Leita í fréttum mbl.is

Þetta er allt að koma...

Sem gamall Star Trek aðdáandi  fór ég strax að velta fyrir mér hvort þessi nýi skilningur Vatikansins rúmaði vitsmunalíf. Í beinu framhaldi af því fór ég svo að hugsa um hvort það væri þá líka skapað í "Hans" mynd, en viti bornar geimverur í "humanoid" formi tröllriðu þáttunum lengst af. "Silicon based life forms" þekktust aðeins af afspurn. Síðan lagaðist tölvutæknin og ýmis konar aðrar og verulega framandlegar vitsmunaverur á borð við "Changelings", "Q" og "tegund 8472" sem notast við "bioships", blómstruðu - nokkurs konar tölvuþróunarfræðileg tegundasprenging!

Á hinn bóginn má einnig finna í þessum þáttum "The Borg". Upprunalega "humanoid" en hafa með líf- og nanotækni "endurbætt" sig svo mikið að lítið sem ekkert er eftir af upprunalegri "sköpun". Til viðbótar hafa þeir tapað flestu sem kalla má manneskjulegt, líkjast helst ofurtæknilegu maurabúi þar sem einstaklingurinn skiptir engu og er algerlega háður og bundinn þjónustu sinni við heildina sem stjórnað er af einni "drottningu".

Á umliðnum öldum hafa húsráðendur Vatikansins oft haft horn í síðu þeirra sem leita nýrrar þekkingar. Kenningar sem breyttu heimsmynd manna voru illa séðar og nýrri þekkingu hefur verið hafnað af þvermóðsku. Nú er hins vegar svo komið að góð menntun er algeng, upplýsingastreymi er greitt og þeir sem stunda rannsóknir eru komnir með gríðarlega öflug tæki í hendur. Áðurnefndir húsráðendur hafa því séð sitt óvænna og eru að draga í land með kreddurnar.  

Í framtíðinni gæti maður kannski átt eftir að sjá að kristnir af öllum sortum, gyðingar af öllum sortum og múslimar af öllum sortum sameinuðust nú um að slíðra sverðin og hætta rifast um mismunandi aðferðir til að trúa á þennan meinta skapara sinn - því allt er þetta jú sami guðinn!

Ég vona að þekkingaröflun framtíðarinnar verði sem oftast notuð til að bæta líf okkar og afkomenda okkar. Það getur hins vegar brugðið til beggja vona með það eins og dæmin sanna, t.d. með kjarnorkuna, sem annars vegar er notuð til lækninga og orkuframleiðslu, en hins vegar til smíði fáránlegustu vopna sögunnar. Hvert erfða- og nanotæknin leiðir er ógerlegt að segja - vonandi tekst okkur þó að sneiða hjá þeirri freistingu sem "Borg" útfærslan er.

Þekkingarleitin mun halda áfram - Resistance is futile


mbl.is Vatíkanið segir ekki hægt að útiloka líf á öðrum hnöttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Batshit :P

Siggi (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Dásamlega skemmtilegt horn á fréttina. Opinbera lína páfagarðs hefur alltaf verið á hreyfingu, og því fyrr sem fólk áttar sig á því að hinir helgu textar eru mannana verk, því betur gengur okkur að skilja  hugmyndirnar. Við ættum að leita að mannbætandi hugmyndum (ekki endilega örtækni-mannablendingum!) og hampa þeim, og á sama tíma kveða niður hatursáróður og vanþekkingu sem finna má í flestum trúarlegum textum. Lokalínan er hreint afbragð.

Arnar Pálsson, 15.5.2008 kl. 09:21

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Takk fyrir mig :-)

Haraldur Rafn Ingvason, 15.5.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband