16.3.2011 | 14:06
920 millj. fjárfestingar í ólögbundin verkefni!
"Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta flokksins í Menntaráði, benti á að í þessu árferði væri nauðsynlegt að skera niður og hagræða. Eftir vangaveltur hefði verið valin sú leið að ráðast í breytingar á yfirstjórnun leik- og grunnskóla, frekar en að líta til hagræðingar hjá almennu starfsfólki skólanna, sem mætti síst við kjaraskerðingu á þessum tímum."
Hvað með að sleppa því að eyða 150 millj. í framkvæmdir við götur og lóð Háskólans í Reykjavík?
Hvað með að sleppa því að eyða 500 millj. í Lækjargötu 2 og Austurstræti 22?
Hvað með að sleppa því að eyða 100 millj. í Lækjargötu - Lækjatorg - Austurstræti - Ingólfstorg?
Hvað með að sleppa því að hækka framlag til Leikfélags Reykjavíkur um 73 millj. (ER NÚ 698 MILLJÓNIR)
Og svo er það Harpa með um 550 millj. í rekstur og fjárfestingar!
Er ekki allt í lagi???
Tillögurnar ekki dregnar til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Athugasemdir
Ég gæti ekki verið meira sammála þér, ótrúlegt hvernig forgangsröðin er hjá þessu fólki. Held að það sé meiri nauðsyn að búa vel að börnunum á þessum erfiðu tímum heldur en að halda eyða t.d. í Leikfélag reykjavíkur og fleiri gæluverkefni. Ég held að það séu nokkuð margir sem hafa ekki efni á að fara í leikhús og tel ég þetta því lúxus. Óttar Proppé réttlætti þetta með því að eitthvað yrði nú að hafa fyrir börnin en þegar ég huga um velferð þeirra tel ég meira áríðandi að hlúa vel að þeim í leik-, grunnskólum og frístundarheimilum heldur en að hafa áhyggjur að þau komist ekki í leikhús.
Ragnhildur Gunnarsdóttir, 16.3.2011 kl. 22:26
Jamm, rökin eru ekki sterk fyrir þessari forgangsröðun. Svo eru vinnubrögðin kring um þetta mál alveg óþolandi.
Haraldur Rafn Ingvason, 17.3.2011 kl. 20:52
Frábær punktur Haraldur. Sammála þessum pistli og öðrum í þessum málaflokki. Vinnubrögðin hjá mennta og leikskólasviði hafa verið fyrir neðan allar hellur.
Arnar Pálsson, 25.3.2011 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.