29.12.2010 | 18:43
Umgengni við nytjastofna...
...á að felast í að hámarka afrakstursgetu stofnsnis. Það felst m.a. í því að taka ekki meira úr stofninum en svo að hann nái að viðhalda sér.
Neytendur og skattgreiðendur eru meðal mikilvægustu nytjastofna ríkisins. Þetta virðist skattmann hins vegar hreinlega ekki fatta. Eitt skelfilegt dæmi (af mörgum) um þetta fattleysi er skattlagning á áfengi. Þessi skattstofn var þegar fullnýttur árið 2008. Þrátt fyrir það var sóknin aukin / skattar hækkaði - með þeim fyrirsjáanlegu afleiðingum að afrakstursgetan / salan minnkaði og ekkert skilaði sér í kassan.
Nú, ef hvort eð var átti að ofsækja í þennan áfengisnytjastofn, hefði skattmann í það minnsta mátt reyna að sýna einhverja skynsemi í því sambandi t.d. með því að beina sókn í ákveðna undirstofna. Hefði t.d. innlend framleiðsla sloppið við skattahækkun þá stæði hún sennilega í nokkrum blóma og atvinnuhjól innlendra brugghúsa snérust sem aldrei fyrr. En nei, áfengi er áfengi og nú er t.d. framtíð Ölvisholts, besta brugghúss landsins í mikilli óvissu.
Hins vegar hafa þessar hækkanir áhrif þó þær skili sjálfar ekki neinu í vasa skattmans (í besta falli). T.d. hækka þær neysluvísitölu, sem aftur hækkar stökkbreyttu húsnæðislánin sem aftur veldur því að enn minni fjármunir eru til staðar til að standa undir frekari sköttum - nema til komi stórhækkaðar vaxtabætur úr vasa skattmanns. Þetta snareykur líka landabruggun og af landanum er víst ekki greiddur skattur - þótt áfengi sé.
Og hvað hefur skattamann svo lært á þessu? Að betur má ef duga skal...!
Þannig að nú skal reyna aftur. Fyrst ekki dugði að hækka síðast þá hlýtur að duga að hækka núna... og það duglega!
Það er ljóst að skattmann hefur ekki hundsvit á umgengni við nytjastofna!
Milljón lítrum minna af áfengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Athugasemdir
Skattmann er líka að gera verð á eiturlyfjum samkeppnishæfara við áfengið með þessum aðgerðum.
Pétur Kristinsson, 29.12.2010 kl. 22:11
Ölvisholt er gjaldþrota.
Arnþór Gíslason (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 00:11
"Ölvisholt er gjaldþrota." Dreg þessi ummæli mín til baka. Treysti mér ekki til að fullyrða slíkt.
Arnþór Gíslason (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 00:14
Ölvisholt var tekið til gjaldþrotaskipta í sumar og þess vegna er framtíð þess í svo mikilli óvissu. Ég veit ekki hver staðan er núna en það væri fráleitt að hætta þessari frábæru framleiðslu eða sundra fyrirtækinu, eins og skammsýnir menn voru greinilega að hugleiða.
Haraldur Rafn Ingvason, 30.12.2010 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.