta óþokkabragð Brúns er að snúast illilega í höndunum á honum. Þrátt fyrir allt finnst flestum lesendum illa gert að sparka í liggjandi mann (land).

Og Bretum virðist sjálfum þykja þetta fremur andstyggilegur maður. Þeir geta bætt við 310.000 manns norður í höfum sem deila þeirri skoðunSick.


mbl.is „Sparkað í liggjandi (Ís)land"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Don't Panic !!!

Ein af mínum uppáhalds bókum er The Hitchhiker's Guide To the Galaxy. Þar er greint frá miðlungs breta sem óvart lendir á ferðalagi um alheiminn þar sem hver hremmingin rekur aðra. Eins og við er að búast þá veldur þetta honum nokkru hugarangri, en til allrar lukku er meðferðis nokkurs konar leiðarvísir sem sagan ber nafn af. Apparatinu er líst á wikipediu á þennan hátt:

"The words DON'T PANIC are printed on the cover of the Guide (always capitalized) "in large friendly letters". The novel explains that this was partly because the device "looked insanely complicated" to operate, and partly to keep intergalactic travelers from, well, panicking."

Þessi hugsun DON'T PANIC poppaði upp í hausnum á mér þegar ég las áhangandi frétt. Það er nefnilega smá panic í gangi. Efnahagsvefur heimsins, sem er "insanely complicated" er kominn í flækju sem á einhvern undarlegan hátt virðist ætla að senda íslenskt hagkerfi 70 ár aftur í tímann á aðeins 10 dögum (örugglega heimsmet miðað við höfðatölu)...

Segja sumir.GetLost

Þá fór ég að velta fyrir mér hvernig ástandið var fyrir 70 árum hér á landi. Innlendir orkugjafar voru takmarkaðir og verulega treyst á innflutt kol og olíu til húshitunar og lýsingar. Samgöngur og fjarskipti afar frumstæð á okkar mælikvarða. Heilsugæsla - ja, öflug síklalyf á borð við penisillín voru t.d. ekki til! Menntun? Ekki hægt að bera saman.

Eftir þessar vangaveltur var það mín niðurstaða að jafnvel þó allt færi á versta veg, þá væri alveg óþarft að vera með eitthvað panic. Í dag eigum við nefnilega sjálf orku til að hita og lýsa heimili landsmanna. Við erum sjálfum okkur næg með helstu nauðsynjar. Hátt menntunarstig gerir okkur svo kleyft að spila úr þeim tækifærum sem bjóðast.

Svo framleiðum við okkar eigin bjór...W00t

Ef gjaldeyrisþurrð verður viðvarandi má þá ekki leysa úr því með vöruskiptum (fiskafurðir til rússlands, olía og lödur hingað í staðinn) eins og tíðkaðist? Skítt með það þó allir væru blankir? Yrðum hvort sem er komin aftur á lappirnar á mettíma - enda best í heimi!

Iss, þetta reddast Cool


mbl.is Taka undir tilmæli um hófstillta umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Rjómaís búinn til á einni mínútu"

Uppskriftin er á þessa leið:

  • Fljótandi köfnunarefni, 5 lítrar ættu að vera nóg
  • 1 lítri rjómi
  • 1 lítri nýmjólk
  • 200 ml af sykri
  • 20 ml vanillusykur (val)
  • Súkkulaðibitar
  • Skál úr járni eða plasti
  • Trésleif
  • Járnpískur

Þessa stórkostlegu uppskrift er að finna á einhverjum skemmtilegasta vef sem ég hef séð lengi, http://tilraunavefur.hi.is/ 

Þarna er að finna ýmsar tilraunir sem hægt er að gera með því sem hendi er næst og eru til þess fallnar að snarauka áhuga og skilning á eðlisfræði og skildum greinum. Þetta er frábært dæmi um það þegar tekst að setja raungreinar í skemmtilegan búning og tengja daglega lífinu, en því miður verður að segjast að allt of oft er kennsla í raungreinum óáþreifanleg og illa tengd við eitthvað áþreifanlegt og "skemmtilegt".

Neðangreint setningarbrot tekið af síðunni, mundi t.d. eitt og sér duga til að vekja áhuga guttans og vissra félaga hans "Passað er upp á að allar tilraunir séu ekki stórhættulegar og því ekki unnið með hættuleg sprengiefni"...Grin

Til hamingju Tilraunavefur, þetta er frábært framtak


Socialboltinn Haraldur...

Nú þarf að skipuleggja! Dagskrá helgarinnar er nefnilega nokkuð þétt og búast má við að sumir dagskrárliðir hafi ákveðin tímabundin óþægindi í för með sér.

Seinni partinn á morgun (föstudag) verður startað kappsiglingu til Keflavíkur í tilefni ljósanætur. Veðurspáin er að vísu afleit, hægur vindur af suðvestri... eiginlega það versta sem hægt er að fá.  Þegar komið verður á áfangastað (seint) mun verða slegið upp veislu fram á nótt.Wizard

Það væri svo sem í lagi ef ekki væri fyrir það að ég þarf eiginlega að mæta á ráðstefnu sem hefst á laugardagsmorguninn (plan B. er að skrölta skjálfandi inn á hana í hádeginu Pinch)  og stendur allan daginn.  Í ráðstefnulok verða svo léttar veitingar og kæmi mér ekki á óvart að eitthvað teygðist á þeim fagnaði.

Og á sunnudag geri ég ráð fyrir að haldið verði afskaplega óformlega upp á stórafmæli Mömmu. Halo

Hmmm... 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband