Leita í fréttum mbl.is

9000 metrar upp í loft...

...er það sem stefnt er að. Nú gætir þú lesandi góður (ef einhver er) ályktað sem svo (og eflaust með nokkrum sanni) að blogghöfundur væri staddur í eitthvað andlega framandlegu umhverfi. Hins vegar er um stílbragð að ræða - ætlað til þess að þú lesandi góður (já, ÞÚ) lesir áfram. Því hvað eru svona blogg annað en ein fjölmargra birtingarmynda um athyglissýki okkar höfundanna - nokkurs konar orðaflass...?!

En nóg um stílbrögð. Það er nefnilega þannig að ég er farinn að stunda reglulega hreifingu. Að sjálfsögðu er ekki um hefðbundna líkamsrækt að ræða, enda mun ég fyrr dauður liggja (kannski úr hreifingarleysi) en að láta sjá mig á hlaupabretti í HeimsKlassa eða einhverju þvílíku fyrirbrygði.

Um er að ræða fjallgöngur með fríðum hópi fólks og er markmiðið að ná heildarhækkun upp á 9000 metra. Prógramminu líkur um miðjan maí en þá er ráðgert að príla upp á Hvannadalshnúk. Mér finnst nefnilega göngur vera lang besta hreifingin og þá sérstaklega í ójöfnu landi. Kannski stafar það af því að hafa á yngri árum elt allar þessar rollur um vestfirsk fjöll og dali, kannski eru lappirnar á mér bara mislangar, hef aldrei gáð...

Svo er að sjá hvað maður gerir að þessu loknu. Hefur ÞÚ hugmyndir...?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

en Halli, þú veist að hollasta hreyfingin er glasalyftingar...

Axel C. (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 00:26

2 identicon

Góður Axel, en það er hægt að stunda það á milli fjallgangna. 

En þar sem ég er ég þá bendi ég á annarskonar lyftingar, fá smá vængi og "sixpak"

Magnea (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 09:51

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hafðu ekki áhyggjur Axel minn, er að gera ekkert smá vísindalega - og þar með marg endurtekna - athugun á stuttungasumbli...

Haraldur Rafn Ingvason, 15.2.2010 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband