Leita í fréttum mbl.is

Litla ljónið og stórir hundar :-(

Eftir um það bil mánuð verður litla ljónið okkar fjögurra ára. Já tíminn líður svo sannarlega. Eins og flestir vita sem þekkja okkur er hún á köflum all mikil fyrir sér og bókstaflega að springa úr dugnaði. Mikill klifurköttur og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna - nema stóra hunda. "É hef onnæmi fiðið ðtóðum hundum" sagði hún við mig í vetur eftir nágvígi við fullvaxinn síberískan sleðahund.

Í dag var svo bætt ögn á áðurnefnt "onnæmi", þegar kærasti einnar fóstrunnar á leikskólanum mætti með gæludýrið að dyrum skólans. Í fjarlægð hefur hinn fullvaxni dobermann örugglega ekki litið út fyrir að vera neitt óárennilegur - að minnsta kosti kom hún hlaupandi til að klappa voffa og lét sig hafa það þótt hæðin á herðakamb hundsins væri svipuð hennar eigin hæð! En þegar hann teygði sig að henni og hnusaði af hárinu á henni, fannst litla ljóninu nóg komið, hörfaði undan með stóra skeifu og yfirlýsingunni "Méð finnðt baða gaman að hvolpum".

Ég er alvanur hundum og þeir voru fastur liður í mínu ungdæmi. Ég verð þó að viðurkenna að ef hundur sem væri 1,8 metrar á herðakamb snéri sér að mér og færi að hnusa af hausnum á mér - ég hugsa að mér stæði ekki á sama... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband