Leita í fréttum mbl.is

25 sinnum á fjall / 13660 metrar

Seinni hluta síðasta árs fór að bera á gamalkunnri tilfinningu sem ég hef stundum lýst sem "andlegum kláða". Þetta lýsir sér þannig að það kemur í mann einhver illskilgreinanleg óeirð sem hreinlega rænir mann geðheilsunni.

Eina ráðið sem ég hef fundið við þessu (síðan ég hætti að fara á sjó á sumrin) er að taka sér eitthvað almennilega krefjandi fyrir hendur. Í eitt skiptið sigldi ég ásamt þremur félögum mínum umhverfis landið á seglskútu án þess að koma í land. Það tókst í annarri tilraun. í annað skipti tók ég þátt í mánaðar verkefni sem fólst í að sækja glænýja seglskútu til frakklands og sigla henni hingað heim. 

Fyrir hrun var maður að gæla við að taka kannski þátt í siglingakeppninni Skippers d´Islande, en...Pinch

Þannig að nú þurfti að láta sér detta eitthvað í hug til að stilla kláðann svo maður yrði ekki alveg gjörsamlega óþolandi. Þá komu fjallgöngur í hugann, en ég hef alltaf haft gaman af allskyns gönguferðum. Því var ákveðið var að gera tilraun með hvort fjallgöngur hefðu í för með sér nægjanlegt magn óþæginda, vosbúðar, táfýlu og líkamlegrar áreynslu til að slá á einkennin.

Og viti menn, þetta bara virkar nokkuð vel.W00t

Í nördaskap mínum hef ég haldið saman skrá yfir gönguferðir ársins þar sem helstu upplýsingum er haldið til haga. Samkvæmt nýjustu tölum er nú búið að fara 25 sinnum á fjall á árinu. Í það hafa farið 84 klukkustundir, gengnir hafa verið rúmlega 200 km og heildarhækkunin er 13660 metrar. Það er tveimur metrum hærra en ef maður setti Mt. Blanc (hæsta fjall Evrópu) ofan á Mt. Everest! Cool

Hmmm... Mt. Blanc Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei !!!

Magnea (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband