Leita í fréttum mbl.is

Útflutningsverðmæti heiðagæsa...?

Hve oft höfum við ekki heyrt talað um útflutningsverðmæti og hvernig þau skiptast milli helstu atvinnuvega s.s. sjávarútvegs, iðnaðar, tölvuleikja og áls. Já, álið hefur átt sinn fasta sess í útflutningsverðmæti þjóðarinnar. En hve réttmætt er að tala um ál frá álverum hérlendis í þessu samhengi?

Hugsum okkur að hingað komi útlendingar sem vilji byggja frystihús. Þeir eiga eigin útgerð og munu afla hráefnis án aðkomu íslendinga. Íslendingar munu hins vegar vinna í frystihúsinu og þjónusta það, auk þess að útvega því orku. Afurðir frystihússins verða síðan fluttar úr landi og seldar á vegum eigenda þess (virðisaukinn er fluttur út). 

Er réttmætt að útflutningsverðmæti þessara afurða sé jafngilt afurðum sem aflað er af íslendingum, á íslenskum skipum, unnið og selt af íslendingum (þar sem virðisaukinn verður sannarlega eftir í landinu)?

Ég efast um það. Ef ál á heima í tölum um íslenskt útflutningsverðmæti eiga íslenskir farfuglar það líka, enda fer afurðamyndun þeirra aðallega fram hér á landi en nytjar (veiðar) í útlöndum!

Þau álver sem starfa- og eru fyrirhuguð hér á landi, eru og verða í eigu útlendinga. Þeir flytja hráefnið inn og afurðina út. Það sem eftir verður í landinu eru tekjur starfsfólks og skattar, tekjur af þjónustu og ýmis aðstöðugjöld. Á móti kemur að byggja þarf virkjanir - eingöngu fyrir þessi álver - og það gera íslendingar sjálfir á sinn kostnað (með lánsfé?). Þessar virkjanir munu ekki skila hagnaði fyrr en eftir áratugi.

Það hlýtur að valda fleirum en mér ónotum að enn skuli menn vera að hugsa um áframhaldandi byggingu álvera. Það innifelur jafnframt að þá munum við binda alla bestu framtíðarvirkjunarkosti okkar við þennan einhæfa atvinnuveg. Svo er ekki einu sinni víst að allt þetta brölt skili í raun neinu sem heitir til fólksins í landinu...


mbl.is Vanmetur mikilvægið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Veistu um markað fyrir þessar heiðargæsir?

Offari, 4.2.2009 kl. 01:15

2 Smámynd: Kristján Logason

Kristján Logason, 4.2.2009 kl. 04:15

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Heiðagæsir eru skotnar og étnar á Bretlandseyjum. Lóur, spóar og hrossagaukar eru sælkeramatur m.a. í Frakklandi. Er þó ekki með kílóverðið á hreinu .

Svo er rétt hjá Kristni að umferðafuglarnir eru vinsælir, m.a. af vinum okkar í norðri.  Þannig var merki frá gervihnattasendi rakið ofaní kælikistu veiðimanns á Baffinslandi þar sem það fannst, enn áfast margæsinni sem verið var að fylgjast með

Haraldur Rafn Ingvason, 4.2.2009 kl. 09:22

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Athyglisvert.
Annars væri nú rétt að setja kvóta á gönguferðir um hálendið og í framhaldi af því ætti að setja verðmiða á hvert skref. Um gæti verið að ræða umtalsverð verðmæti, sem bændur, aðilar í ferðaþjónustu og aðrir hagsmunaaðilar ættu tilkall til. Í framtíðinni. Svo gæti þjóðin veðsett þennan kvóta...

Slagorðið geti t.d. verið: "Skref í rétta átt" eða: "Hvert gengið skref.."

Júlíus Valsson, 4.2.2009 kl. 09:57

5 Smámynd: Offari

Er ekki hægt að setja framseljanlegann veiðikvóta á heiðargæsina? Svo verður hægt að braska með kvótann og þegar búið er að sprengja upp verðgildið verður hægt að veðsetja komandi kynslóðir af heiðargæsum.

Offari, 4.2.2009 kl. 15:06

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Laukrétt! Þarna liggur "dautt fiðurfjármagn" án hirðirs, sem einungis bíður þess að vera einkavætt og frelsað - svo það geti orðið veðhæft og margfaldast

...svo maður vitni nú Hannes Hólmstein

Haraldur Rafn Ingvason, 4.2.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband