Leita í fréttum mbl.is

Sérstakir dagar að baki - 75% árangur

Það er óhætt að segja að undanfarnir dagar hafa verið í meira lagi sérstakir. Fyrir viku var maður að velta fyrir sér hvernig fyrirhuguð mótmæli við þingsetninguna mundu fara fram og hvort unnt væri með einhverjum hættti að vekja þingheim af svefni sínum. Síðan þá er maður búinn að taka virkan þátt (þ.e. eins virkan og fjölskyldumaður í fullri vinnu getur) í mestu mótmælum sem farið hafa fram á Íslandi, og eldhúsáhaldabyltingin - studd af miklum meirihluta þjóðarinnar skv. skoðanakönnunum - hefur fellt þessa ónýtu ríkisstjórn.

Margt er eftirminnilegt s.s. reykjarlyktin og hinn ofboðslegi hávaði- takturinn sem skildi eftir sig þá tilfinningu að bómullarhnoðri væri fastur í eyrunum á manni (sama tilfinning og eftir Rammsteintónleikana hér um árið), ótrúlegt úthald mótmælenda, örþreyttar og útbýaðar löggur sem dottuðu fram á skyldina sína framan við alþingishúsið, og Geir Jón með sitt rólega en ákveðna fas, höfðinu hærri en allir aðrir.

En sérstaklega eru þó minnisstæðir hinir ólíku hópar sem sameinuðust þarna, börðu á allt sem tiltækt var og öskruðu sem mest þeir máttu "VANHÆF RÍKISSTJÓRN og ÁFRAM ÍSLAND". Þetta voru ömmurnar, grímuliðið, sjóaralegu típurnar, vörubílstjóri nr. 1, gömlu fúlu karlarnir, trommararnir, 101 pakkið, lúðraþeitararnir, listamennirnir, menn í jakkafötum, menn í iðnaðarmannafötum, útivistarliðið, mæður með barnavagna, venjulegi almenningurinn sem aldrei er tekið eftir og síðast en ekki síst unga fólkið, sem hinir eldri voru vissir um að aldrei yrði neitt úr sökum sjónvarpsgláps og tölvuleikjafíknar.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu en eitt er víst. Þingheimur og stjórnmálaflokkar landsins munu í nánustu framtíð hugsa sig tvisvar um áður en þeir hundsa kröfur umbjóðenda sinna, senda þeim puttann og kalla skríl!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Er ekki málið að tromma smá við seðlabankann næstu daga?  Ég er til að mæta þangað, þar til Davíð og hinum seðlabankastjórunum hefur verið vikið frá?  Lifi eldhúsáhaldabyltingin. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.1.2009 kl. 01:16

2 identicon

Nú drekkir vinstristjórnin Íslandi endanlega niður í skýtinn.  Þessi stjórn verður einskonar Rauð Kmera-stjórn. 

Þetta eru landráð.  Ofebldisfullir mótmælendur komu þessu til leiðar.  Þeir sem ná völdum með ofbeldi, stjórna með ofbeldi. 

Hvað með að tromma ærlega við Bessastaði til svæla þaðan forsetann sem lék sér við útrásarsukkarana sem komu okkur á hausinn? 

Georg Bjarnfreðarson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 13:21

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Rauð Kmera stjórn segir þú Georg... Þá erum við í vondum málum, ég með tvær háskólagráður og þú með fimm...

Annars er rétt að vinstristjórnir eru afleitar (ef marka má sögusagnir). Þær klúðra efnahagnum, valda verðbólgu og atvinnuleysi og gera mann óvinsælan í útlöndum.

Ég hins vegar veit ekki hvort þessar sögur eru sannar, við höfum nefnilega ekki haft vinstristjórn síðan ég man ekki hvenær...

Haraldur Rafn Ingvason, 27.1.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband