Leita í fréttum mbl.is

"Menn byrja að drepast upp úr 32 ára aldri"...

...fullyrti minn frábæri kennari Arnþór Garðarsson eitt sinn. Ég er ekki í nokkrum vafa að hann hefur byggt þessa niðurstöðu sína á stóru úrtaki samferðafólks síns, þar með talið hinna fjölmörgu nemenda sinna.

Ég var nú hreint ekki sammála honum í þessu (frekar en ýmsu öðru) enda akkúrat á þessum aldri þegar þessi nærgæta athugasemd féll. Hins vegar verður nú að segjast að æði oft hafði hann nú rétt fyrir sér (og ég þar með rangt) um hin ýmsu mál - bæði líffræðitengd og almenn. 

En það er ekki bara aldur í árum sem fer með mann, kæruleysi gagnvart eigin skrokki er ekki síður varasamt en tikk tímanns. Þá er ég sérstaklega að meina það þegar maður fylgist ekki með ástandi sjálfs sín. 

Ég mun t.d. seint gleyma hve hugsi ég varð, u.þ.b. tveimur árum eftir að mér var svo blátt áfram bent á að toppnum væri náð, í kjölfar fyrirhugaðs stökks yfir skurð.

Ég var sem sé í göngutúr um mólendið í nágrenni Korpu og kom að skurði. Alvanur að fljúga fyrirhafnarlaust yfir skurði eins og þennan, tók ég undir mig stökk eins og hafði alltaf gert - og dreif út í nákvæmlega miðjan skurðinn!Pinch

Þar sem ég stóð þarna, blautur upp í hné og velti fyrir mér hvur fjandinn hefði gerst, Woundering rann upp fyrir mér að þrátt fyrir að sá kraftur sem gert hafði verið ráð fyrir í stökkið hefði skilað sér að mestu, hafði stökkferillinn verið mun krappari en búist var við.

Ég var einfaldlega mun þyngri en ráð var fyrir gert!Blush

Eftir þetta hef ég alltaf öðru hverju tekið skrokkinn í próf til að kanna getu hans. Þetta eru fjallgöngur, sjóferðir og ýmis önnur útivist sem reynir verulega á. Þannig reyni ég að hafa á hverjum tíma, sem besta hugmynd um líkamlegt ástand svo að maður lendi nú ekki aftur í þeirri fáránlegu lífsreynslu að drífa bara hálfa leið yfir skurð - eða einhverju þaðan af verra!


mbl.is Andlega hrörnunin byrjar við 27 ára aldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það má reyndar líka halda því fram að maður byrji að drepast við getnað.

Hrannar Baldursson, 17.3.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Man alltaf þegar leikfimikennarinn í M.R.  (þessi sem lét okkur hlaupa í endalausa hringi umhverfis Tjörnina), sagði við okkur átján ára námsmeyjarnar:  "Jæja stelpur, nú skuluð þið horfast í augu við það að uppúr þessu farið þið að hröna".

Þá fékk ég mér nú bara vottorð í leikfimi.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 02:18

3 Smámynd: Magnea Karlsdóttir

Nú skil ég margt

Magnea Karlsdóttir, 18.3.2009 kl. 08:51

4 identicon

Þetta er mjög svo góð saga sem þú ferð með hér.. og er efni í góða dæmisögu.. þetta blogg skaltu muna! :)

Jói Bjarna (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:41

5 identicon

Þetta er skemmtileg saga hjá þér Haraldur. Ég togna yfirleitt þegar ég reyni að hoppa yfir skurði nú orðið. Umræddur heimsspekingur hefur ýmsar aðrar skýringar á mannlegu eðli á takteinum. M.a. þá að menn toppi í dóminans um fimmtugt. Það er þó alltént nokkur von fyrir þá sem hafa búið við heilahrörnun um árabil. :)

TGG (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:18

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Logi Jónsson sem kenndi okkur lífeðlisfræði benti líka á að sjóngeta nær toppi fyrir tvítugt. Uppúr því fer keilunum og stöfunum að fækka, og þar með dvínar sjónin.

Í þessu samhengi er vert að rifja upp orð Jóns Hreggviðssonar og Halldórs Laxnes, hvenær er maður dauður, og hvenær er maður ekki dauður?

Arnar Pálsson, 18.3.2009 kl. 15:42

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Jamm, leikfimi er böl! Þakka íþróttafælni minni að ég skuli aldrei hafa aldrei tognað neitt sem máli skiptir.

Í mínu tilviki hefur nú sjónin ekki verið til að hrópa húrra fyrir frá átta ára aldri. Svo kom í ljós í heyrnarprófinu í lífeðlisfræðinni hjá Loga að það var gat í heyrninni - þungarokks/haglabyssutíðnin var ekki upp á marga fiska.

Annars fer ég alltaf að hugsa um súrefnisupptöku sæbjúgna þegar Loga ber á góma...

Haraldur Rafn Ingvason, 18.3.2009 kl. 21:26

8 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir að rifja þau upp, þetta voru súrefnismettaðir sælutímar. Eftir að sæbjúgun hurfu á braut hefur kjallarinn í Læknagarði ekki borið sitt barr.

Arnar Pálsson, 19.3.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband