Leita í fréttum mbl.is

Að spila tölvuleiki...

...getur verið góð skemmtun. Á sínum tíma var tekin sú ákvörðun að tölvur heimilisins yrðu ekki notaðar sem leikjavélar sem neinu næmi, heldur var sammælst um að brúka skyldi Playstation 3 til þeirra nota. Einnig er til gömul Playstation 2 sem stendur enn fyrir sínu.

Hér á bæ er mest stemming fyrir svokölluðum 1. og 3. persónu ævintýra- og skotleikjum. Þetta gengur út á að leysa allskyns þrautir og verkefni og salla niður andstæðinga með hinum hugvitssamlegustu vopnum. 

Nýjasta kynslóð þessara leikja býður upp á frábæra grafík og finnst manni með ólíkindum að allt það gagnamagn sem þarf til að mynda þá veröld sem þar opnast, rúmist á einum diski þó um Blue Ray disk sé að ræða. Síðan þarf jú alveg þokkalegan vélbúnað til að koma þessu til skila á skjáinn og þar stendur PS3 sig frábærlega.

Nú áðan var ég að klára endakallinn í UNCHARTED 2 og verður að segjast að sá leikur er ekki góð skemmtun, hann er FRÁBÆR SKEMMTUN. Þeim tíma (18,5 klst.) sem ég hef varið í spilun hanns undanfarna daga og vikur hefur verið vel varið - og þó að búið sé að fara einu sinni í gegn um leikinn er nóg eftir. Ég er t.d. ekki farinn að snerta á online spiluninni ennþá...Whistling

Svo er bara að  taka aftur til við Red Faction... og vona að nýji Ratchet og Clank leikurinn nái út fyrir jól W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Segðu mér eitt. Ertu að ná að nýta PS3 network-ið eða færð þú neitun á aðgang vegna staðsetningar (Ísland)?

Egill Helgi Lárusson, 25.10.2009 kl. 01:55

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ég bjó til notanda sem er til heimilis í USA. Þar með er hægt að komast í Playstation Store og annað það sem networkið bíður upp á. Það er hægt að nálgast allar upplýsingar varðandi þetta á http://www.psx.is/

Góða skemmtun

Haraldur Rafn Ingvason, 25.10.2009 kl. 13:20

3 identicon

Ég ætla að bíða með Uncharted 2, spila hann um jólin :)

DoctorE (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 14:11

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þér mun ekki leiðast um jólin doksi.

Nýtt Ratchet og Clank demo er víst komið í búðina - verður sko ekki beðið degi lengur með að nálgast það - aðeins að gægjast í pakkann...

Haraldur Rafn Ingvason, 25.10.2009 kl. 15:39

5 identicon

Það getur hljómað sorglega en ég hef óskaplega gaman af því að horfa á kallinn spila uncharted, flottur gaur þessi Drake.  En ég bíð eiginlega jafnspennt eftir nýjum Rachet og Clank og þeir feðgar.

Magnea (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband