Leita í fréttum mbl.is

Sá á kvölina sem á völina...

...er gamalt orðatiltæki. Valkvíði lýsir svo hugarástandi því sem stundum fylgir, þegar um marga kosti að velja. Ég segi nú ekki að ég þjáist beinlínis af valkvíða, en vissulega þarf að taka ákvörðun - og tíminn er að renna út!!!

Ég fékk nefnilega þá flugu í höfuðið að fara að ganga á fjöll, reglulegar en verið hefur - og í félagsskap svona einu sinni. Og nú bregður svo við að þrír aðilar keppast um þennan markað sérvitringa sem fá eitthvað út úr því að príla kófsveittir um fjöll og firnindi.

Ferðafélag Íslands keyrir á hið metnaðarfulla verkefni 52 fjöll - sem gengur út á það að ganga á 52 fjöll á árinu - sem sé eitt á viku! 66°Norður og Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætla svo að toppa á Hvannadalshnúk í vor - aftur og enn. Síðast en ekki síst er nafni minn Örn Ólafsson að fara af stað með Fjallafélagið og þar innanborðs er meðal annars 9000 metra áskorunin! Í öllum tilvikum er um að ræða reglulegar göngur á ýmis fjöll - flest í nágrenni höfuðborgarsvæðisins - og Hvannadalshnúk. 

Síðan freistar "Laugavegurinn" mín nokkuð og einnig leiðin milli Sigluness og Rauðasands (Flóttaleið Bjarna á Sjöundaá) en vera má að gönguhátíðin "Svartfuglinn" safni í hóp til að ganga hana næsta sumar.

Og þá er bara að fitta þetta við siglingarnar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ursus

Hvað gerðist merkilegt 15. janúar 1963?

Ursus, 15.1.2010 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband