21.3.2009 | 13:41
Bjarni Ben og kjósendafíflin!!!
Í fréttablaðinu í dag er viðtal við verðandi formann sjálfstæðisflokksins. Þar kemur fram að hann eins og flestir aðrir pólitíkusar treystir á að kjósendur séu fífl sem hægt sé að mata á innistæðulausum fagurgala.
Þetta finnst mér það besta:
"Í pólitík axla menn ábyrgð með því að gefa frá sér völd. Með því að ganga úr ríkisstjórn og leggja til þjóðstjórn gekkst flokkurinn við því að forsendurnar fyrir því að hann stjórnaði landinu í samstarfi við samfylkinguna voru ekki lengur til staðar".
Sjálfstæðisflokkurinn gaf ekki frá sé völd. Samfylking sleit stjórnarsamstarfinu eftir mestu mótmæli íslandssögunar. Sjálfstæðismenn voru brjálaðir og sögðu að samfylkingu hefði þrotið örendið.
Sjálfstæðisflokkurinn gekk ekki úr ríkisstjórn - honum var sparkað úr ríkisstjórn. Raunar felldi búsáhaldabyltingin ríkisstjórnina - studd af miklum meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum.
Umræða um þjóðstjórn komst aldrei af koppnum því Geir Haarde neitaði þjóðstjórn nema hún væri undir sinni stjórn - með þeim rökum að hann stýrði stærsta flokknum. Æðislega dipló eitthvað!
Síðan má skilja af þessu að það sé alveg búið að bera fullnaðarábyrgð á klúðrinu sem er niðurstaða efnahagsstjórnar þessara manna til 18 ára, með því falla úr stjórn í nokkra mánuði.
Þá kemur:
"Eftir á að hyggja held ég að það hafi verið pólitískt vanmat á einhvers konar uppgjöri strax. Það hefði verið til þess fallið að auka tiltrú fólks á stjórnvöldum að gera breytingar á ríkisstjórninni strax eftir hrun".
Sko! Það var búið að gefa þessu fólki 15 vikur til að átta sig. Þá loks sauð uppúr þegar ljóst var orðið að engu átti að breyta, ekki gera neitt sem máli skipti í stjórnkerfi þessarar risaeðlu sem hafði skapað, framkvæmt og stjórnað því kerfi sem þarna hrundi. Það átti bara að halda völdum, sínum völdum.
Þarna eru svo talin upp öll þungaviktarmálin og hve nauðsynlegt sé að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur í stjórn til að allt fari vel - BIÐLAÐ TIL KJÓSENDA - jújú, við duttum úr stjórn og höfum þar með axlað ábyrgð á að hafa skuldsett ykkur, börn ykkar og trúlega líka barnabörn fyrir sukkkerfinu sem við bjuggum til síðustu árin en nú þarf að horfa til framtíðar og þjóðin þarf að vinna sig út úr vandanum... og allt uppá borðið!
Þetta viðtal veldur mér gríðarlegum vonbrigðum, ég var að vona að þarna væri góður drengur á ferð. Það er hins vegar augljóst á þessum málflutningi að svo er ekki. Góðir drengir grípa ekki til stórkostlegrar sögufölsunar til að fegra eigin hrikalegu frammistöðu.
Sveiattan
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Athugasemdir
Fín skrif.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.3.2009 kl. 14:58
Þarna er ég þér innilega sammála eins og talað út úr mínu hjarta
Andrés Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 15:36
Takk, Bjarni fór algerlega yfir strikið. Alveg á pari við "þið eruð ekki þjóðin".
Haraldur Rafn Ingvason, 21.3.2009 kl. 16:22
Held að þú verðir að taka lyfin þín reglulega, kallinn minn. Þetta hljóta að vera lyfin vegna þess að það eru jú takmörk fyrir heimsku manna.
Harri Garri (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 20:36
Það fæddist barn á Íslandi í dag:
Velskapað og heilbrigt barn, með augun og nefið frá móðurinni, munnsvipinn frá pabbanum....
.......og skuldirnar frá sjálfstæðisflokknum!!!
kv.
Einar Ben, 21.3.2009 kl. 21:49
Næ ekki alveg þessu kommenti um lyfin og heimskuna, er kannski bara svona tröllheimskur
Haraldur Rafn Ingvason, 21.3.2009 kl. 22:27
Þeir tala mest um lyf sem mest nota þau sjálfir.
Það er nú bara eðliegt.
En veruleikafirring er vægasa orðið yfir þessu "pólitíska uppgjöri" hans Bjarna litla. Þó gæti hann átt þá afsökun fyrir barnaskapnum að hafa hlýtt á svona söguskýringar í stjórnmálasögutímum Hannesar frá Hólmsteini. "En nú ætla ég að fella niður 20% af skuldum fólksins þegar ég verð orðinn formaður Flokksins elskurnar mínar! Og svo ætla ég að afnema verðtrygginguna líka og svo....og koma svo! koma svo!"
En aðalatriðið er að "við slitum samtarfinu við Samfylkinguna!!!!!!! Og við öxluðum þar með ábyrgð"
Ætla Sjálfstæðismenn að velja þennan krakkakjána sem formann? Og nú spyr ég: Er þetta mesti bullukollur allrar okkar stjórnmálasögu? Ég man ekki eftir annari eins hörmung á prenti.
Árni Gunnarsson, 21.3.2009 kl. 22:50
Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo sannarlega fundið sinn Bush II í Bjarna Ben II - svo meira sé nú ekki sagt.
Fínn pistill og merkilegt hvað íslenski Bush-inn er firrtur!
Þór Jóhannesson, 21.3.2009 kl. 23:46
Gjörsamlega veruleikafirrtur þessi Bjarni Ben,hann er ekki í neinu sambandi við þjóð sína.AUÐMENN eiga ekki að komast til valda í pólítík,það hefur sýnt sig hvernig fer þá.Bjarni Ben,er greinilega að ofmeta sjálfan sig,vonandi kemst hann aldrei til valda.
Númi (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 00:04
Að óska sér að Bjarni komist ekki til valda er sennilega draumsýn.Sigmundur Davíð og Bjarni Ben,eru eflaust farnir að sjóða saman næstu ríkisstjórn.Þeir tveir eru reyndar mjög óreyndir í pólitík,hvað þá þessi Sigmundur,hann hefur arkitektana á bak við sig.Ég er sannfærður um það að bylting mun verða ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda,þeir skammast sín ekkert.Öreigabyltingin á eftir að eiga sér stað,ástandið í þjóðfélaginu fer ekki batnandi,það er hægt að sjá á því aukna atvinnuleysi sem orðið er,Sjálftökuflokkurinn Sjálfstæðisflokkur,á stærstan þátt í því.Spái því að eldar eigi eftir að loga svo um munar á Austurvelli,þetta er ekki búið.
Númi (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 00:48
Góður pistill. Hjartanlega sammála og ég held að þú þurfir ekki að taka nein lyf því það er miklu heilbrigðara að fá útrás á blogginu.
Helga Þórðardóttir, 22.3.2009 kl. 01:12
Þetta eykur ekki beint tiltrú...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.3.2009 kl. 10:16
Væri raunar þakklátur fyrir lyf sem virkuðu á kvefpestir, er að berjast við eina slíka þessa stundina - hiti, nefrennsli og allur pakkinn...
En nei, hann er ekki trúverðugur blessaður.
Haraldur Rafn Ingvason, 22.3.2009 kl. 15:19
Smá rökræða í lokin um hvort "kerfið klikkaði"...
http://birgir-mar-gudmundsson.blog.is/blog/birgir-mar-gudmundsson/entry/834896/
Haraldur Rafn Ingvason, 22.3.2009 kl. 16:44
Svo er líka spurning hvort hægt sé að hringja í 112 og fá 300.000 króna aðstoð ef heimilin eru að fara á hausinn?
Þórhallur Ólafsson forstjóri hlýtur að geta ákveðið það einn og án álits eins og hann ákvað þegar hann studdi Sjálfstæðisflokkinn fyrir slíka upphæð af fé almennings.
Þór Jóhannesson, 22.3.2009 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.