Leita í fréttum mbl.is

ÁTVR hjálpi oss...

Í fréttasneplinum í dag var stórfrétt sem sannarlega snerti land og þjóð. Þar kom fram að ÁTVR hefði neitað að taka í sölu bjór frá Ölvisholt Brugghúsi vegna þess að hætt væri við að atriði í nafni og myndmáli flöskumiðans særði velsæmiskennd kaupenda vegna kristilegra tilvísana sem þar var að finna.

Jafnframt kom fram að annar vinsæll bjór frá sama framleiðanda væri til athugunar á sömu forsendu.

Í áðurnefndri frétt kemur fram að "ákvörðum ÁTVR er byggð á reglum nr 631 frá 2009 um vöruval verslananna. Þar segir að ÁTVR taki ekki við vörum ef texti eða myndmál á umbúðum brýtur í bága við almennt velsæmi m.a. með skírskotun til ofbeldis, trúarbragða, kláms, ólögegra fíkniefna, stjórnmálaskoðana, mismununar, refsiverðrar háttsemi o.s.frv."

Og hvaða hrikalega nafn bar svo þessi bjór? Jú, Heilagur papi! Og myndmálið? Það má greina kross framan á papanum! 

Mig sundlar barasta - Holy... úbbs, vona að ég hafi ekki sært velsæmiskennd neins óbætanlega...!

Og hvaða annar bjór er það sem er til athugunar og áður var getið? Það er að sjálfsögðu Móri, enda um draug að ræða sem - ja hvað??? Eða eru það hundheiðnir galdrastafirnir og rúnirnar... sem, nota bene má finna á fleiri tegundum ölvisholtsbjóra???

En nú verður tekið til hendinni, svo velsæmi okkar hreinlyndu þjóðar bíði nú ekki varanlegan og óbætanlegan skaða. Belgískur bjór er gjarna tengdur við klaustur. Út með hann og hinn breska St´Peters. Út með hundheiðna bjóra eins og Freyju og Thor. Vík burt Santa Rita, Santa Cristina, Casillero del Diablo og öll þið önnur dýrlinga- og djöflatengdu eðalvín. Út með Jagermeister. Tröll hafi þetta allt og líka Bad Angel - bara svo eitthvað sé nefnt af þeim ósóma sem fannst við örsnögga leit á vef ÁTVR og mundi aðeins flokkast undir "trúarbragða" skírskotunina.

Hvað skildi svo vera næst? Ætli ÁTVR snúi sér næst að þjóðernisáróðri. Það mætti til dæmis byrja á á úthýsa framleiðslu andfætlinga okkar sem oftar en ekki skartar pokadýri í einhverri mynd, ásamt Viking og Egils bjór eins og hann leggur sig...!

Ég bíð spenntur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Fósturlandsins Freyja frá Ölvisholti hlýtur að verða bannaður fyrir þjóðrembu.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.2.2010 kl. 09:51

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Væri ekki fróðlegt að vita hvaða "hámenntuðu" flón skyldu nú hafa samið þesssar reglur nr. 631 frá 2009 um vöruval verslana ÁTVR? Skyldu þær hafa verið sendar til umsagnar hagsmunaaðila, sem framleiða og versla að öðru leyti með áfengi, til Fjármálaráðuneytis, ræddar í stjórn fyrirtækisins. Eða eru reglurnar bara afurð einhverra innanhúss gáfnaljósa ÁTVR?

Gústaf Níelsson, 17.2.2010 kl. 11:26

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

ÁTVR hefur trúlega bakað sér skaðabótarskyldu með þessu snilldarbragði. Ölvisholtsmenn eru prinsippmenn eins og best sést af hinni frábæru framleiðslu þeirra og munu örugglega sækja þann kostnað sem þeir urðu fyrir vegna þessa, til baka.

Varðandi þessar reglur og beitingu þeirra, ætli Ölvisholt sé nokkuð í "vitlausu" liði...

Haraldur Rafn Ingvason, 17.2.2010 kl. 18:07

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það verða mikil gleðitíðindi þegar einokunar-mafían missir sinn einkarétt á mörkuðum þessa gjörspillta lands.

Siðblinda einokunar-kaupmennskunnar ríður ekki við einteyming í þessu bráðum volaðasta landi í vestri. M.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.3.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband