Leita í fréttum mbl.is

Nokkur orð um teiknimyndasögur...

Sú staðreynd að Tinni hefur verið dreginn fyrir rétt vegna meintra kynþáttafordóma - aftur og enn - sýnir hve miklar tilfinningar þessar bókmenntir kalla fram hjá fólki. Hvað er líka betra en að setjast niður með Ástrík, Viggó viðutan - eða Tinna og njóta þess yfirgengilega húmors sem þar er að finna og rýna í þann skarpa undirtón sem stundum má lesa milli línanna.

Greip eitthvert kvöldið bók og ætlaði að hafa undir lappann þar sem hann verður dálítið heitur og betra að láta lofta um hann. Þetta var bók um Lukku láka - Karlarígur í kveinabæli - og í stað þess að fara að stússa í tölvunni fór ég að fletta bókinni.

Fyrir þá sem ekki muna, þá fjallar sagan um ósætti tveggja höfuðætta í byggðarlaginu, Eyríkanna og Nefjólfanna. Fjandskapurinn er svo magnaður að þeir sprengja alla innviði samfélagsins í loft upp til að koma í veg fyrir að hinn aðilinn geti notfært sér það. Þeir eru sammála um það eitt að fjandskapurinn sé númer 1,2 og 3 þótt enginn muni hvernig hann byrjaði...

Að lokum nær Láki samkomulagi við eiginkonur ættarhöfðingjanna sem eru (eins og allir aðrir) orðnar langþreyttar á ástandinu og þær neyða loks karlskepnurnar til að standa saman gegn alvarlegri vá. Í kjölfarið dettur að sjálfsögðu allt í dúnalogn og enginn skilur neitt í því hve langt menn létu teyma sig í hugsunarlausum deilum um ekki neitt.

Ætli þetta gerist bara í ævintýrum og teiknimyndasögum...?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góður punktur! Enda eru þessar bækur flestar spegill raunveruleikans - sama hversu fáranlegur hann er. Gott dæmi sem þú bendir á með Lukku Láka, Karlarígur í kveinabæli. Svo eitthvað íslenskt við það.

Sumarliði Einar Daðason, 11.12.2009 kl. 13:30

2 identicon

Mér fynnst ég vera að upplifa þessa sögu á hverjum degi

Netto maðurinn (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 17:50

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Margar teiknimyndasögur sem út komu hérlendis á síðustu öld voru reglulega góðar að upplagi, og frábærlega þýddar. Lukku láki, Viggó og kannski sérstaklega Ástríkur og félagar.

En hvað ertu að gefa í skyn, að Jóhanna Sigurðardóttir eigi að fara og hitta bretadrottningu og afgreiða Icesave yfir tebolla og rúgbrauðssneið?

Arnar Pálsson, 4.1.2010 kl. 13:26

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Já, hvað var ég að gefa í skyn... held að ég verið að hugsa um trúðana í hringleikahúsinu við Austurvöll - og icesave

Haraldur Rafn Ingvason, 6.1.2010 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband