Leita í fréttum mbl.is

Hvernig bíl á maður að fá sér???

Merkilegt hvernig maður dettur stundum niður í að skoða og spá og spekúlera í einhverju sem er kannski ekki að fara að gerast alveg strax. Ég er s.s. búinn að vera að skoða bíla á netinu. Ég geri ráð fyrir að eiga trukkinn (Ford Ka, fyrir þá sem ekki vita) uns yfir líkur, en við erum eiginlega búin að ákveða að gera hinn (Citroen C5 station) ekki eldri en 3. ára. Og hvað fær maður sér þegar maður hefur átt þannig bíl í 3 ár?

Þarfagreiningin segir manni að gott sé að eiga bíl sem tekur fjölskilduna og farangur til viku dvalar í sumarbústað og kemur manni þangað án þess að þurfa á sjúkraþjáldara að halda eftir á. Það þýðir að bíllinn verður að vera þokkalega stór (station).  C5 er stór, MJÖG rúmgóður, svipaður og Ford Mondeo en stærri en Subaru á alla kanta. Svo hefur hann þessa FJÖÐRUN sem er engu lík ásamt fleiru sem gerir hann alveg ótrúlegan á langkeyrslu á misjöfnum vegum.

Önnur krafa er sú að vel fari um fullvaxinn mann (mig) í aftursætinu. Sú kríteria útilokar t.d. Peougout 407 vegna lofthæðar en þar skorar Mazda 6 fullt hús. Maxda 5 er líka mjög athyglisverður og fær sérstakt prik fyrir rennihurðirnar.

Svo er sennilega ódýrasta leiðin. Kaupa sér annan Ford Ka (þurfum tvo bíla) og leigja sér bara almennilegan jeppa þá sjaldan maður fer út á land eða í sumarbústað með fjölskilduna í heila viku Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ford Ka er ekki með vökvafjöðrunarkerfi !!!!

  Segir sú sem keyrir C5 bílinn alla daga og langar ekki að skipta yfir í trukk

Magnea (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 13:19

2 identicon

Jæja, þetta er nú meira bloggblætið sem smitað hefur stóran hluta þjóðarinnar! Mér finnst þetta raunar, eftir afar stutta umhugsun, (fljótfærnislega?) hið bezta mál. Ég held að þetta fyrirbæri og fyrirkomulag stuðli að auknum sam - og skoðanaskiptum fólks, því hér getur fólk tjáð sig um sín eigin mál og annarra, ef vill, skipzt á sköpum.. afsakið; skoðunum og konur geta t.d. hraunað yfir karla sína á opinberum vettvangi. Heyrðu, til hamingju með bloggsíðuna þína, Haraldur. Mér finnst þú, sem fyrr, afar skemmtilegur, áhugaverður og kjaftfor kverúlant. Það er ég viss um að þú ert afkomandi Kolbeins kafteins kjálkabíts, enda skapmikill og skemmtilegur skeggapi, sem gaman er að umgangast. Ég er strax farinn að hlakka til næstu fjölskylduferðar og þá verður nú fróðlegt að sjá hversu mikill afgangur verður af matnum.  Einar Clausen (Clausi klessa).

Einar Clausen (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband