23.4.2008 | 23:30
Atburðir dagsins - mín skoðun!
Í dag var slegist í beinni. Í alvöru! Margir eru voða hneykslaðir á þessu og þykja aðilar hafa farið út fyrir öll mörk. Athugasemdir eins og "komin tími til að stoppa þessa vörubílstjóra" og "þessar aðgerðir eru stórhættulegar og bitna bara á almenningi en ekki ráðamönnum" hljóma víða. Lögguni eru heldur ekki vandaðar kveðjurnar - enda var eins og hún hefði séð Kárahnjúkamótmælanda eða mann i gulri skirtu.
Í þessu ástandi kristallast hið algjöra vilja- og áhugaleysi stjórnvalda á að leysa vandamál og ágreining í þjóðfélaginu áður en þau verða að stórmálum. Þau hafa nefnilega yfirleitt komist upp með það! Fólk hefur bara tuðað á kaffistofum og þegar það hefur verið komið í glas. Menn hafa jafnvel farið í mótmælagöngur og haldið ræður á Austurvelli en það hefur aldrei skilað neinu. Undirskriftarlistar...!??
Kjara- og réttindabarátta getur verið snúin. Hin hefðbundna aðferð hefur gjarna verið að fara í verkfall. Það er nú hins vegar svo að hjá ýmsum mikilvægum hópum er verkfallsvopnið bitlaust. Dæmi um þannig hópa eru sjómenn og kennarar, en við þá hópa þarf ekki að semja um eitt né neitt því þegar aðgerðir þeirra eru virkilega farnar að bíta þá eru þau stöðvuð með lögum.
Nú hafa hjúkrunarfræðingar sagt upp í kjölfar skipulagsbreytinga sem leiða til beinnar kjaraskerðingar. Í aumingjaskap sínum býður viðsemjandi þeim 9000 kall í bílastyrk og skerðingu á fríi! Ráðherra (sem er í útlöndum) segir ekkert - nema að sjúklingar hljóti að skipta mestu máli og reynir þar með að spila á samviskubit hjúkkanna. Það er nebblega ekki til peningur til að reka batteríið - bara til að byggja nýtt hátæknisjúkrahús... og ég á ekki von að haldin verði skrá yfir hve mörg mannslíf þessi sparnaður muni kosta gangi hjúkkur út!
Allar ofantaldar aðgerðir bitna illilega á almenningi. Engar þeirra bitna á ráðamönnum sjálfum eða stjórnvöldum. Mótmæli vörubílstjóra hafa þó í eitt skipti bitnað beint á þeim Geir og Sollu. Það var þegar þeir lögðu niðri í bæ þannig að ráðherrabílar (sem var ólöglega lagt og fengu sekt í kjölfarið) komust hvergi og þau þurftu að ganga niður í stjórnarráð.
Í rökræðunni grípa pólitíkusar þau rök að eldsneytisverð sé nú svipað - og jafnvel lægra - en í nágrannalöndum okkar. Jú, og svo er olíugjaldið föst krónutala sem var lækkuð einu sinni fyrir langa löngu (virðisaukaskattur gleymist hins vegar og hann er jú hlutfall).
Ég væri svo sannarlega til í að greiða sama olíuverð og í þessum nágrannalöndum okkar - ef verð á öðrum nauðsynja og neysluvörum væri líka sambærilegt. Ef fjármögnun húsnæðislána væri sambærileg. Ef launin fyrir vinnu mína væru sambærileg!
Áfam bílstjórar!
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.