Leita í fréttum mbl.is

Um selveiðar o.fl...

Ég er svo ljónheppinn að vera alinn upp á stað þar sem m.a. voru stundaðar selveiðar. Um var að ræða netaveiðar og var lagt fyrir landselskópa. Á þessum tíma voru töluverð verðmæti í skinnunum og voru kóparnir fyrst og fremst veiddir þeirra vegna, en einnig var kjötið hirt - enda er selkjöt fínasti matur.

Það var aðallega afi sem stóð í þessu, en þetta var heilmikil vinna sem fólst í að flá selina og skafa og hreinsa skinnin. Það er ekki laust við að ég finni lyktina af þessu öllu saman nú þegar ég skrifa þetta nú 30-35 árum síðar og afi gamli er ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, sitjandi með skinnið á hnjáhlíf úr torfi og striga, skafandi það með heimasmíðuðum hníf úr deigu járni sem hægt vað að ná í hinu fullkomna biti.

Svo kom Briget Bardot í sjónvarpið með uppstoppaðan vöðuselskóp og skinnamarkaðir hrundu í boði Greenpeace og Sea shepard.

Á æskustöðvum mínum var einnig nokkurt æðarvarp og því var stunduð dúntekja. Verðið var yfirleitt gott, en eitt árið hrundi það. Það var árið sem gerður var sáttmáli um að ekki mætti nýta afurðir dýra sem nutu verndar (protected species). Engu skipti þó æðurinn væri verndaður VEGNA DÚNSINS, ekki vegna þess að hann væri í útrýmingarhættu!

Það náðist loks að leiðrétta þetta með nokkurri fyrirhöfn og dúnninn varð aftur söluvara. En ekki selskinnin!

Evrópusambandið hefur nú samþykkt að banna alfarið innflutning á selaafurðum. Rökin viðrast helst vera þau að veiðiaðferðin sé ómannúðleg. Í raun er það hins vegar þannig að veiðiaðferðin lítur illa út og kóparnir eru ógeðslega sætir. Myndrænni verður vonska og rányrkja mannana ekki!

Vandamálið er bara það að hvorki er um að ræða mannvonsku við veiðarnar né rányrkju.

Ég hef unnið við margt, m.a. í sláturhúsi. Ég hef hins vegar aldrei séð myndir í sjónvarpi af því sem þar fer fram. Viðbrögð skepnanna við blóðlyktinni, þetta brot úr % tilvika þegar skotið klikkar, spriklið og teygjurnar eftir skotið, blóðfossinn úr hálsinum og loks fláninguna og allt sem á eftir kemur. Þetta mundi ekki líta vel út á skjánum...

Briget Bardot hefur örugglega ekki heldur séð svona myndir - né allt það góða fólk sem liggur við öngviti vegna aðfaranna við seladrápið.

Og þá væntanlega ekki talsmaður Evrópuþingsins, sem af fullkomnum kveifarskap víkur sé undan umræðu  um selveiðar kanadamanna með því að segja að "fréttirnar af hjartaáti landstjóranns séu of fáranlegar til að hægt sé að tjá sig um þær".

En rollur eru heldur ekkert sætar - er það???

 

 


mbl.is Landsstjóri Kanada át hrátt selshjarta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður pistill

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2009 kl. 06:47

2 Smámynd: Magnea Karlsdóttir

Rollur eru víst sætar

Mér finnst það allaveganna.

Magnea Karlsdóttir, 29.5.2009 kl. 12:50

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Æ ég veit það ekki. Þegar talað er um selaveiðar sé ég bara fyrir mér gamla Ínúíta á brún hvítum myndum. Eitthvað svo óendanlega gamalt.

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 18:38

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Selurinn er góður og þá sérstaklega lifrin - góður pistill.

Sigurjón Þórðarson, 30.5.2009 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband