Leita í fréttum mbl.is

Óhefðbundin gæludýr og "viðeigandi ráðstafanir".

Nokkrum sinnum á ári dúkka upp fréttir eins og sú sem tengd er þessari færslu. Þær eru yfirleitt á sama veg, þ.e. að fundist hafi skriðdýr eða padda af einhverri sort sem hafi í framhaldinu verið klófest af mikilli hetjudáð og í kjölfarið komið fyrir kattarnef.

Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að íslendingar séu pödduhræddasta þjóð í heimi (og þó víðar væri leitað), a.m.k. miðað við höfðatölu! Hvergi á byggðu bóli sjást önnur eins viðbrögð ef geitungur sveimar nærri ölglasi, hvergi vekja smávöxnar og með öllu skaðlausar köngulær jafnmikla skelfingu og óskiljanlegt er að í jafn vel upplýstu samfélagi skuli vera jafn útbreyddur viðbjóður gagnvart öllum þeim dýrum sem ekki eru skreytt feldi (eða fiðri) í hinum hefðbundnu íslensku sauðalitum.

Þessi óskiljanlegi, landlægi ótti við dýr hefur haft ýmsar afleiðingar. Þar á meðal má nefna að vilji menn eiga gæludýr skulu þau vera þóknanleg hinum óttaslegnu skv. málsgreininni hér að ofan. Það þýðir að það er alveg svakalega mikið bannað að vera með gæludýr sem eru "öðruvísi". Vilji menn því eiga tarantúlur eða förustafi, hvað þá kornsnáka eða kambeðlur, skulu þeir hinir sömu reknir niður í "undirheima" gæludýraverslunarinnar og dúsa þar, réttlausir og hundeltir af hinum pödduhræddu.

Þetta er náttúrlega ekki í lagi!

Helsta röksemdafærsla sauðalitaliðsins er sú að dýr með kalt (misheitt) blóð geti borið með sér sjúkdóma á borð við salmonellu. Það á einnig við um önnur dýr - sem þó er ekki nein stjórn á s.s. máfa. Þegar þessu fólki er bent á að lausnin á þessum mögulegu sjúkdómum sé að lögleiða dýrin, ala í sóttkví og gera e.t.v. eftirlitsskyld, er seinasta hálmstráið gripið eins og venjulega, aumingja blessuð börnin sem alltaf eru að fara sér að voða.

Auðvitað á að vera hægt að fara út í "betri gæludýraverslun" og fá sér litla og sæta eðlu eða snák, nú eða þá almennilega könguló. Þar sem íslendingar komu sér út úr torfkofunum fyrir nokkru, er þá ekki líka kominn tími til að hafa sig úr sauðalitunum?


mbl.is Fundu græneðlu við húsleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sammála - þarf meiri fjölbreytni í þessu

Rafn Guðmundsson, 30.10.2013 kl. 23:39

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Mig langar í almennilega könguló í afmælisgjöf...elsku Haraldur.

Arnar Pálsson, 31.10.2013 kl. 14:25

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Sorrý, bannað!

Hér eru þó smáræði sem hægt er að söngla gegn um tárin...

Haraldur Rafn Ingvason, 31.10.2013 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband