Leita í fréttum mbl.is

Af (anti)sportum og áhugamálum!

Eins og allir vita þá er ég - og hef alltaf verið - antisportisti! Ég hef aldrei haft nokkurn áhuga á að eltast við bolta, hlaupa að þarflausu eða reyna að kasta einhverju drasli lengra en næsti maður. Get einnig upplýst hér með að ég hef aldrei átt líkamsræktarkort og aldrei komið inn í slíkar búllur síðan hætt var að neyða mann í leikfimi!Sick

Að sama skapi er ég afskaplega lítill keppnismaður þótt ég hafi slegist eitthvað í skák á yngri árum.

Þetta þýðir þó ekki að ég eigi engin áhugamál. 

Bátastúss í einhverri mynd er mér nauðsynlegt svo ég haldi geðheilsu. Ég er nátturlega alinn upp við þetta, var flest sumur á sjó frá 13 - 30 ára. Roskinn maður fyrir vestan spurði mig fyrir nokkru hvort ég væri ekki feginn að vera nú kominn í þægilega vinnu og þurfa ekki lengur að standa í þessu sjóvolki. Það virtist koma honum á óvart þegar ég svaraði því til að mér hefði alltaf fundist frábært að komast burt frá skólum og sunnanómenningunni til að taka þriggja mánaða slag við grásleppuveiðar og skak. Cool

Það þarf því ekki að koma á óvart að aðal áhugamálin tengist sjónum.

Köfunin hefur því miður setið á hakanum í nokkur ár, hef ekki gefið mér tíma til að sinna henni. Maður er samt alltaf á leiðinni úti aftur enda er þetta gríðarlega heillandi heimur sem maður fær að gægjast inn í með þessu móti.

Um síðustu helgi kepptum við svo á tveggja daga siglingamóti og unnum það (ég er samt enginn keppnismaður sko). Að vísu var logn fyrri daginn og endaði með því að keppni var frestað kl 10 um kvöldið. Þá höfðu menn setið fastir úti á Faxaflóa í rúma tvo tíma. Við höfum hins vegar notað tímann og kastað færi (veiddi eina lýsu) og hlustað á notalega tóna úr næsta bát en þar hafði einn áhafnarmeðlimurinn tekið með sér lita harmoniku - og tók við óskalögum s.s:

Við gefumst aldrei upp þó móti blási (eða þannig), 

Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á... o.fl.

Já og svo finnst mér gaman að labba og á það til að skreppa í kvöldgöngutúra um næsta nágrenni eða Esjuna ef ég er í stuði...

Og allskyns útbúnaður - og græjur...Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þeir eru ansi margir sem ekkert huga að musteri sálarinnar.  Sumir vilja gjarnan lýsa frati á þannig "hluti".  Enn öðrum kann að þykja það gæðastimpill á eigið ágæti að hafa aldrei átt líkamsræktarkort.  Hvað þá komið inn á svoleiðis búllu.  Margir kjósa frekar að fara út á hlað og mála og dytta að steinsteyptu húsi sínu.  Sumum þykir kannski steinsteypan merkilegri en musteri sálarinnar.  Nei að líkamanum skal ekki hugað.  Já mannfólkið er misjafnt og innrætið litskrúðugt.  Allur gangur á því.

Kjósandi (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 08:21

2 identicon

Ég man nú eftir snilldartöktum þínum í knattspyrnu með UMFB hér á öndverðri síðustu öld.

Bjarni Þór (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hmmm...

Fæ nú bara fagmenn í steinsteipumusterið. Og samt er BMI-vægið á græna svæðnu.

Ef ég man rétt þá var ýmislegt við umrætt knattspyrnulið sem þótti athyglisvert. Mér er minnisstæð vaskleg framganga ákveðins varnarmanns sem nú er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Fengum á okkur ófáar auka- og vítaspyrnurnar eftir að hún var búin að hrauna yfir sóknarmenn andstæðinganna...

Annars var þáttakan í þessu náttúrlega af hreinni skildurækni, enda þótti ótækt að ná ekki að skrapa í ellefu manna lið - sem samanstóð oftar en ekki af báðum kynjum. 

Hvað segir þú annars Bjarni, saumaklúbbur fljótlega? 

Haraldur Rafn Ingvason, 9.7.2008 kl. 21:21

4 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Amen,

AaaMEN!

Vilhelmina af Ugglas, 10.7.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband