29.10.2008 | 22:54
Góðar fréttir :-)
"Henni Fríðu líður vel" sagði David Attenborough í kastljósinu á mánudag. Fyrir okkur sem tengjumst kúluskít sterkari böndum en þau meðaljón og gunna, og höfðum að auki hönd í bagga með að kynna þau David og Fríðu, voru þetta hjartnæmar fréttir. Það er jú ekki á hverjum degi sem fréttir berast af því að kúluskít líði vel, hvað þá íslenskum kúluskít í útlöndum.
"Færeyingar ætla að hjálpa okkur". Ja, hvað getur maður sagt annað en TAKK og rifjað upp hve góðir grannar þeir eru. Ævinlega þegar við sem þjóð lendum í hremmingum koma þeir og gefa okkur knús.
"Björk og sprotfyrirtækjahugmyndasmiðja". Aftur er það kastljós sem skorar. Björk er sem sagt andlit hugmyndasmiðju um nýsköpun og sprotafyrirtæki. Þetta er það sem þarf í dag! Frábært framtak sem fróðlegt verður að fylgjast með.
Og síðast en ekki síst, STRÁKARNIR OKKAR UNNU
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.