Leita í fréttum mbl.is

Verðlagseftirlit Haraldar gjörir kunnugt...

...að verðlag hefur hækkað nokkuð undanfarið ár. Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir en samt er dálítið sjokkerandi að sjá hvernig þróunin hefur orðið.

Síðastliðið haust keypti ég mér nokkuð öfluga gönguskó (Scarpa) sem kostuðu þá á bilinu 23 - 25.000 eftir verslunum. Í dag tékkaði ég á verðinu á þessum sömu skóm - og nú kosta þeir á bilinu 50 - 55.000Pinch.

Um svipað leiti og ég keypti þessa skó var verðið á nýjum bíl sömu gerðar og fjölskyldubíllinn (Citroen C5) um 2,8 milljónir. Listaverð þessa bíls í dag er 4,6 milljónirShocking.

Í árslok 2007 keyptum við nýjan smábíl (Citroen C1), einhvern þann ódýrasta sem hægt var að fá á um 1,3 millj. Í dag er listaverð þessa sama bíls um 2,4 milljónir.Sick

Best að fara og bera á skóna sína - þeir gætu þurft að endast leeenngi... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta segir ekki alla söguna, því álagningunni er örugglega haldið í ískrandi lágmarki nú á móti því að þá var henni haldið eins hátt og mögulegt var. 150% raunhækkun er því varlega áætlað.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 06:23

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það er a.m.k. ljóst að allar hugmyndir um endurnýjun bílaflota heimilisins eru komnar á ís. Síðan eru metan og rafmagn alltaf að verða eftirtektarverðari kostir til að knýja þessi farartæki - þó ekki væri fyrir annað en að þetta getum við framleitt sjálf hér á landi...

Haraldur Rafn Ingvason, 4.9.2009 kl. 20:29

3 identicon

...já og bóna bílana!

Þetta með scarpa skóna er einmitt algerlega ótrúlegt! Þú ættir að skoða North Face línuna næst....þar er ekki hægt að fá dúnúlpu undir 79.000kr! Þetta er orðin spurning um að taka útivistarfatnað á visa-rað!

Gurra (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband