Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Frost og blíða

Veðrið er klassískt umfjöllunarefni. Hvað geta menn talað um þegar þeir hafa ekkert að tala um? Og alltaf er hægt að vera ósammála um það.Cool

A) "Þetta var nú meira bölvað óþverrasumarið -  eintóm rigning og rok".       

B) "Bullogvitleysa . Þetta var eintaklega gott sumar með sól og blíðu - og heyfengur fyrir norðan aldrei verið meiri".

A) (pirraður) "þú varst nú líka í útlöndum í allt sumar, hvað ætli þú vitir um veðrið hér heima..."

B) (líka pirraður) "já, ég skrapp út í tíu daga um miðjan ágúst, um það leiti sem loksins fór að rigna...

Jæja þið kannist við þetta, svolítið eins og pólitíska alsheimerið sem hrjáir þjóðina,Shocking en þetta var nú alls ekki það sem ég ætlaði að tala um...!Whistling

Eitt af því sem ég sakna hvað mest við að búa úti í dreifbýlinu er að sjá ekki til stjarnanna. Hér á regn- og rokhorninu er vonlaust að sjá eitthvað sem hægt er að kalla stjörnubjartan himin. Frown

Undanfarnir tveir morgnar hafa þó boðið upp á það besta sem hægt er að vonast eftir hvað þetta varðar. Það er mér því sérstök ánægja að báðir krakkarnir hafa tekið eftir þessu. Strákurinn spurði mig í gær hvaða skæra stjarna þetta væri sem hann hefði séð þegar hann var að labba í skólann (venus) og litla dýrið stoppaði báða morgnana og starði steinhissa upp í loftið þegar við vorum að labba út í leikskóla.Joyful

Kannski er ekki allt að fara til andskotans eftir alltsaman... enn er von!


Í tilefni dagsins

Þennan dag fyrir þremur árum var nokkrum vinum og ættingjum boðið í skírn heima í stofu hjá okkur. Það kom því nokkuð flatt upp á gesti þegar allt í einu glumdu við kunnuglegir tónar og fyrr en varði var skollið á brúðkaup! 

Hinar ýmsu vísbendingar um að eitthvað meira væri á ferðinni höfðu farið gersamlega fram hjá gestunum sem sumir hverjir eru nánast sérfræðingar í að lesa í látbragð og aðstæður. Aðgerðin "óvænt brúðkaup" tókst sem sé fullkomlega. Smile

 


Strákadót

"Penis Song" úr "The meaning of life" 

Isn't it awfully nice to have a penis?
Isn't it frightfully good to have a dong?
It's swell to have a stiffy.
It's divine to own a dick,
From the tiniest little tadger
To the world's biggest prick.
So, three cheers for your Willy or John Thomas.
Hooray for your one-eyed trouser snake,
Your piece of pork, your wife's best friend,
Your Percy, or your cock.
You can wrap it up in ribbons.
You can slip it in your sock,
But don't take it out in public,
Or they will stick you in the dock,
And you won't come back.

Eins og flestir vita þá leiðist strákum aldrei í baði. Þessi einfalda umfjöllun um uppáhalds dótið held ég þó að toppi flest. Grin


Ásinn kemur til sögunnar

Í hvaða búð ætlum við nú að fara? spurði litla rauðhærða ljónið.

Í bílabúðina svaraði mamman.

Kaupir maður þar bíla? 

Já...

(mömmunni skutlað úr við Citroen umboðið  - við tvö héldum áfram en stoppuðum til að taka bensín á AO við húsgagnahöllina) 

 Ætlum við í þessa búð?

Nei!

Hvaða búð er þetta?

Húsgagnaverslun...

Og kaupir maður þar hús...???

Það var náttúrlega ekkert sjálfsagðara en að við færum inn í húsabúðina og keyptum okkur hús fyrst mamman var í bílabúðinni að kaupa bíl...

Þegar ég var aftur farinn að ná andanum, kláraði ég að taka bensínið og svo drifum við okkur heim. Viðskiptin hjá mömmunni höfðu greinilega gengið greitt fyrir sig því þarna var hún þá komin á glænýjum svörtum og "visthæfum" Citroen C1 - arftaka trukksins.

Hér eftir verður því ekki talað um trukkinn og stóra bílinn þegar verið er að díla um bíla heimilisins, heldur ásinn (C1) og fimmuna (C5). Cool


Trukkurinn á líknardeild

Þá er komið að því!

Bíllinn minn er "beond repair".

Nú nýtur hann síðustu stundanna í ljómandi góðum, upphituðum bílskúr - í fyrsta skipti á ævinni...

Ka-inn sem er árgerð 1998 komst í mína eigu sumarið 2002 og hefur gengið nær vandkvæðalaust síðan. Í sumar fór hinsvegar að verða vart við krankleika í stýrismaskínu og nú er ljóst að það, ásamt nokkrum öðrum smávægilegum kvilum mundi skila sér í viðgerðarkostnaði sem er svipaður og gangverð bílsins. Þar fyrir utan grunar mig að fleira sé á síðasta snúningi, t.d. kúpling. Því hefur nú verið ákveðið að gera ekki við hann frekar.

Farvel Ford Ka og takk fyrir margar ánægjulegar samverustundir.


Hvað á ég að kaupa fyrir þig í útlöndum???

Píanó! Pinch

Litla rauðhærða ljónið komst sem sagt í kynni við svona batteríisknúna hávaðamaskínu í afmæli fyrir skömmu og hefur síðan róið stíft að því að eignast svona græju. Vitanlega mun mamman ekki standast þetta og innan úr umbúðunum mun væntanlega birtast einhvurslags hljóðgervill. Kæmi mér ekki á óvart að maður myndi eyða meiri tíma úti í bílskúr í framhaldinu...Whistling

Leik í PSP, Tinnakönnu og Tinnabol!Smile

 Ég er nú bara nokkuð ánægður með strákinn, Tinni er sameiginlegt bókmenntafræðilegt áhugamál okkar og við erum á stöðugu útkikki eftir "Í myrkum mánafjöllum". Svo verður að viðurkennast að þessi PSP-græja er eiginlega alveg snilld.

En þú Haraldur minn,  kannski nýjan síma??? GetLost

Sko!!!

Ég á síma. Þrautreyndan, sterkbyggðan Nokia 5110 frá því fyrir aldamót. Að vísu er batteríisending ekki upp á marga fiska og stundum þarf að þrýsta þéttingsfast á skjáinn svo eitthvað sjáist á honum og svo er loftnetið ekkert sérlega öflugt innandyra og hann er þungur og fyrirferðarmikill. En hann virkar (oftast) og það er nóg fyrir mig.

Ég er að hugsa um að vera bara einfaldur og fyrirsjáanlegur í óskum mínum. Bolur úr Tinnabúðinni og  gott single malt viskí úr fríhöfninni fyrir mig.Cool

Skál fyrir því. 


Spennufall

Jæja, þá er búið að afhenda gömlu íbúðina nýjum eigendum. Það er mikill léttir að vera búin að ganga frá öllu (næstum) kringum þessi húsnæðisskipti.Smile

Á forsíðu þessa bloggs stendur að nú séu 99 dagar til jóla og ég geri ráð fyrir að um það leiti verið vonandi komin nokkuð góð mynd á uppröðun innanstokksmuna hér í þessari íbúð. Það innifelur að fara í gegn um alla kassa og koma innihaldi þeirra fyrir.Pinch

Í gær náðum við að hengja upp tvær myndir og þrjú ljós. Dagurinn í dag fór hins vegar allur í eitthvað annað en að ganga frá.Shocking

Það kemur víst í hlut hinna nýju eigenda að bera á pallinn á gamla staðnum...Whistling


Hissa á fólki!

Stundum verð ég alveg gáttaður á því hvað fólk getur verið skrítið. Svo verð ég stundum alvag steinhissa á málflutningi fólks. En hissastur verð ég þó á því sem okkar traustustu landsfeður og yfirbossar láta stundum frá sér fara. Undanfarna daga hef ég í tvígang orðið alveg steinkjaftstopp yfir tveimur mönnum - eflaust ágætismönnum - sem mér finnast hafa farið einkennilega fram í málflutningi og gjörðum.Shocking

Fyrst ber að nefna Sjávarútvegsráðherra.

Hann hefur nú af visku sinni ákveðið að gefa ekki út hvalveiðikvóta og rökstyður það með því að ekki líti út fyrir að vera markaður fyrir afurðirnar (ketið af þessum áttræðu langreiðum sem veiddar voru á síðasta tímabili er enn allt í frysti). Sick

Sko...

 Í ljósi alls lúðrablásturins s.l. sumar þegar þetta var leyft, er nú æði snautlegt að bara hætta strax og gefast upp og loka sjoppunni (var að vísu búið að segja þeim að þetta færi svona)Halo. Yfirleitt er nú málið með kvóta, spurningin um hvort þeir séu nógu stórir eða hvort náist aðveiða upp í þá - verkandanum er almennt leyft sjálfum að fást við markaðsmálin. 

Ætti þá ekki að leifa markaðinum að ráða ferðinni sjálfum, fyrst verið var að leyfa þetta á annað borð? Á Sjávarútvegsráðherra kristalskúlu sem segir hvenær og hvenær ekki er/verður markaður fyrir hvalaafurðir.Wizard

Og hvernig stendur á því að frjálshyggjumenn standa ekki upp allir sem einn og mótmæla því að tekið skuli fram fyrir hendur einkaframtaksins og hins frjálsa markaðar...?  

Hinn maðurinn er Borgarstjóri í Reykjavík.

Niðri í miðbæ er Ríki. Þar er hægt að kaupa áfenga drykki í lausasölu. Þar var einnig hægt að kaupa kælt léttvín og bjór. Ekki lengur!

Samkvæmt fréttaflutningi þá líkaði Borgarstjóranum ekki að hægt væri að kaupa bjór í lausaslu og kælt léttvín/bjór niðri í bæ. Brugðist var við tuðinu með því að fjarlægja kælinn, en að hætta lausasölu bjórs ku vera brot á jafnræðisreglu.Bandit

Skál fyrir því.

Honum líkaði heldur ekki við hóp gesta sem ætluðu að koma á ráðstefnu í vetur og setti þrýsting á hótelið þar sem viðkomandi höfðu pantað gistingu, að þeim yrði úthýst. Við þvi var orðið og þurfti hótelið að sjálfsögðu að greiða skaðabætur vegna þessa. Police

Ekki hann, né Reykjavíkurborg - heldur hótelið - sem sjálft nýtir framleiðslu ráðstefnugesta!

Já, það  er svona forræðishyggja sem fólk fær yfir sig þegar það hleypir einhverju afturhaldsvinstigrænupakki að völdum - eða bíddu nú aðeins hægur...? DevilDevilDevil


Kominn - og farinn...

Er kominn frá Kanada. Þetta var massa ráðstefna, fimm heilir dagar og einn í skoðunarferðir. 1200 þátttakendur! Já , SIL er ekkert grín...

Montreal er skemmtileg borg (mér leiðast yfirleitt borgir) og mikið um að vera. Fengum gott veður og stærsta hótelherbergi sem ég hef séð, með risa ísskáp undir hinn ljúffenga kanadíska bjór. W00t

Nú er maður rétt búinn að tæta upp úr töskunum eftir viku í útlöndum og er farinn að pakka ofaní aðra - það er nefnilega þriggja daga feltferð frá og með morgundeginum. Mýrar, í þriðja skipti í sumar. Verð vonandi kominn aftur í bæinn næginlega tímanlega á föstudag til að vera viðstaddur afhendingu íbúðarinnar sem við erum að kaupa... Svo á að mála eitthvað, flytja eitthvað og fara í stórusumarbústaðaferðina (fimm daga) og klára svo að flytja og afhenda okkar og, og, ogogog...Shocking

Held svo að það fari að róast um hjá manni - vonandi 

Er ekki ennþá farinn að bera á pallinnPinch


Allt í einu - eins og venjulega

Það er alveg merkilegt hvernig allt gerist alltaf einhvernvegin á sama tíma. Hafið þið tekið eftir þessu???

Um helgina komum við aftur í bæinn eftir tíu daga sælu fyrir vestan. Fram undan voru rólegir dagar uns vinnan hefðist aftur í næstu viku. Dunda sé við að  bera á pallinn og svona.Cool

En skjótt skipast veður í lofti...Wizard

Í dag erum við sem sé -  alls óvænt - búin að fá samþykkt kauptilboð okkar í fjögurra herbergja íbúð í næsta húsi og förum í greiðslumat á morgun. Þ.a.l. er nú allt að fara á fullt við að selja okkar en til þess höfum við nokkuð rúman tíma. 

 Og þetta er ekki allt...Pinch

Arnar hringdi á mánudagskvöldið og heilsaði í spurnar tón "Blessaður - Skippers d'Islande árið 2009???". Svarið var að sjálfsögðu "já" og málið dautt.Whistling

Arnar Biggi og ég (þeir í áhöfn Lilju sem helst fíla volk, svefnleysi, puð og annað það sem langsiglingar hafa upp á að bjóða) höfum sem sagt tekið saman við áhöfn Aquariusar um að skipuleggja keppni og ná saman áhöfn á íslenska skútu fyrir Skippers d'Islande árið 2009. Cool

Nú, þessu til viðbótar fer ég á ráðstefnu til Montreal þann 12. ágúst og er fyrirhugað að þar flytji maður 2 erindi...W00t

Þetta er náttúrlega bilun...Shocking


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband