Leita í fréttum mbl.is

Góðar fréttir :-)

"Henni Fríðu líður vel" sagði David Attenborough í  kastljósinu á mánudag.  Fyrir okkur sem  tengjumst kúluskít sterkari böndum en þau meðaljón og gunna, og höfðum að auki hönd í bagga með að kynna þau David og Fríðu, voru þetta hjartnæmar fréttir. Það er jú ekki á hverjum degi sem fréttir berast af því að kúluskít líði vel, hvað þá íslenskum kúluskít í útlöndum.

"Færeyingar ætla að hjálpa okkur". Ja, hvað getur maður sagt annað en TAKK og rifjað upp hve góðir grannar þeir eru. Ævinlega þegar við sem þjóð lendum í hremmingum koma þeir og gefa okkur knús. 

"Björk og sprotfyrirtækjahugmyndasmiðja".  Aftur er það kastljós sem skorar. Björk er sem sagt andlit hugmyndasmiðju um nýsköpun og sprotafyrirtæki. Þetta er það sem þarf í dag! Frábært framtak sem fróðlegt verður að fylgjast með.

Og síðast en ekki síst, STRÁKARNIR OKKAR UNNU LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband