Leita í fréttum mbl.is

Ég verð í djúpum skít þegar ég verð 22. ára...

...varð guttanum að orði þegar líða fór á fræðslumyndina HOME sem sýnd var í sjónvarpinu í kvöld. Ég benti honum á að þegar hann væri orðinn 22. ára þá væri hann orðinn það gamall að hann gæti bæði látið í sér heyra og til sín taka. "Já, en hvað get ég gert einn" spurði hann á móti. Ég svaraði því til að hann yrði svo sannarlega ekki einn í að reyna að vinna að lausnum á þeim bráðavanda sem steðjar að vegna loftlagshlýnunar og fólksfjölgunar á næstu tíu árum.

Í blá lok myndarinnar var farið yfir sviðið og kynntar til sögunnar nokkrar lausnir varðandi orkuöflun og fæðuframleiðslu, og síðan nefnd dæmi um þjóðir þar sem unnið væri að stefnumörkun til framtíðar. Strákurinn tók sérstaklega eftir ölduvirkjuninni - vildi raunar koma henni lengra út og í verra veður þar sem væru meiri öldur...! Hann var sem sagt strax farinn að leita lausna á vandanum. Og sólarorkuverið, og húsin með sólarrafhlöðunum á þakinu - kannski væri hann eftir sem áður ekki í svo slæmum málum þegar hann yrði 22. 

Hvernig er hægt annað en að vera bjartsýnn á framtíðina þegar maður horfir á þennan frjóa koll með ríku réttlætiskenndina þroskast og spyrja sífellt gagnrýnni og erfirðri spurninga um bankahrun, hagfræði, umhverfismál og annað sem manni finnst að 11 ára gutti ætti ekki einu sinni að hugleiða.

Eitthvað segir mér að ég sé að horfa á hæglátan eldhuga vaxa úr grasi! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Já, gaman að lesa um þetta viðhorf unga mannsins. Í svoleiðis viðhorfum til lífsins og samfélagsins er að finna vonarneista fyrir varðveislu lífskjara í framtíðinni.

Ég er sammála um síðasta hluta myndarinnar (Home) að þar er blessunarlega bent á jákvæða hluti sem eru þó að gerast þrátt fyrir allt og þeir gefa vissulega VON. Á henni þarf fólk á þessari jörð að halda nú sem aldrei fyrr. En vissulega þarf að bregðast hraðar við aðsteðjandi vanda en hingað til, áður en náttúran hreinlega neyðir menn til breytinga; til að lifa næsta dag.

Einn vandinn er að baráttan um breytingar fyrir lífvænlegri umgengni um viðkvæma náttúru og auðlindir hennar á sér stað á vettvangi stjórnmálamanna þróuðu ríkjanna og skoðanamyndun og siðferðisstyrk í heilabúi þeirra. Spurningin er hverjum þeir greiði atkvæði með: þröngum hagsmunum, eða víðsýni sem tekur tillit til samverkandi lífkerfis náttúrunnar í hnattrænu samhengi í ljósi þess að áframhaldandi siðmenntað líf er háð sjálfbærum lifnaðarháttum.

Kristinn Snævar Jónsson, 6.6.2009 kl. 00:57

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Já, það er illt ef að þarf að treysta pólitíkusum - en þar er jafnvel að renna upp ljós fyrir sumum þeirra...

Haraldur Rafn Ingvason, 6.6.2009 kl. 18:12

3 identicon

Stákar ef þið hugsið til baka hvert var þá grunn vandamálið sem var rétt tæpt á í myndinni?

Alfreð Dan Þórarinsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 23:43

4 identicon

Afar fagmannlega gerð mynd og sum myndskeiðin mögnuð. En því miður var myndin uppfull af rangfærslum og staðreyndavillum og það sem eftir situr er vel gerð en afar einhliða áróðursmynd sem spilar á tilfinningar fólks fremur en að höfða til rökvísi þess og skynsemi. Það er því miður löngu búið að úthýsa staðreyndum og rökvísi úr þessari umræðu. Tilfinningarnar ráða án tillits til afleiðinganna.

Hörður (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 14:15

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Myndin var löng og spilaði nokkuð á tilfinningar. Það sem eru helstu vandamálin samkvæmt myndinni eru fólksfjölgun, sóun auðlinda og hnatthlýnun.

Varðandi rangfærslur og rökvísi, þá var umfjöllun um fiskistofna nokkuð djörf og það sem helst situr í mér. Einnig að olía væri á þrotum. Hins vegar var myndin á köflum, ágæt samantekt um "hvað verður ef..." og þó margt í því líkist heimsendaspámennsku, þá eru það vissulega atriði sem vert er að hafa áhyggjur af s.s. hvaða áhrif það hefur er sífrerasvæðin þiðna og bundið metan sleppur út í miklu magni.

Mér finnst ekki hægt að afgreiða þetta sem áróðursmynd, hún spannaði mikið svið og tók á mörgum málefnum. Vissulega stenst ekki allt í henni en hún er miklu betur gerð en ógerð. 

Haraldur Rafn Ingvason, 8.6.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband