Leita í fréttum mbl.is

Ljón með hlaupabólu :-(

Já, litla ljónið er komið með hlaupabólu! Bóla á bak við eyrað, bóla á augnlokinu - já það er eins og þessar bannsettar bólur hreinlega leiti uppi alla óþægilegustu staðina og komi sér þar makindalega fyrir. 

En bólurnar eru kannski ekki það versta.

Ljónið er nefnilega ekkert sérlega lasið þrátt fyrir þennan ófögnuð. Og því er það að drepast úr leiðindum (ásamt kláðanum). Það er nefnilega þannig að þegar maður er fjögurra ára ljón þá þarf maður að hafa eitthvað fyrir stafni! Og að fara ekki í leikskólann í morgun var frekar fúlt. Að hanga heima (og inni) með pabba gamla í morgun var sko ekki gaman nema í tíu mínútur. Video og DVD tæknin björguðu því sem bjargað varð. Og að geta ekki farið og leikið við bestu vinkonu sína eftir leikskóla eins og venjulega var alveg hræðilegt!

Orsakaði LJÓNATÁRAFLÓÐ! 

Þó virðist sem hún ætli að fara léttar út úr þessu en bróðir hennar á sínum tíma. Hann fékk ca. þrefaldan bóluskammt og ekki bætti útlitið, að um það leyti sem hann steyptist út, var hann bitinn illilega í kinnina af megafrekju nokkurri. Ömmu hans lá við öngviti þegar hún sá útganginn á greyinu.

Sjálfur fékk ég þetta um 11 ára aldur og er ennþá með ör hér og þar um skrokkinn. Mér er sérlega minnisstætt hljóðið sem kom þegar bóla sem var inni í eyranu á mér sprakk þegar ég var eitthvað að pota í hana. SPPSTT... 

Þetta er nú ljóta pestin! 

Ps. 

Sökum framangreindrar vanheilsu umrædds ljóns, sé ég tæpast fram á að geta tekið þátt í hinum hefðbundnu laugardagsskrílslátum nú um helgina... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Besta ráðið sem ég fékk við hlaupabólunni var að baða börnin í matarsódabaði - ca 1dl. matarsódi út í volgt baðvatn og svo svömluðu krakkarnir heilu og hálfu dagana í baði. Og kláðinn hvarf. Í síðasta hlaupabólufaraldri sem réðst á heimilið fyrir nákvæmlega ári síðan, notaði ég til viðbótar Fóta-galdur frá Villimey með góðri verkun. Óska ljóninu góðs bata.

, 6.12.2008 kl. 22:06

2 identicon

Ennþá betra er að láta litla greyið fá hálfa ofnæmistöflu á dag. Kláðinn minnkar töluvert við það. Var ráðlagt þetta af lækni sem fékk hlaupabólu á fullorðinsaldri og reyndi allt til að líða betur.

Selma Hjörvarsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 22:33

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Bestu þakkir fyrir ráðleggingarnar, þær eru vel þegnar. Litla ljónið hefur í dag verið smurt kalamínáburði frá gamla apótekinu, sem hefur þann ótvíræða kost umfram önnur úrræði að vera aðeins bleikur á lit .

Þetta hefur dugað til að taka mesta kláðann. Mun væntanlega svipast um efitir villimeyjarkreminu í framhaldinu.

Takk fyrir okkur 

Haraldur Rafn Ingvason, 7.12.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband