Leita í fréttum mbl.is

Why are they protesting?

...spurði mig ungt erlent par, þar sem ég hallaði mér upp að strætóskilti og horfði á mótmælin fyrir utan löggustöðina. Ég gat svarað því til að í gær hefði mótmælandi verið handtekinn fyrir að skipta um fána á þingishúsinu nokkru áður - án þess að valda nokkrum spjöllum eða öðrum skaða - og fólkið vildi hann út.

And do you have law against that?

Mér varð nokkurt orðfall...! Já, fyrir hvað var guttinn eiginlega hirtur og af hverju sat hann enn inni??? Loks svaraði ég því til að svo virtist sem einhverjir væru á þeirri skoðun, hann væri a.m.k. enn í grjótinu.

Unga parið virtist nokkuð hugsi yfir þessu en þakkaði svo fyrir upplýsingarnar og hélt sína leið. Á sama tíma var skipt um slagorð og í stað þess að hrópa einungis "út með Hauk", gargaði "skríllinn" nú sem mest hann mátti " út með Hauk, inn með Geir".   

Núna eftir á er mér farið eins og þessu unga erlenda pari, ég er líka töluvert hugsi...  


mbl.is Mótmæli við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona til að fræða illa upplýstan bloggara þá var þessi Saving Iceland-liði ekki handtekinn eða settur í fangelsi fyrir að flagga Bónusfána. Hann var handtekinn fyrir að hafa verið dæmdur fyrir skemmdarverk á Kárahnjúkum fyrir tveimur árum. Samkvæmt þeim dómi var þessi "hryðjuverkamaður" dæmdur til að greiða skaðabætur vegna tjóns sem saklaust fólk varð fyrir vegna aðgerða hans. Ef hann ekki greiddi sektina á tilsettum tíma, átti að færa hann í varðhald þar sem hann sæti af sér sektarupphæðina. Það er það sem þetta mál snýst um. Hann hefur greinilega ekkert lært af þessum dómi á sínum tíma og hvergi nærri hættur sem "skæruliði".  

Palli (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 18:09

2 identicon

Til að upplýsa Palla litla þá getur það ekki verið ástæðan því samkvæmt lögum þarf að láta mann vita 3 vikum fyrir afplánun. Löggan var greinilega bara að hefna sín.

Jónas (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 18:21

3 identicon

Og hvað vitum við um það hvort hann var látinn vita eða ekki?

Kannski var hann látinn vita.

Guðrún (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 18:23

4 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Palli: Hann ákvað að sitja af sér dóminn á sínum tíma, árið 2005 í stað þess að greiða og hafði hann setið inni í rúma 4 daga þegar honum var sparkað út vegna plássleysis. Restina átti hann að taka út seinna. Haukur, sem er ekki meiri hryðjuverkamaður en hver annar (þó hann kjósi að mótmæla með áberandi hætti), var handtekinn í gærkvöldi svo hann gæti afplánað þá 14 daga sem eftir voru. Lögum samkvæmt má ekki taka menn inn til að afplána rest af dómi nema með 3 vikna fyrirvara en það er einmitt það sem málið snýst um, Haukur fékk engan fyrirvara. Finnst þér ekki svolítið furðulegt að hann hafi verið handtekinn 1 degi fyrir auglýst mótmæli? Ég hef persónulega ekkert á móti lögreglunni sem slíkri, æskufélagi minn er harðkjarna lögreglumaður en þegar henni er beitt á jafn fasískann hátt og verið hefur síðustu ár (falung gang, keyrt á mótmælanda og fl.) þá er ég svo sannarlega á móti henni.

Björgvin Gunnarsson, 22.11.2008 kl. 18:24

5 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Hann var eftirlýstur vegna vangoldina skulda og þurfti að sitja þær af sér.

Baldvin Mar Smárason, 22.11.2008 kl. 18:37

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Mér finnast nú ofstækisfullt í meira lagi að kalla krakka sem hlekkja sig við vinnuvélar og klifra upp í krana "hryðjuverkamenn og skæruliða". Íslendingar hafa undanfarið fengið smjörþefinn af því hvaða afleiðingar misnotkun á svona skilgreiningum getur haft.

Mér líkar miður við þessa tegund mótmæla en þetta fólk er þó að gera eitthvað í stað þess að gera eins og flestir landar þess, tuða og horfa á sjónvarpið, meðan rúllað er yfir það. Ert þú nokkuð í því liði Palli?  

Það virðist vera að löggan hafi hlaupið illa á sig með þessari handtöku. Það er sérlega slæmt í þessu andrúmslofti og óskiljalegt þegar það er haft í huga hve lempnir þeir hafa verið í bænum undanfarnar helgar. Var þetta skipun að ofan?

Falun gong skandallinn kemur vissulega upp í hugann.  

Haraldur Rafn Ingvason, 22.11.2008 kl. 18:43

7 identicon

Mér finnst ofstækisfullt að hlekkja sig við vinnuvélar og enn ofstækisfyllra að ráðast á lögreglustöðina í dag. Og að væla svo yfir því að piparúða sé spautað yfir ofbeldisseggina er grátbroslegt. Ekki héldu þessir vanvitar að þeir kæmust upp með að brjóta sér leið inn á lögreglustöðina og frelsa þennan sorglega dreng? Svo hefur þetta pakk ekki manndóm í sér að sýna á sér andlitið.

Palli (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:13

8 identicon

Var á Staðnum

Þegar við fyrst komum að lögreglustöðinni var hún læst ekkineinn til viðræðna

Þannig að ég byrjaði að banka en enginn kom til dyra

Þó svo að lögreglan væri þar innandyra hún opnaði ekki hvað sem við bönkuðum.

Mér finst að Lögreglan ætti að minnsta kosti að heyra.

Allavega Fór undiritaður á bakvið stöðina og óskaði eftir því að fá að tala við yfirmann en var vísað burtu.

Ekki var með neinu móti hægt að tala við lögreglu og því fór sem fór

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:24

9 identicon

Og hvað Æsir? Á þetta að réttlæta lögbrotin? Það á ekki að líðast að lítill strumpaher stjórnleysingja taki völdin í samfélaginu. Gungur sem þora ekki að sýna á sér andlitin. 

Palli (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:40

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Menn virðast hafa verið nokkuð samtaka í að klúðra þessu máli, sem sýnir hve lítið getur þurft til í eldfimu ástandi. Löggan virðist hafa gert mistök við tilkynningaskyldu um fullnustu refsingar. Þess vegna virtist óljóst hvers vegna hann var tekinn. Síðan álpast þeir til að hirða hann daginn fyrir mótmæli, sem kemur af stað þeirri tilfinningu að nú eigi að fara að taka menn úr umferð. Það fer illa í mannskapinn sem ekki er of kátur fyrir, þannig að  nokkur hópur fer og krefst þess að honum verði sleppt. Sá hópur missir sig úr í full mikinn æsing og uppsker eins og hann sáir til.

ÞÚ RÆÐST EKKI Á LÖGGUSTÖÐ OG TUÐAR SVO YFIR AÐ HAFA FENGIÐ GAS FRAMAN Í ÞIG! HALLÓÓÓ - ER EINHVER HEIMA?

Það var eins gott að einhver hjó á hnútinn og borgaði strákinn út - annars hefði þetta getað endað með alvöru veseni.

Varðandi ofstæki Palla gagnvart krökkum að mótmæla, þá byggist þetta Saving Iceland dæmi á borgaralegri óhlíðni og virðist helst hafa valdið einhverjum töfum. Viðbrögðin gagnvart þessu hafa hins vegar oft verið ótrúlega sterk og langt umfram tilefni. Oftast (endurtek OFTAST) hefði dugað að bíða þar til liðið hefði verið orðið kalt og svangt. Þannig voru málin t.d. leyst í rólegheitum þegar þetta fólk mótmælti í Helguvík. 

Best að koma sér fyrir í sófanum og tuða yfir spaugstofunni

Haraldur Rafn Ingvason, 22.11.2008 kl. 21:18

11 identicon

Einu sigurvegarar dagsins eru DV menn. Þeir fengu litla stríðið sitt til að skrifa um. Þeir eru búnir að bíða lengi eftir þessari stund. Sæluhrollurinn hríslast sennilega ennþá um þá. Ég held að þeir séu búnir að birta viðtöl við alla sem fengu úða framaní sig í dag. En ég ek undir með þér Haraldur. Þeir sem ráðast á lögregluna eiga að búast við gasi.

Palli (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:54

12 identicon

Ég get nú ekki betur séð enn að það sé lögreglan sjálf sem á sök á þessum atburðum með því í egna til óeyrða 1 lagi að meina almenningi aðgang að inngangi lögreglustöðvarinnar. í 2 lagi að egna enn frekar til óeyrða með því að mæta fram í brynvörðum búning og gusa piparúða yfir fólkið án þess hafa ekkert reynt að tala til fólksins á rólegum nótum. Þetta segir bara það að Lögreglan gerði allt til þess kalla fram óeyrðir.

  þetta mál er allt frekar loðið og vafasamt í kringum þessa handtöku.

Lögreglan bjó til ástandið með því að vera búin að læsa lögreglustöðinni þegar fólk kom þar að og að reyna ekki að róa fólkið áður en hún gusaði piparúða yfir fólkið.

Bjarni

Bjarni (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 23:53

13 identicon

Ég ætlaði að mæta á fundinn á Austurvelli síðasta laugardag en svo varð ekkert af því vegna aðstæðna sem upp komu.  En mikið var ég fegin að hafa ekki mætt og það er ekki möguleiki á því að ég mæti næst eða þarnæst.  Það er samt svo ótrúlega fúlt hvernig nokkrir aðilar geta tekið sér það vald að eyðileggja fyrir öllum hinum með því að vera með skrýlslæti.  Þessi Haukur sem var handtekinn í gær, var hann virkilega svona mikilvægur fyrir mótmælin í dag.  Var eitthvað plan í gangi sem fór úrskeiðis af því að hann mætti ekki? 

Tek ekki þátt í svona skrýlslátum og ég er viss um að margir eru í mínum sporum og sleppa því bara að mæta.

Fríða (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 00:27

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Fríða... þér er alveg óhætt að mæta á fundinn á Austurvelli án þess að lenda í nokkrum "óeirðum" eða "skrílslátum". Varaðu þig á því að setja alla undir einn hatt. Hátt í 10.000 manns voru með friðsamlegan mótmælafund og hlýddu á ræður. Eftir fundinn hélt hópur manna upp á lögreglustöð og svo fór sem fór.

Segir það eitthvað um allar þúsundirnar sem voru á Austurvelli? Nei, ekki nema það eitt að þangað mætti fólk til að lýsa því yfir með nærveru sinni að það væri ósátt við hvernig tekið er á málum af hálfu ríkisstjórnar Íslands.

Sama er að segja um eggjakastið um daginn. Þar var lítill hópur ungmenna sem hóf sín prívatmótmæli eftir að fundinum á Austurvelli lauk.

Áður en þú dæmir skaltu tala við einhvern sem var á staðnum. Það hefur sýnt sig svo ekki verður um villst að þeir sem stóla eingöngu á fréttir fjölmiðla af fundunum eru illa sviknir og það er langt í frá að þeir fái rétta mynd af aðstæðum.

Einmitt þess vegna er, eins og þú segir, "ótrúlega fúlt að nokkrir aðilar geta tekið sér það vald að eyðileggja fyrir öllum hinum" af því vissulega setja svona uppákomur svartan blett á fundinn sem fór mjög vel fram - jafnvel þótt uppákoman hafi ekkert komið fundinum við eða verið eftir hann og jafnvel annars staðar.

Prófaðu að mæta á borgarafundinn í Háskólabíói á mánudagskvöldið og sjáðu svo til. Leggðu þitt af mörkum - við verðum öll að gera það til að möguleiki sé á að á okkur verði hlustað.

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.11.2008 kl. 01:05

15 identicon

Gott að fríða er bara sátt við ástandið sem er í gangi....fá nokkrar miljónir í bakið og borga meira og meira.....sennilega bankastarfsmaður sem mataði krókinn.     Þetta snýst ekki um e-h einn mótmælenda Fríða....þetta snýst um alla á Íslandi.....það er það sem mótmælin snúast um...

Hafið það sem best...og vonandi hafa allir það sem best

Elís F.Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 03:27

16 identicon

Fyrst settu jakkafataklæddir siðleysingar íslenska alþýðu á hausinn, síðan stálu grímuklæddar gungur mótmælum alþýðunnar.

Ertan (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 15:20

17 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Fríða mín. Hefur þú aldrei tekið þátt í partýi eða sveitarballi sem hefur farið aðeins úr böndunum? Fréttir þú kannski af því á unga aldri að slíkar samkomur gætu endað með því að einhverjir færu yfir strikið og ákvaðst að sleppa því fyrir lífstíð að fara út að skemmta þér?

Held varla.

Ég mun halda áfram að mæta og láta í mér heyra hvar sem ég get, hvað sem öllum "skrílslátum" líður, því að ég er fokreiður yfir að hafa fengið inn á heimili mitt, reikning frá stjórnvöldum upp á 16-20.000.000 sem ég skrifaði aldrei uppá, til viðbótar við beinar afleiðingar kreppunnar s.s. rýrnandi kaupmátt. 

Fer þetta ekkert í taugarnar á þér?

Haraldur Rafn Ingvason, 23.11.2008 kl. 17:12

18 Smámynd: Einar G. Harðarson

Þetta er í meira lagi umhugsunarvert. Lögreglan hefur þó reynt að bæta úr og þökkum fyrir það.

Við lifum á eldfimum tímum, einn lítill neisti núna og hann er að koma.

Einar G. Harðarson, 24.11.2008 kl. 02:57

19 Smámynd: Svava S. Steinars

Mér er verulega til efs að lögreglan hafi verið að taka þennan dreng einan úr umferð til að koma í veg fyrir mótmæli hans.  Það voru 7000 aðrir að mótmæla - munaði eitthvað um hann??? Það þarf reyndar ekki 3 vikna boðunarfrest vegna vararefsingar, en auðvitað hefði átt að boða manninn í stað þess að setja hann á handtökulista 11. nóvember.  Hvernig sem málið snýr get ég aldrei samþykkt að fólk hafi rétt á að brjóta lög við að mótmæla, valda skemmdum á mannvirkjum og setja fólk í hættu.  Hvað hefði skríllinn gert ef hann hefði verið kominn inn?  Hleypt út öllum föngum ? Valdið skemmdum á innanstokksmunum ?  Skaðað lögreglumenn og annað starfsfólk ? Á sveitaböllum hefur fólk amk þá afsökun að áfengi er haft frjálslega við hönd, ef afsökun skyldi kalla.  Ég er orðin þreytt á því að fólk sé afsakað fyrir að haga sér eins og fífl.  Múgæsing er stórhættuleg - dæmin sanna það um allan heim. 

Svava S. Steinars, 24.11.2008 kl. 09:57

20 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Sko.

Það liggur alveg ljóst fyrir í dag hvað gerðist. Handtakan var klúður því það leit einfaldlega út fyrir að verið væri að taka úr umferð virkan mótmælanda (pólitísk fangelsun). Skiljanlega olli það reiði því það eru vinnubrögð sem eru óásættanleg.

Viðbrögð á löggustöðinni voru líka vandræðaleg í upphafi þar sem ekki var gerð nein tilraun til að koma réttum upplýsingum til fólksins (sem þú kýst að kalla skríl). Því miður varð það sambandsleysi til að upp úr sauð.

Eins og ég sagði hér að ofan, menn voru mjög samtaka í að klúðra þessu máli. Vonandi vanda menn sig betur í framhaldinu.

Haraldur Rafn Ingvason, 24.11.2008 kl. 13:32

21 Smámynd: Svava S. Steinars

Hvað heldur þú að hefði gerst ef lögreglumenn hefðu farið út?  Allir verið rólegir og afslappaðir, tekið rökum og rölt ánægðir í burtu?  Móðir mannsins sem stóð og talaði við fólkið vissi af hverju hann var færður í varðhald, hún hefði getað gaukað þeim upplýsingum að fólkinu.  Eigum við s.s. alltaf rétt á að lögreglan komi út og útskýri öll sín embættisverk ?  Það er til staður, stund og aðferð fyrir allt.  Löggan skeit á sig, ekki vafi á því, en enn og aftur ítreka ég; það er ekki afsökun fyrir svona hegðun.  Og já, þarna var án efa fólk sem ekki ætlaði að stofna til vandræða en þeir sem brutust þarna inn er ég ekki feimin við að kalla skríl og það kinnroðalaust.  Lögreglan gerir sín mistök en að það geri fólk ófært um almenna skynsemi og eðlilega hegðun, það get ég ekki samþykkt.

Svava S. Steinars, 24.11.2008 kl. 14:07

22 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Við fáum aldrei að vita hvað hefði gerst ef reynt hefði verið að tala við fólkið. E.t.v. hefðu þeir sem ekki ætluðu að stofna til vandræða, talið þetta orðið gott í bili. Það er alveg líklegt að það hafi verið drjúgur hluti hópsins. Þá má vel vera að menn hefðu sloppið við þetta fáránlega innbrot og þar með gas.

Það má nefnilega alveg reyna að koma vitinu fyrir fólk, sérstaklega þegar ljóst má vera að í óefni stefnir.

Haraldur Rafn Ingvason, 24.11.2008 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband