Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðingar um traust

Traust er eitt það mikilvægasta sem til er í mannlegu samfélagi. Það að vita að manni verði komið til hjálpar ef illa fer, verði leiðbeint þegar maður villist af leið og geti gengið að samstöðu vísri þegar erfiðleikar steðja að.

Traust er ómetanlegt.

Það er því afskaplega sárt þegar traustið bregst og breytist í vantraust. Og vantrausti er því gríðarlega erfitt að breyta aftur í traust.

Í dag ríkir gríðarlegt almennt vantraust til íslenskra stjórnmálamanna. Sýnu verst er vantraustið þó í garð þeirra sem farið hafa með stjórn landsins undanfarin ár - þeirra sem hönnuðu, smíðuðu, framkvæmdu og keyrðu allt til enda þessa íslensku hagfræðitilraun.  Skólabókardæmi framtíðarinnar - því miður ekki í jákvæðum skilningi þó!  

Neðst í fréttinni sem þessi færsla er tengd, er einn aðal hönnuður og framkvæmdarstjóri tilraunarinnar spurður hvort hann hafi hugleitt að segja sig frá málinu - svona í ljósi útkomunnar...?

Nei, svarar hann, þetta er mitt klúður og ég redda því! Treystið mér...!

 Því miður verð ég fyrir mitt leyti að segja að traustið er farið og ég sé eiginlega ekki nema eina leið til að ég fái mögulega, nokkurt traust á íslensku stjórnkerfi framar.

Þessi leið er að í vetrarlok verði kosningar. Að þeim loknum verði mynduð nokkurskonar þjóðstjórn, annarsvegar með fulltrúum flokkanna (þá sem líklegt er að þokkaleg sátt (traust) sé um) í því hlutfalli sem kosningaúrslit segja til um. Þeir mundu mynda u.þ.b. helming stjórnarinnar. Hinn helmingurinn væri skipaður sérfræðingum utan þings s.s. frá háskólum og ýmsum stofnunum samfélagsins. 

Þessi stjórn yrði skipuð til tveggja ára (með möguleika á framhaldi ef á þyrfti að halda) og hefði það verkefni að endurskipuleggja stjórn- og fjármálakerfi landsins og koma þjóðinni á skynsamlegan hátt í gegn um fyrsta hluta afleiðinga áðurnefndrar tilraunar, jafnframt því að reyna að endurheimta traust mitt og margra fleiri á stjórnkerfi landsins.

Mér finnst nefnilega að staðan núna sé með þeim hætti að það sé forgangsatriði að byggja upp traust! 


mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vel mælt og hárrétt að nú verður allt að snúast um að byggja upp traust. Mér finnst þetta líka skynsamleg hugmynd með þjóðstjórnina. Hver vill vera giftur Ríkisstjórn sem er rúin trausti. Ekki ég. Það er ekkert eins tætandi  og vantraust.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.11.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sammála öllu sem þú segir um traustið.

Mjög skynsamleg tillaga varðandi nýja stjórn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.11.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband