Leita í fréttum mbl.is

Ég bara get ekki skilið...

...hvers vegna mikill meirihluti fólks heldur tryggð við stýrikerfi frá Microsoft. Í gegn um tíðina hafa þessi kerfi verið þrælböggaðar vírussugur með endalaus vandræði varðandi samhæfni við íhluti, jaðarbúnað og hugbúnað. Windows samhæfðar tölvur hvað...!

En svo virðist sem tekist hafi að telja meiri hluta tölvunotenda trú um að þetta væri eðlilegt ástand - tölvur væru flóknar og þyrftu stöðugt viðhald. Þeir sem hafa farið aðrar leiðir hafa gjarna verið taldir til sérvitringa (Makkakölt, Linuxnördar).

Ég nenni ekki að standa í  óþarfa veseni með græjur og þar með taldar eru tölvur. Þess vegna hef ég aldrei átt tölvur með windows stýrikerfi. Mínar persónulegu tölvur - heimilis og ferðatölvur - hafa allt verið makkar og stýrikerfin allt frá Mac OS 9.1 - 10.4. Hins vegar vinn ég í hreinræktuðu windows umhverfi og hef gert lengi. Ég tel mig því hafa góðan samanburð og hann er svo sannarlega ekki Windows í hag þótt xp beri af í þeirri fjölskyldu. Linux þekki ég því miður lítið sem ekkert.

 


mbl.is Hvetja Microsoft til að taka Windows xp ekki af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég notaði Windows frá 1994 til 2004. Þá fékk ég nóg og skipti yfir í Mac. Hef ekki séð eftir því og get ekki ímyndað mér að ég fari nokkurn tíma til baka.

Villi Asgeirsson, 16.4.2008 kl. 06:03

2 Smámynd: Sveitavargur

'Í gegn um tíðina hafa þessi kerfi verið þrælböggaðar vírussugur með endalaus vandræði varðandi samhæfni við íhluti, jaðarbúnað og hugbúnað. Windows samhæfðar tölvur hvað...!' 

Það er ástæða fyrir þessu.  Þar sem Windows hefur langstærsta markaðshlutdeild eru langflestir vírushöfundar að skrifa fyrir það og leita að öryggisholum.  Sama gildir um íhluti og jaðarbúnað; það er einfaldlega mun erfiðara að halda utan um jafn víðfemt stýrikerfi og Windows en OS X og Linux.  Á meðan Makkar þurfa kannski að styðja nokkrar hundruðir mismundi vélbúnaðaruppsetninga þarf Windows að styðja fleiri tugi þúsunda. 

Linux er svo sér á báti af því að þar þurfa notendur oft að fínpússa allar stillingar sjálfir þannig að það er ekki hægt að kenna framleiðanda um þegar það virkar ekki.

Sveitavargur, 16.4.2008 kl. 18:22

3 identicon

Ég hef töluvert álit á Mac Os það er verulega flott stýrikerfi en þar sem ég er líka svokallaður microsoft sérfræðingur, með MCSE, þá vil ég benda á þetta til að leiðrétta þann misskiling að Windows sé eitthvað böggaðara en önnur sýrikerfi: http://sanil-singh.spaces.live.com/Blog/cns!CC96B3151780132A!213.entry þarna kemur fram að það voru fimm sinnum fleiri böggar í Mac Os sýrikerfunum sem fundust á síðasta ári en í Windows.

annars nota ég fyrst og fremst Linux OpenSuse og líkar vel.

joi (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Sem notanda þá skiptir það mig mestu máli að draslið virki sem hnökralausast. Ég kynntist blönduðum tölvuverum árið 1993-4 og strax þá voru makkarnir stöðugri og öruggari en 286 og 386 windows vélarnar, þótt þeir hafi vissulega haft sína vankanta. Frá árinu 2000 hef ég unnið bæði í blönduðu umhverfi þar sem ég gat notað mínar eigin vélar, en samt lengst af í nær hreinræktuðu windows tölvuumhverfi.

Það sem upp úr stendur eftir þennan tíma er að fyrir notandann hafa makkarnir borið af. Sé það vegna hinnar litlu markaðshlutdeildar vona ég að hún haldist óbreytt enn um sinn og meirihluti tölvunotenda haldi sig áfram inni í myrkviðunum. 

Varðandi bögga í nýjustu kefunum þá sé ég enga ástæðu til að efast um þá hluti en bendi í því sambandi á nýlega frétt hér á mogganum http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2008/04/10/yfir_milljon_tolvuovaerur_i_umferd/

Hvet microsoft sérfræðinginn til að skoða hve margar þeirra eru skaðlegar eðlilegra uppsettu Mac OSX

Haraldur Rafn Ingvason, 17.4.2008 kl. 21:50

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Á skjön við efni færslunnar - ég las athugasemd þína við færslu Dofra og fannst hún mjög góð.

Vildi í því tileni benda þér á tvær síðustu færslur mínar og þrjár í febrúar. Kíktu á þær.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.4.2008 kl. 02:42

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Takk fyrir það Lára, fannst bráðvanta smá söguskýringu á þessu máli. Kem sjálfur að vestan og þekki því nokkuð til. Takk fyrir að benda mér á síðurnar þínar - var reyndar búinn að finna þær og skoða í gær.

Sjáumst

Haraldur Rafn Ingvason, 18.4.2008 kl. 19:48

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Kannski að hnýta hér við fyrir þá sem ekki vita, að þetta snérist um hugmyndir um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Slóðin er:

http://dofri.blog.is/blog/dofri/entry/509966/

Haraldur Rafn Ingvason, 18.4.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband