19.3.2007 | 21:09
Þunnur...
Ég fór á árshátíð um helgina. Hún var í alla staði vel heppnuð, matur og drykkur og skemmtiatriði. Hundur í óskilum fór á kostum, mæli eindregið með þeim. Að árshátíð lokinni heilsaði ég upp á nokkra gamla skólafélaga sem höfðu komið saman til að skemmta sér og öðrum. Allt fór þetta fram með friði og spekt og var maður kominn heim milli 4 og 5.
það kom mér því nokkuð á óvart þegar ég vaknaði um kl 11 að finna að stefna mundi í fremur óþægilegan dag. Ekki kannaðist ég við að hafa innbyrt neitt sérstaklega mikið af fljótandi veigum en vera má að samsetning þeirra hafi ekki verið með heppilegasta móti. Það var a.m.k. ljóst þegar leið á daginn að niðurbrotsefni þau sem jafnan myndast þegar skrokkurinn er að losa sig við veigar af þessu tagi, voru með fjölbreytta móti og náðu í sameiningu að valda óvenju víðfemum óþægindum.
Nú eru sjálf óþægindin á bak og burt, en ljóst er að skrokkurinn er ekki alveg búinn að jafna sig á þessu. Í dag var ég að vinna verk sem krefst þess að nákvæmni og fínhreifingar séu í góðu lagi, og - viti menn - hvorugt virkaði sem skildi. Þá rifjaðist upp fyrir mér að ég var marg búinn að reyna þetta meðan ég var í MS verkefninu mínu, ef maður fær sér í glas um helgi þá er ekki fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudeginum sem maður getur slægt mýflugulirfu
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.