Leita í fréttum mbl.is

Tilveran getur verið stormasöm...

þegar maður er fjögurra ára - og ljón í þokkabót! Þetta er svolítið eins og íslenska veðrið Whistling

Í gær sauð uppúr milli hennar og vinkonunnar á neðri hæðinni. Orsökin var sætaskipan... og rauðhærða vinkonan með prakkarasvipinn bókstaflega bólgnaði út af bræði og rauk með hurðaskellum niður til sín. Í kjölfarið fylgdi fimmtagírsgrátur með tilheyrandi skýfalli og gríðarlegu þrumuveðri réttlátrar reiði (að mati litla ljónsins), sem loks sefaðist yfir fullum disk af pasta. Um 5 mínútum og 2 pastadiskum síðar (já pasta er gott) var ósættið grafið og gleymt og litla ljónið spurði stóreygt "má ég fara niður og leika...???".W00t

Í dag var mikið leikið úti í leikskólanum og útgangurinn á ljóninu eftir því. BAÐ...!!! NNNEEEIIIIII-máéfaraíbaðámorgun-élofa-plísplísplísplís... og svo skall á með smá eldingum og hagléli. Það stytti þó snaggaralega upp þegar bent var á að hægt væri að taka DÚKKU með í baðið og sólin skein skyndilega sem skærast. Svo var baðið búið og hún kíkti fram í stofu. Í sjónvarpinu var einhver viðbjóður ætlaður unglingum og þar með var í snatri dregin sú ályktun að HÚN HEFÐI MISST AF SKRÍBÓINU --- þið getið rétt ímyndað ykkur...GetLost

Tíu mínútum síðar sat nýbaðað ljónið himinlifandi fyrir framan nýbyrjað skríbóið og beið eftir grjónagrautnum...

"Pabbi, get ég fengið nammi í eftirmat"...! Pinch

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnea Karlsdóttir

Hún er bara dásamleg

Magnea Karlsdóttir, 28.5.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband