4.6.2008 | 23:54
Athyglisverður listi...
Mogginn hefði nú alveg mátt spara manni ómakið og setja tengil á þessa blessuðu könnun en hér er hann kominn: http://www.jdpower.com/autos/ratings/quality-ratings-by-brand/additional_results.aspx
Samkvæmt þessu eru ýmis gömul stórveldi s.s. Volvo og Volkswagen bara svona í meðallagi meðan Hyundai og Kia skora grimmt. BMW er bara slappur! Maður spyr sig um mátt auglýsinga og staðalímynda...
Persónulega sakna ég nokkurra tegunda og þar ber Citroen hæst enda eru tveir slíkir í fjölskyldunni. Hvorugur þeirra bilaði neitt fyrstu þrjá mánuðina þannig að þeir hefðu samkvæmt forsemdum könnunarinnar fengið fullt hús!
Annars er orðið erfitt að henda reiður á bílategundum á þessum síðustu og verstu. Þannig er ásinn (Citroen C1) hannaður í samvinnu Citroen, Peugout og Toyota og seldur undir öllum þessum merkjum - að vísu með merkjanlegum mun í útliti og að nokkru leyti í búnaði. Fimman (Citroen C5) er hins vegar franskur stuðaranna á milli og eftir að hafa notið hans í þrjú ár er erfitt að hugsa sér eitthvað annað farartæki.
Hann er það góður
Porsche bilar minnst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Athugasemdir
Takk fyrir að benda mér á þetta video, þú hittir naglann á höfuðið.
Haraldur Rafn Ingvason, 5.6.2008 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.