Leita í fréttum mbl.is

Að leggja íann...

Á Íslandi eru skútusiglingar af mörgum taldar argasti nördaskapur. Að vera að þvælast úti á sjó "að ástæðulausu" vefst fyrir fólki - hvað þá á seglbát...! En ég hef gaman að þessu - raunar er alveg nauðsynlegt fyrir mig, til að halda sönsum, að komast út á sjó.

Nú í kvöld ætlum við að leggja af stað í smá skemmtiferð og er ferðinni heitið í Ísafjarðardjúp til að byrja með. Framhaldið fer eftir veðri og stemmingu, en Jökulfirðirnir eru ofarlega á dagskrá. Farkosturinn er 34 feta seglskúta, Lilja - sú hin sama og við sóttum til Frakklands fyrir þremur árum síðan. Þeirri ferð er lýst undir tenglinum "Siglingablogg" hér til hliðar.

Gert er ráð fyrir að við verðum fyrst um sinn í samfloti með annrri skútu af svipaðri stærð, Aríu að nafni, en hún mun svo væntanlega halda áfram norður eftir landi, enda hyggja menn þar um borð á mánaðarferð meðan við ætlum ekki að taka nema um viku í þetta að þessu sinni.

Set hér mynd af farkostinum sem tekin var í keppni í gærkvöldi. Nógur vindur og hvítnar vel í báru fyrir utan Engeyarrifið enda stórseglið tvírifað og eitt rif í fokku. Set kannski inn myndir úr ferðinni næst þegar maður kemst í tölvu...

lilja1.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Góða ferð Haraldur: vona að veðrið leiki við þig og förunaut þína, það er svo fallegt fyrir vestan þegar sól er hæst á lofti, verst að geta ekki siglt með ykkur á Músinni, geri það hugsanlega seina.

Magnús Jónsson, 18.6.2009 kl. 08:00

2 identicon

Sæll Haraldur.  Ég var að lesa um fyrirhugaða ferð ykkar, ábyggilega gaman að ferðast á þennan hátt.  Hér á sunnanverðum  Vestfjörðum er fínasta veður og sól eins og er a.m.k. 

Gangi ykkur ferðalagið sem best og njótið vel. Kveðja Anna

Anna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband