Leita í fréttum mbl.is

Vangaveltur um svartfugl...

Nýlega kom út skýrsla þar sem farið er yfir ástand svartfuglastofna við landið og stungið upp á viðbrögðum vegna þess. Í stuttu máli virðast svartfuglastofnar við landið vera á beinustu leið til helvítis og ástæðan er skortur á fæðu sem hentar ungunum -  aðallega sandsíli. Þetta er náttúrlega hið versta mál og allir sammmála um það.

Nú virðist málið vera þannig vaxið að ekkert sé hægt að gera til að bregðast við orsökum fækkunarinnar. Jafnframt virðist ljóst að veiðiálag á flesta þessa stofnana sé í raun lítið miðað við stærð þeirra - hafi raunar farið minnkandi - og ekki líklegt til að hafa afgerandi áhrif á þróunina.

Meginniðurstaða meirihluta skýrsluhöfunda er að leggja til friðun allra svartfuglastofna næstu fimm árin. Þar vegur þyngst sú skoðun að ekki sé rétt að stunda veiðar úr stofni sem fari minnkandi þar sem slíkar veiðar séu ósjálfbærar.  Þar með var friðurinn úti, nefndin þríklofnaði í afstöðu sinni og fyrirséð skotgrafaumræða er komin í fullan gang.

Nú eru ofangreindar línur langt í frá nákvæmur útdráttur en meginlínurnar ekki fjarri lagi að ég held. Ég spyr mig hvort niðurstaða nefndarinnar hafi ekki verið mjög ótaktísk? Hefði ekki verið miklu vænlegra að leggja til  að takmarka veiðar í tíma og rúmi og ná um það betri samstöðu. Það hefði ekki útilokað möguleika á friðun síðar.

Og svo ég haldi áfram að velta vöngum, ætla menn þá í framhaldinu, sjálfkrafa að banna veiðar út minnkanndi stofnum, hver sem stofnstærð þeirra er, á þeirri forsendu að þær séu ósjálfbærar ??? Varpstofn lunda er talin vera um 2,5 milljónir para, en viðkoman er vissulega hæg - jafnvel í góðæri. Þá þurfa menn líka í framhaldinu að svara spurningunni hvort ekki beri hreinlega að leifa veiðar á stofnum sem eru sterkir eða í vexti ???

Hvaða rök eru fyrir því að banna landeiganda að selja eitt fálkaegg úr hreiðri þegar fálkastofninn er í uppsveiflu - svo dæmi sé tekið?


Hugleiðingar um ráðuneyti...

Nú er allt í rugli niðri í hringleikahúsi vegna þess að suma langar til að breyta reglum um ráðuneyti. Rjómatertukastið er á fullu,prumpublöðrur þeittar til hins ítrasta, augnapot og eyrnaklip sem aldrei fyrr.

Gaman gaman...Sick

En til hvers eru öll þessi ráðuneyti eiginlega???

Jú, þau eru til þess að hafa í þeim ráðherra. Hver trúðagrúppa þarf nefnilega að eiga svoleiðis - og því fleiri, því betra. Undir hverju ráðuneyti eru svo ákveðnir málaflokkar og stofnanir, sem passa verður uppá - annars gætu einhverjir aðrir ráðherrar stolið þeim...! Bandit

En, það skrítna er að stundum er sami málaflokkur í allskonar ráðuneytum. Þannig eru umhverfismál í a.m.k. fjórum ráðuneytum. Svo finnast mönnum umhverfismál ómerkileg svona dags daglega...!

Ég er með hugmynd!W00t

Fækkum ráðuneytum niður í fjögur til fimm. Þau yrðu efitrfarandi:

Forsætis- og  fjármálaráðuneyti (kannski í sitt hvoru lagi)

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Innanríkisráðuneyti

Utanríkisráðuneyti

Til að skilja síðan betur milli löggjafar- og framkvæmdavalds mundu ráðherrar að sjálfsögðu ekki gegna þingmennsku.

 


Fínt, - en til hvers er þá ríkisábyrgðin???

Ef þetta er nú allt svona gott og blessað, hellings aur að hellast inn í búið og allt að verða í svona svakalegu gúddí þarna úti í Bretlandi, af hverju er þá þessi ofuráhersla á að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave??? Og af hverju mun þá allt fara til...

Gleymum flokksskýrteinum þegar kemur að skólamálum...

...þau snúast nefnilega um alvöru verðmæti, þ.e. menntunarumhverfi barnanna okkar. Það er ekkert nýtt að borgaryfirvöld fái einhverjar flugur í höfuðuð og keyri þær í gegn eins og þetta mál. Það er gamalkunnug taktík að vinna mál inni á kontór, handa...

Yfirtakið fundinn eins og gert var í Grafarvogi!

Það er rétt hjá foreldrunum vestur í bæ, það er út í hött að bjóða upp á einn kynningarfund fyrir svo marga og sundurleita skóla. Þetta er hins vegar í takt við vinnubrögðn í þessu máli fram til þessa. Væntanlega er fyrirhuguð dagskrá fundarins á þann...

920 millj. fjárfestingar í ólögbundin verkefni!

" Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta flokksins í Menntaráði, benti á að í þessu árferði væri nauðsynlegt að skera niður og hagræða. Eftir vangaveltur hefði verið valin sú leið að ráðast í breytingar á yfirstjórnun leik- og grunnskóla, frekar en að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband