26.5.2009 | 00:10
Tilveran getur verið stormasöm...
þegar maður er fjögurra ára - og ljón í þokkabót! Þetta er svolítið eins og íslenska veðrið
Í gær sauð uppúr milli hennar og vinkonunnar á neðri hæðinni. Orsökin var sætaskipan... og rauðhærða vinkonan með prakkarasvipinn bókstaflega bólgnaði út af bræði og rauk með hurðaskellum niður til sín. Í kjölfarið fylgdi fimmtagírsgrátur með tilheyrandi skýfalli og gríðarlegu þrumuveðri réttlátrar reiði (að mati litla ljónsins), sem loks sefaðist yfir fullum disk af pasta. Um 5 mínútum og 2 pastadiskum síðar (já pasta er gott) var ósættið grafið og gleymt og litla ljónið spurði stóreygt "má ég fara niður og leika...???".
Í dag var mikið leikið úti í leikskólanum og útgangurinn á ljóninu eftir því. BAÐ...!!! NNNEEEIIIIII-máéfaraíbaðámorgun-élofa-plísplísplísplís... og svo skall á með smá eldingum og hagléli. Það stytti þó snaggaralega upp þegar bent var á að hægt væri að taka DÚKKU með í baðið og sólin skein skyndilega sem skærast. Svo var baðið búið og hún kíkti fram í stofu. Í sjónvarpinu var einhver viðbjóður ætlaður unglingum og þar með var í snatri dregin sú ályktun að HÚN HEFÐI MISST AF SKRÍBÓINU --- þið getið rétt ímyndað ykkur...
Tíu mínútum síðar sat nýbaðað ljónið himinlifandi fyrir framan nýbyrjað skríbóið og beið eftir grjónagrautnum...
"Pabbi, get ég fengið nammi í eftirmat"...!
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Athugasemdir
Hún er bara dásamleg
Magnea Karlsdóttir, 28.5.2009 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.