Leita í fréttum mbl.is

PLAN B...

Í fyrsta skipti í hálfs annars árs hörmungarsögu Ísbjargarklúðursins, hefur stitjandi ríkisstjórn loks komið fram með plan b. Fram til þessa hafa ráðamenn ekki þurft á slíkum óþarfa að halda, ekki þegar hryðjuverkalögum var beitt, ekki þegar oslóartréð var brennt, ekki þegar gengið var til samninga í fyrsta skipti - í hvelli svo ekki færi allt til helvítis, ekki þegar gengið var til samninga í annað skipti - aftur í hvelli svo ekki færi allt til helvítis, ekki þegar stór hluti kosningabærra íslendinga skoraði á forsetann að hafna samningi tvö og alls ekki þegar hann svo hafnaði þeim og vísaði í atkvæðagreiðslu - sem átti að senda allt til helvítis á ljóshraða, eina ferðina enn.

Nei.

Nú hins vegar standa mál svo að ekki verður lengur umflúið að hafa plan b. 

Og hvílíkt plan.W00t

Plan b felst sem sagt í því að reyna að tala niður atkvæðagreiðsluna. Já, reyna að telja kjósendum trú um að hún sé marklaus, og því sé í raun tilgangslaust að ómaka sig á kjörstað - þetta sé bara bullogvitleysa.

Plan a var nefnilega að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna með öllum ráðum (það færi nefnilega allt til helvítis í kjölfarið) en það virðist nú vera að mistakast.

En af hverju þetta plan b?

Jú, ef það tekst að tala kjósendur til og koma þeim í skilning um að þetta sé bullogvitleya og tímaeyðsla, þá mæta fáir - kosningaþáttaka verður lítil.  Þá verður reynt að halda því fram að þjóðin hafi í raun ekki aðra skoðun á málinu en stjórnvöld og þau hafi því verið á réttri leið allan tíman (skítt með úrslitin). Rúsínan verður svo sú að fyrst þjóðin nenni ekki að ómaka sig á kjörstað þegar um er að ræða svona stórmál, þá sé í raun óþarft að forseti hafi málsskotsrétt - þjóðin kæri sig greinilega ekki um svona kosningar, en vilji að hinir þjóðkjörnu fulltrúar á alþingi sjái um öll mál einir og án afskipta - svo það fari nú ekki allt til helvítis.

Snilldarplan...! Sick

 


mbl.is Furðar sig á ummælum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var að fara yfir fréttir Rúv s.l. mánuð. Í hvert skipti sem frétt var flutt um þjóðaratkvæðagreiðsluna var því komið að að hún væri marklaus, og jafnvel fullyrt beint af fréttamönnum í stað þess að vitna í orð forsætisráðherra.

Þetta er hreinn og beinn áróður gegn hagsmunum þjóðarinnar.

Við losnum svo vonandi við þessa afturhalds niðurrifs seggi.

SG (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 05:43

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Snilldargrein!!!!!

Jóhann Elíasson, 5.3.2010 kl. 09:52

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Takk Jóhann, en þetta er bara svona.

"SG" það er búið að keyra plan a á fullu undanfarnar vikur, en plan b hefur alltaf verið í bakgrunni - til vara.

Haraldur Rafn Ingvason, 5.3.2010 kl. 10:51

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það sem vekur athygli mína núna er að ekki mátti líta á þessa atkvæðagreiðslu sem dóm á störf ríkisstjórnarinnar. Ekki mátti láta líta svo út að valið stæði um traust eða vantraust á ríkisstjórnina í upphafi janúar. Því miður tók ríkisstjórnin þessu tilboði og ætlar að lafa áfram rúin trausti.

Það breytir því ekki að formlega séð snýst þetta ekki um annað en stjórn efnahagsmála sem alþingi var lýst vanhæft um að skera úr um. Úrskurðurinn sem alþingi tók verður á laugardaginn lagður fyrir þjóðaratkvæði. Þetta er jafn erfitt mál fyrir alþingi og fyrir ríkisstjórnina í raun hver niðurstaðan verður.

Þó að mikið sé til í því að þeir sem fara á kjörstað muni kjósa með "hjartanu" og segja Nei af því að þeir séu ósammála greiðsluskyldu ríkissjóðs þá er það hreinn spuni að hægt sé að túlka niðurstöðurnar þannig með formlegum hætti.

Það kemur mér þó ekkert á óvart ef hreinn heilaspuni verður notaður sem "rök" og "staðreyndir" í framtíðar umræðum á blogginu og í þingsölum.

Það verður ekki hægt að beita þeim "rökum" þegar kemur að samningaviðræðum eða öðrum pólitískum samræðum á milli landa.

En einsog oft er sagt þegar menn hafa misnotað sér tilfinningar almennings: það er gott til heimabrúks.

Gísli Ingvarsson, 5.3.2010 kl. 14:29

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður! snilldargrein segi og skrifa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2010 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband