Leita í fréttum mbl.is

Íslenskar ó-vinsældir í jafnvægi???

Margt er skrítið í kýrhausnum. Nú er allt búið að vera vitlaust vegna viðtals við forsetann þar sem haft var eftir honum að íslendingar ætluðu ekki að borga (svona pínulítið eins og Davíð sagði). Þingmenn, bloggarar og hellingur af útlendingum risu upp á afturlappirnar og töldu þetta afleitt, þetta gerði okkur (íslendinga) svo óvinsæl í útlöndum.

Og væri nú ekki á bætandi...

Margir af hinum sömu þingmönnum, bloggurum og (sennilega ekki útlendingum), keyra nú með miklum krafti áfram kröfu um að hafnar verði verulegar hvalveiðar hér við land, vitandi að slík ákvörðun mun mælast afleitlega fyrir víða um heim. Gera okkur óvinsæl í útlöndum.

En það skiptir ekki máli...

Það skiptir heldur ekki máli að ekki er markaður fyrir afurðirnar. Hagsmunaárekstrar við aðra atvinnuvegi eru líka léttvægir - og ósannaðir að auki - nema þeir jákvæðu... eða þannig!

VIÐ þurfum nefnilega passa upp á jafnvægið í hafinu. Skítt með áhrif hlýnandi sjávar sem breytir göngumunstri loðnu, síldar, makríls, ýsu, skötulels og fleiri fiskitegunda. Sleppum að taka tillit til smáhvela og sjófugla sem og sela, beinhákarla og marglytta. Nei, veiðum hvali í tvo til þrjá mánuði á ári og jafnvæginu er reddað -  sem og 300 störfum og einhverjum milljörðum!

Og engu þarf að kosta til, er það nokkuð... 


mbl.is 36 þingmenn vilja hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... ég er eiginlega gáttaður á þessari hvalveiðiumræðu... að við, mannskepna ætlum okkur að hafa stjórn á stofnstærð hvala með veiðum er grátbroslegt... við vitum nákvæmlega ekkert hvað við gerum með því að veiða eina tegundina en ekki aðra o.s.frv.

Að hefja hvalveiðar finnst mér jafnslæm hugmund og að jafna Esjunni við jörðu og sturta henni í Faxaflóann til að stækka Ísland...

Brattur, 12.2.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband