Leita í fréttum mbl.is

Af bjórum (léttöl)...

Þrátt fyrir að hafa einhvern tíman séð "fréttatilkynningar" um nýjar tegundir áfengra eðalveiga má vel vera að þetta teljist óbein auglýsing eða ólögleg umfjöllun þannig að ekki er annað þorandi en að slá "léttölsvarnaglann". Bandit

Undanfarið hef ég nefnilega staðið í óformlega úttekt á íslenskri bjórframleiðslu - fór sem sagt í Heiðrúnu og keypti bland í poka. Það verður þó að taka fram að sökum persónulegs ónytjungsháttar við drykkju, sem virðist hafa mjög sterka fylgni við ört hækkandi lífaldur undirritaðs, er einungis búið að meta fjögur sýnishorn, og er beðist velvirðingar á því.

Ölvisholt Brugghús er framleiðandi að "Reyktum Imperial Stout sem er 9,4% að styrkleika en hann heitir Lava sem er tenging við eldfjallið Heklu sem blasir við í allri sinni dýrð útum dyrnar á brugghúsinu" svo maður steli nú beint af heimasíðu framleiðana. Whistling

Mér leið svona pínulítið eins og Ástríki eftir skot af kjarnadrykk þegar ég hafði skolað þessum niður. Þetta er drykkur sem allir munu hafa skoðun á. Ég mun sko kaupa hann aftur!InLoveW00t

Næstur var Móri, nefndur eftir draugnum. Svo að maður haldi nú áfram að stela þá er "Móri yfirgerjaður öl að breskri fyrirmynd, maltríkur og kröftuglega humlaður.  Ölið inniheldur sjö mismunandi malt afbrigði og blanda af fjórum breskum humla tegundum undirstrika hinn engilsaxneska uppruna Móra". Það vantar sko ekkert upp á bragðið á þessum, maður þarf næstum að tyggja humalinn. Örugglega ekki allra en ég mun kaupa hann aftur.Smile

Íslenskur Úrvals Stout frá Viking var næstur. Alveg ágætur ef mann langar í íslenskan drykk af þessu tagi sem ekki er rótáfengur. Halo

El Grillo. Léttur og ljómandi lager - aftur og enn. Svolítil íslensk hjarðhegðun hér á ferð, engir sénsar teknir. Ef mann langar í íslenskan lager á heitum sumardegi þá er þessi alveg í lagi.Cool

Já, það er greinilega vaxandi metnaður í íslenskri bjórframleiðslu (léttöl).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Björnsson

Ég geri þetta líka af og til, fer og næ mér í sýnishorn af bjór, innlendum sem erlendum. Ég keypti um daginn Jökul og síðan páskabjórinn frá Ölvisholti. Jökull kom bara nokkuð vel út en páskabjórinn á ég eftir að prófa.

Móra hef ég smakkað og fannst hann barasta fínn þó hann sé kannski ekki til að sötra heilt kvöld. Lava hef ég ekki smakkað, held hann hafi ekki ratað norður ennþá (fáránlegar reglur með "tilraunasölu" sem skemma fyrir nýjungum fyrir okkur landsbyggðalýðinn..). Ég er sammála þér með El Grillo, fínn bjór sem, ja fínn bjór.

Tók páskabjórinn frá Kalda og Viking um daginn. Fyrsta umferð sagði að Viking hefði vinninginn þetta árið, hvorugur neitt afgerandi þetta árið.

Annars held ég mig norðanlands þegar kemur að almennri bjórdrykkju og drekk Kalda

Magnús Björnsson, 13.3.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband