Leita í fréttum mbl.is

Öðruvísi borðskreyting

Í gær var ég staddur á málþingi því sem um er fjallað í færslunni hér að neðan. Eins og títt er á samkomum var þarna afgreiðsluborð þar sem gestum voru veittar upplýsingar og dagskrá lá frammi. Eins og algengt er þá var sett upp borðskreyting á afgreiðlsuborðinu. Yfirleytt eru þessar skreytingar hver annari líkar, blómakarfa eða eitthvað þess háttar. Í þetta skipti var breytt út af venjunni og efni þingsins látið ráða gerð skreytingar - sem sagt eitthvað blautt. Í vatnsfylltri 20 lítra glerkrukku á enda borðsins var lifandi kúluskítur og umhverfis hann syntu hornsíli veidd í 101-Rvk. Cool

Skreitingin lét lítið yfir sér en vakti þó verulega athygli ráðstefnugesta. Sérstaka athygli okkar, sem útveguðum efniviðinn í skreytinguna, vakti hins vegar að samkvæmt upplýsingum á málþinginu hafði tilvist hornsíla ekki áður verið staðfest í 101. LoL

Þegar skreytngin hafði svo gengt hlutverki sínu var hornsílunum skilað aftur í tjörnina sína og kúluskítnum í búrið sitt. Umhverfisvænleiki og endurnýting sem svo sannarlega hæfði efni ráðstefnunnar. Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband