Leita í fréttum mbl.is

Hin villtu blóm og lúpínan!!!

Suma daga er ég alveg sannfærður um að ég hljóti að vera í besta starfi í heimi. Í síðustu viku voru a.m.k. tveir slíkir - sem er yfir meðallagi.Cool

Þannig bar við að ég ásamt fleirum var staddur með hóp 10-12 ára krakka í náttúruskoðunarferð. Plöntuskoðun var allstór þáttur ferðarinnar - sem hljómaði ekki sérlega spennandi fyrirfram. Þegar út var komið var hins vegar annað uppi á teningnum og krakkarnir hinir áhugasömustu. Meðal annars var skoðað einangarð en vel gróið svæði umlukið byggð og svo til samanburðar raunverulegt og vinsælt útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Alls fundu krakkarnir um 80 plöntutegundir/hópa og voru heldur roggin með sig.

Þetta er nefnilega það sem gerist þegar farið er með krakka út, þau stoppuð aðeins af og látin líta niður fyrir tærnar á sér... 

Það sem truflaði mig þó aðeins í þessu öllu saman var að á báðum þessum svæðum er lúpína í mikilli framrás. Bæði eru þau vel gróin - enda segir það sína sögu að eitt 10 ára stelpuskott skuli finna hátt í 60 mismunandi tegundir á innan við tveimur tímum eins og raunin var. W00t

Á öllum helstu útivistarsvæðum höfuðborgarsvæðisins (sem og miklu víðar) er lúpína í sókn. Það sem ég velti fyrir mér er hvort þetta sé þróun sem er íbúum og notendum þessara svæða þóknanleg. Það er nefnilega þannig að eftir að lúpína hefur lagt landsvæði undir sig er þessi tegundafjölbreytileiki sem krakkarnir hrifust svo af, úr sögunni og eftir stendur allt að mittishár grænn og blár lúpínuakur.

Er það ekki svo að þeir sem njóta útivistar á þessum svæðum, vilji áfram fjölbreytt gróðurlendi með því fugla- og pöddulífi sem því fylgir? Fái þessi óhefta útbreiðsla að halda áfram, rýrir það ekki gildi þessara svæða sem útivistarsvæða alveg gríðarlega og þar með þá upplifun og uppbót lífsgæða sem fólk sækir þangað?

Er þá ekki allt eins hægt að fara bara í ræktina með iPodinn og horfa á náttúruna í sjónvarpinu??? Undecided


mbl.is Dagur hinna villtu blóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Já börnin geta komið manni á óvart.  Dóttir mín sem er 6 ára keypti sér um daginn vísindadót með stækkunarboxum í og ýmsu öðru.  Nú er hún alla daga úti í garði að skoða litlu dýrin í grasinu og moldinni og fæðir þau og klæðir nánast. 

Það þarf nefninlega að byrja strax að virkja þau úti í náttúrunni.

Kv.

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Var einmitt á Sauðárkróki í síðustu viku. Mjög fallegt bæjarstæði og notalegur bær (þótt ég skilji ekki afhverju allir keyra, margir Reykvíkingar gæfu mikið fyrir að geta gengið í vinnuna á 15 mín), sérstaklega hefur verið lagt mikið í útivistarsvæði upp á nöfunum og klaufinni. Skógrækt er töluverð og svo virðist sem lúpínu hafi verið dreift upphaflega. Hún veður nú inn í gróið land og tapast lyng, blómabreiður og mosi.

Arnar Pálsson, 17.6.2008 kl. 11:15

3 identicon

Æ, hvað er gott að lesa svona innlegg reglulega! Sumsé þá bæði þetta með þenkjandi börn og eins með lúpínu ansk&%$(##!

Það er orðið nánast sama hvar maður fer innan stór-Reykjavíkur, fjólubláar þekjur út um allt! Ef maður skondrast t.a.m. eftir Reykjanesbrautinni í gegnum þetta fallega hraunsvæði...og hvað sér maður? Lúpínu breiður út um allt! Nýbyggingar virðast meira að segja ekki ná að útrýma henni!

Kv. Gurra

PS. Takk fyrir "lyngbobba" nafnið í vikunni - dæmi um áhuga barna á náttúrinni ... meðfætt eða ekki ... það sakar amk ekki ef þau hafa hvatningu heima fyrir :)

Gurra (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 23:16

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Áhuginn er mjög oft til staðar hjá krökkunum. Það er þetta fullorðna fólk sem er ábyrgt fyrir útbreiðlsu lúpínu og elur pödduhræðslu upp í ungviðinu, sem er til vandræða.

Mikið verður gott þegar næsta kynslóð tekur við - hún stefnir nefnilega í að verða frábær

Haraldur Rafn Ingvason, 23.6.2008 kl. 20:40

5 identicon

...keyrði í gær eftir Reykjanesbrautinni - stoppaði á grænu ljósi á mörkum Kópavogs og garðabæjar. Þar er verið að gera enn ein gatnamótin og allt þvers og kruss. Miklir jarðvegsflutningar hafa átt sér stað og nú búið að byggja upp himin háa virkisgarða. Lögulegir og vel þjappaðir - ekki stingandi strá á þeim....enda grafan ný búin að þjappa.....ja, stingandi strá og ekki ..... sá amk eina 20 fjólubláa hnausa þarna!!! jamm, lúpínana er byrjuð að koma sér fyrir á þessum eðal fínu "hljóðmönum"!!!

Kv. Gurra

Gurra (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband