Leita í fréttum mbl.is

Athyglisverður listi...

Mogginn hefði nú alveg mátt spara manni ómakið og setja tengil á þessa blessuðu könnun en hér er hann kominn: http://www.jdpower.com/autos/ratings/quality-ratings-by-brand/additional_results.aspx

Samkvæmt þessu eru ýmis gömul stórveldi s.s. Volvo og Volkswagen bara svona í meðallagi meðan Hyundai og Kia skora grimmt. BMW er bara slappur! Maður spyr sig um mátt auglýsinga og staðalímynda...

Persónulega sakna ég nokkurra tegunda og þar ber Citroen hæst enda eru tveir slíkir í fjölskyldunni. Hvorugur þeirra bilaði neitt fyrstu þrjá mánuðina þannig að þeir hefðu samkvæmt forsemdum könnunarinnar fengið fullt hús!

Annars er orðið erfitt að henda reiður á bílategundum á þessum síðustu og verstu. Þannig er ásinn (Citroen C1) hannaður í samvinnu Citroen, Peugout og Toyota og seldur undir öllum þessum merkjum - að vísu með merkjanlegum mun í útliti og að nokkru leyti í búnaði. Fimman (Citroen C5) er hins vegar franskur stuðaranna á milli og eftir að hafa notið hans í þrjú ár er erfitt að hugsa sér eitthvað annað farartæki.

Hann er það góður Cool


mbl.is Porsche bilar minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Takk fyrir að benda mér á þetta video, þú hittir naglann á höfuðið.

Haraldur Rafn Ingvason, 5.6.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband