27.11.2009 | 00:45
Mín skoðun og hananú!!!
Ömurleg samningatækni, sem aðallega hefur byggst á að styggja ekki ESB hefur í tvígang skilað óhæfum samningi. Enda ekki við öðru að búast! Það einfaldlega gengur ekki að við berum allan skaða af því að ofurábyrgir fjármálasnillingar fengu að ganga lausir í meingölluðu fjármálakerfi ESB/EES og það verða þeir sem sköpuðu þennan fjanda að skilja.
Fíflagangurinn í hringleikahúsinu við Austurvöll heldur svo áfram. Öllum til bölvunar. Allir flokkar og lang flestir þingmenn eru, af gefnu tilefni, komnir í flokk með fyrrverandi bankastjórum og útrásarvíkingum hvað traust varðar. Margumtalaðan ruslflokk.
Mér sýnist að eina leiðin til að eitthvað vitrænt fari mögulega að gerast hér, sé að moka út úr þinginu eins og það leggur sig og skipa utanþingsstjórn, skipaða fagfólki. Kosningar eru vitagagnslausar við þessar aðstæður!
Icssave og ESB geta vel beðið og eins og fréttirnar frá Dubai bera með sér þá er hreint ekki víst að ballið sé búið... Orkubloggarinn heldur það a.m.k. ekki.
Set svo inn tvo athyglisverða tengla...
Þá er það frá...
Frostavetur falli Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Athugasemdir
Núverandi fjármálakerfi er þannig skapað að það koma alltaf til með að verða niðursveiflur á um 15 - 20 ára fresti, misdjúpar, en samt alltaf með þannig að þeim fylgi miklar eignaupptökur af almenningi. Eina leiðin til að koma okkur út úr þessu, er að skipta algerlega um kerfi og bendi ég á www.umbot.org í því sambandi. Núverandi ríkisstjórn er svo algerlega í höndunum á þeim sem hafa persónulega hagsmuni af núverandi kerfi, að manni hryllir við. Það er verið að ljúga að almenningi sem aldrei fyrr og tími til kominn að hann hætti að taka þessu bulli sem að honum er hent.
Jón Lárusson, 27.11.2009 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.