23.6.2008 | 21:21
Litla ljónið og stórir hundar :-(
Eftir um það bil mánuð verður litla ljónið okkar fjögurra ára. Já tíminn líður svo sannarlega. Eins og flestir vita sem þekkja okkur er hún á köflum all mikil fyrir sér og bókstaflega að springa úr dugnaði. Mikill klifurköttur og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna - nema stóra hunda. "É hef onnæmi fiðið ðtóðum hundum" sagði hún við mig í vetur eftir nágvígi við fullvaxinn síberískan sleðahund.
Í dag var svo bætt ögn á áðurnefnt "onnæmi", þegar kærasti einnar fóstrunnar á leikskólanum mætti með gæludýrið að dyrum skólans. Í fjarlægð hefur hinn fullvaxni dobermann örugglega ekki litið út fyrir að vera neitt óárennilegur - að minnsta kosti kom hún hlaupandi til að klappa voffa og lét sig hafa það þótt hæðin á herðakamb hundsins væri svipuð hennar eigin hæð! En þegar hann teygði sig að henni og hnusaði af hárinu á henni, fannst litla ljóninu nóg komið, hörfaði undan með stóra skeifu og yfirlýsingunni "Méð finnðt baða gaman að hvolpum".
Ég er alvanur hundum og þeir voru fastur liður í mínu ungdæmi. Ég verð þó að viðurkenna að ef hundur sem væri 1,8 metrar á herðakamb snéri sér að mér og færi að hnusa af hausnum á mér - ég hugsa að mér stæði ekki á sama...
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.