Leita í fréttum mbl.is

1100 ára gamalt "flashback"

Eins og allir sem þekkja okkur hjúin vita, þá eigum við nánast ekkert sameiginlegt. Hvernig á því stendur að við höfum tollað saman öll þessi ár (og lengst af bara gengið nokkuð vel) er trúlega verðugt rannóknarefni fyrir þróunar-, félags-, atferlis-, kyn- og lífefnafræðinga (feromonfræðinga alveg sérstaklega).

Og af hverju segi ég að við eigum nánast ekkert sameiginlegt??? Jú, tökum nokkur dæmi:

Mér finnst gaman að slarki (köfun, siglingar, fjallgöngur...) hún föndrar, skrappar, fer í leikhús og á klassíska tónleika. Mér líður vel í kulda og vosbúð, henni er bara kalt í kulda og vosbúð - auk þess sem slíkt kallar á alls kyns krem og varasalva. Ég þoli líka sól og hita alveg prýðilega. Hún sólbrennur í sól en finnst súld og hlý rigning æðisleg... kommon! Ég er frekar ómannblendinn og væri slétt sama þó ég væri langtímum saman einn á eyðieyju - hún þarf alltaf að hafa fólk í kringum sig, því fleira því betra. Ég er þvermóðskufullur þverhaus með öllu sem því fylgir, hún er hvers manns hugljúfi sem ætíð finnur leið milli skers og báru. Ég borða af nauðsyn - hún borðar af nautn! Ég skipulegg yfirleytt aldrei nokkurn skapaðan hlut, því skipulagið fer hvort eð er til fjandans - hún skipuleggur skipulagið sitt!!!Shocking

Og svo mætti áfram telja...lengi... - hvernig í ósköpunum stendur á þessu??!

Og svo hittist þannig á að í dag stóð ég fyrir aftan hana, framan við spegil og virti fyrir mér spegilmynd okkar.

Þar var ólíku saman að jafna. Pinch

Hún með sitt fríða og freknótta andlit, umlukið rauða axlarsíða makkanum sínum, og svo ég - með mitt skakka nef, skeggjaður og grófgerður með dökkt liðað og grásprengt hár niður fyrir herðar! 

Þarna í speglinum hreinlega blöstu þau við, norræni víkingurinn og írska blómarósin, sem hann rændi á leið sinni til hins ónumda lands!

Hvort víkingurinn hefur gert sér nokkra grein fyrir afleiðingum gerða sinna er alls óvíst, því að þessi írsku gen hafa öruggleg átt eftir að rugla hressilega í honum - eins og þau gera enn þann dag í dag hjá ofangreindum afkomanda hans, heilum 1100 árum síðar. Smile


Snilldin við yfirbyggðar svalir...

...er margþætt, svo ekki sé meira sagt. Svalir hafa nefnilega oft það eina hlutverk að vera geymsla fyrir útigrill - og kannski jólatré. En við það að glerja svalir getur þetta annars að mestu ónýtta rými gengt hinum fjölbreyttustu hlutverkum, s.s. gróðurskáli, setustofa, köld (kartöflu) geymsla, sólbaðsstofa, auka herbergi í partýum - og svo mætti lengi telja. 

Að mörgu leiti er þetta rými uppáhalds "herbergið" mitt - sérstaklega á björtum kvöldum.

Á föstudagskvöldið breyttum við guttinn þessu plássi í stjörnuathugunarstöð. Fyrst leiðuðum við uppi Mars og Satunus og síðan hinar ýmsu fastastjörnur. Skelltum síðan upp sjónauka og skoðuðum tunglið í krók og kima - eða eins og hægt er með okkar takmarkaða búnaði í öllu þessu ljósaflóði.

Það ættu allir að eiga lokaðar svalir...

 


PLAN B...

Í fyrsta skipti í hálfs annars árs hörmungarsögu Ísbjargarklúðursins, hefur stitjandi ríkisstjórn loks komið fram með plan b. Fram til þessa hafa ráðamenn ekki þurft á slíkum óþarfa að halda, ekki þegar hryðjuverkalögum var beitt, ekki þegar oslóartréð...

ÁTVR hjálpi oss...

Í fréttasneplinum í dag var stórfrétt sem sannarlega snerti land og þjóð. Þar kom fram að ÁTVR hefði neitað að taka í sölu bjór frá Ölvisholt Brugghúsi vegna þess að hætt væri við að atriði í nafni og myndmáli flöskumiðans særði velsæmiskennd kaupenda...

9000 metrar upp í loft...

...er það sem stefnt er að. Nú gætir þú lesandi góður (ef einhver er) ályktað sem svo (og eflaust með nokkrum sanni) að blogghöfundur væri staddur í eitthvað andlega framandlegu umhverfi. Hins vegar er um stílbragð að ræða - ætlað til þess að þú lesandi...

Sá á kvölina sem á völina...

...er gamalt orðatiltæki. Valkvíði lýsir svo hugarástandi því sem stundum fylgir, þegar um marga kosti að velja. Ég segi nú ekki að ég þjáist beinlínis af valkvíða, en vissulega þarf að taka ákvörðun - og tíminn er að renna út!!! Ég fékk nefnilega þá...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband